UFC 179: Mendes vill hefnd Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. október 2014 21:30 Í kvöld fer UFC 179 fram í beinni á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jose Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir Jose Aldo og Chad Mendes mætast. Bardagamennirnir öttu kappi í janúar 2012 en þá sigraði Jose Aldo hinn bandaríska Chad Mendes með rothöggi þegar ein sekúnda var eftir af fyrstu lotu. Nú getur Mendes hefnt fyrir hans eina tap á ferlinum. Sigurinn var að vissu leiti umdeildur þar sem Aldo greip í búrið sem hjálpaði honum að verjast fellu Mendes. Skömmu síðar rotaði Aldo Mendes. Jose Aldo hefur varið fjaðurvigtarbelti sitt í átta skipti og er ósigraður í UFC. Aldo þykir einn allra besti bardagamaður heims, pund fyrir pund, og hefur ekki lent í teljandi vandræðum með að verja beltið sitt í UFC. Hann er með virkilega gott Muay Thai og eru spörkin hans með þeim betri í bransanum. Af 24 sigrum hans hafa 14 komið eftir rothögg. Vandamálið hjá Aldo er að svo virðist sem niðurskurðurinn sé of erfiður fyrir hann en hann þykir stór í fjaðurvigtinni. Þannig hefur hann eilítið fjarað út í seinni lotum bardagans vegna þreytu og á Chad Mendes mestu möguleika á sigri nái hann að draga bardagann í seinni loturnar. Chad Mendes er verulega sterkur glímumaður. Hann átti góðan feril í bandarísku háskólaglímunni þar sem hann var tvisvar meðal átta efstu á landsvísu í efstu deild. Eftir tapið gegn Aldo hefur Mendes verið óstöðvandi og sigrað fimm bardaga í röð og þar af fjóra með rothöggi. Mendes æfir hjá Team Alpha Male og Jose Aldo hjá Nova Uniao. Þetta verður í sjötta sinn sem þessi lið mætast um titil í UFC en aðeins einu sinni hefur Team Alpha Male haft betur. Það átti sér stað fyrr á þessu ári þegar TJ Dillashaw sigraði góðvin Jose Aldo, Renan Barao, eftir rothögg í 5. lotu. Takist Mendes að taka titil Aldo verða allir UFC meistararnir bandarískir. Mendes á mestu möguleika á sigri ef hann notar fellurnar sínar og dregur Aldo í seinni lotur bardagans. Aldo er hættulegastur í fyrstu tveimur lotunum og takist Mendes að lifa þær af er aldrei að vita nema hvort við fáum nýjan fjaðurvigtarmeistara. Nánar má lesa um meistarann Jose Aldo hér. UFC 179 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. MMA Tengdar fréttir Conor: Ég mun hvíla eistun á enninu þínu | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor heldur áfram að gera allt vitlaust í UFC-heiminum. 22. október 2014 14:00 McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. 23. október 2014 22:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira
Í kvöld fer UFC 179 fram í beinni á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jose Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir Jose Aldo og Chad Mendes mætast. Bardagamennirnir öttu kappi í janúar 2012 en þá sigraði Jose Aldo hinn bandaríska Chad Mendes með rothöggi þegar ein sekúnda var eftir af fyrstu lotu. Nú getur Mendes hefnt fyrir hans eina tap á ferlinum. Sigurinn var að vissu leiti umdeildur þar sem Aldo greip í búrið sem hjálpaði honum að verjast fellu Mendes. Skömmu síðar rotaði Aldo Mendes. Jose Aldo hefur varið fjaðurvigtarbelti sitt í átta skipti og er ósigraður í UFC. Aldo þykir einn allra besti bardagamaður heims, pund fyrir pund, og hefur ekki lent í teljandi vandræðum með að verja beltið sitt í UFC. Hann er með virkilega gott Muay Thai og eru spörkin hans með þeim betri í bransanum. Af 24 sigrum hans hafa 14 komið eftir rothögg. Vandamálið hjá Aldo er að svo virðist sem niðurskurðurinn sé of erfiður fyrir hann en hann þykir stór í fjaðurvigtinni. Þannig hefur hann eilítið fjarað út í seinni lotum bardagans vegna þreytu og á Chad Mendes mestu möguleika á sigri nái hann að draga bardagann í seinni loturnar. Chad Mendes er verulega sterkur glímumaður. Hann átti góðan feril í bandarísku háskólaglímunni þar sem hann var tvisvar meðal átta efstu á landsvísu í efstu deild. Eftir tapið gegn Aldo hefur Mendes verið óstöðvandi og sigrað fimm bardaga í röð og þar af fjóra með rothöggi. Mendes æfir hjá Team Alpha Male og Jose Aldo hjá Nova Uniao. Þetta verður í sjötta sinn sem þessi lið mætast um titil í UFC en aðeins einu sinni hefur Team Alpha Male haft betur. Það átti sér stað fyrr á þessu ári þegar TJ Dillashaw sigraði góðvin Jose Aldo, Renan Barao, eftir rothögg í 5. lotu. Takist Mendes að taka titil Aldo verða allir UFC meistararnir bandarískir. Mendes á mestu möguleika á sigri ef hann notar fellurnar sínar og dregur Aldo í seinni lotur bardagans. Aldo er hættulegastur í fyrstu tveimur lotunum og takist Mendes að lifa þær af er aldrei að vita nema hvort við fáum nýjan fjaðurvigtarmeistara. Nánar má lesa um meistarann Jose Aldo hér. UFC 179 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.
MMA Tengdar fréttir Conor: Ég mun hvíla eistun á enninu þínu | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor heldur áfram að gera allt vitlaust í UFC-heiminum. 22. október 2014 14:00 McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. 23. október 2014 22:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira
Conor: Ég mun hvíla eistun á enninu þínu | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor heldur áfram að gera allt vitlaust í UFC-heiminum. 22. október 2014 14:00
McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. 23. október 2014 22:30