„Ætla að taka Breivik á þetta“ Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2014 20:57 Maðurinn er ákærður fyrir líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Vísir/Róbert Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir að hafa haft í frammi ógnandi framkomu og hótað sýslumanninum í Keflavík og öðrum starfsmönnum sýslumannsembættisins líkamsmeiðingum og lífláti á skrifstofu embættisins í Keflavík í marsmánuði 2012. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi sagst „þurfa að taka Breivik á þetta“ og ætla að koma síðar á skrifstofuna með skotvopn og „ætla að taka Breivik á þetta“. Vísar hann þar í fjöldamorð Norðmannsins Anders Behring Breivik sem myrti 77 manns í sprengjuárás í miðborg Óslóar og í skotárásum á Útey þann 22. júlí 2011. Maðurinn er einnig ákærður brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa streist á móti við handtöku og slasað tvo lögreglumenn með því að veita öðrum þeirra þungt högg í andlitið með olnboga vinstri handar „með þeim afleiðingum að hliðrun varð á nefbeinum hans til hægri“ og svo slegið hinn með þeim afleiðingum að hann hlaut 0,5 sentimetra sprungu við hægra munnvik og fjölmargar rispur á handlegg. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir líkamsárás sem hann framdi í aprílmánuði 2013. Í ákærunni segir að hann hafi slegið konu „í andlitið þannig að hún féll í gólfið og rifið í hár hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og þreyfieymsli við hægra auga, bólgu yfir hægra gagnauga og bólgu við vinstra auga og upp í hársvörð.“ Loks er maðurinn ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot þar sem 30 grömm af kannabisefnum fundust við húsleit á heimili hans ásamt 91 sentimetra langt spjót með 17 sentimetra löngu hnífsblaði. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir að hafa haft í frammi ógnandi framkomu og hótað sýslumanninum í Keflavík og öðrum starfsmönnum sýslumannsembættisins líkamsmeiðingum og lífláti á skrifstofu embættisins í Keflavík í marsmánuði 2012. Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi sagst „þurfa að taka Breivik á þetta“ og ætla að koma síðar á skrifstofuna með skotvopn og „ætla að taka Breivik á þetta“. Vísar hann þar í fjöldamorð Norðmannsins Anders Behring Breivik sem myrti 77 manns í sprengjuárás í miðborg Óslóar og í skotárásum á Útey þann 22. júlí 2011. Maðurinn er einnig ákærður brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa streist á móti við handtöku og slasað tvo lögreglumenn með því að veita öðrum þeirra þungt högg í andlitið með olnboga vinstri handar „með þeim afleiðingum að hliðrun varð á nefbeinum hans til hægri“ og svo slegið hinn með þeim afleiðingum að hann hlaut 0,5 sentimetra sprungu við hægra munnvik og fjölmargar rispur á handlegg. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir líkamsárás sem hann framdi í aprílmánuði 2013. Í ákærunni segir að hann hafi slegið konu „í andlitið þannig að hún féll í gólfið og rifið í hár hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og þreyfieymsli við hægra auga, bólgu yfir hægra gagnauga og bólgu við vinstra auga og upp í hársvörð.“ Loks er maðurinn ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot þar sem 30 grömm af kannabisefnum fundust við húsleit á heimili hans ásamt 91 sentimetra langt spjót með 17 sentimetra löngu hnífsblaði.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent