Mikil aukning í tekjum vegna snjalltækjaleikja Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2014 14:38 Vísir/Getty Leikir sem gerðir eru fyrir snjalltæki munu skila meiri tekjum en leikir sem gerðir eru fyrir leikjatölvur á næsta ári. Markaðsrannsóknafyrirtækið Newzoo telur að tekjur snjalltækjaleikja verði 25 milljarðar dala, eða um þrjú þúsund milljarðar króna, á þessu ári. Það yrði aukning um 42 prósent frá síðasta ári. Samkvæmt nýrri rannsókn Newzoo mun sókn snjalltækjaleikja koma niður á vexti leikja sem framleiddir eru fyrir leikjatölvur eins og Playstation og Xbox. Þá segja þeir að markaður slíkra leikja verði sá stærsti í leikjaheiminum.Hér má sjá spá Newzoo um tekjur á snjalltækjaleikjamarkaði.Mynd/NewzooÁ vef Guardian segir þó að spá Newzoo stangist á við aðrar. Meðal annars segir SuperData að leikir fyrir leikjatölvur muni skila 55 milljarða dala tekjum á næsta ári. Miðað við þær tölur eru 25,8 milljarðar ekki nóg til að komast í efsta sætið. Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið
Leikir sem gerðir eru fyrir snjalltæki munu skila meiri tekjum en leikir sem gerðir eru fyrir leikjatölvur á næsta ári. Markaðsrannsóknafyrirtækið Newzoo telur að tekjur snjalltækjaleikja verði 25 milljarðar dala, eða um þrjú þúsund milljarðar króna, á þessu ári. Það yrði aukning um 42 prósent frá síðasta ári. Samkvæmt nýrri rannsókn Newzoo mun sókn snjalltækjaleikja koma niður á vexti leikja sem framleiddir eru fyrir leikjatölvur eins og Playstation og Xbox. Þá segja þeir að markaður slíkra leikja verði sá stærsti í leikjaheiminum.Hér má sjá spá Newzoo um tekjur á snjalltækjaleikjamarkaði.Mynd/NewzooÁ vef Guardian segir þó að spá Newzoo stangist á við aðrar. Meðal annars segir SuperData að leikir fyrir leikjatölvur muni skila 55 milljarða dala tekjum á næsta ári. Miðað við þær tölur eru 25,8 milljarðar ekki nóg til að komast í efsta sætið.
Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið