UFC 179: Mendes vill hefnd Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. október 2014 21:30 Í kvöld fer UFC 179 fram í beinni á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jose Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir Jose Aldo og Chad Mendes mætast. Bardagamennirnir öttu kappi í janúar 2012 en þá sigraði Jose Aldo hinn bandaríska Chad Mendes með rothöggi þegar ein sekúnda var eftir af fyrstu lotu. Nú getur Mendes hefnt fyrir hans eina tap á ferlinum. Sigurinn var að vissu leiti umdeildur þar sem Aldo greip í búrið sem hjálpaði honum að verjast fellu Mendes. Skömmu síðar rotaði Aldo Mendes. Jose Aldo hefur varið fjaðurvigtarbelti sitt í átta skipti og er ósigraður í UFC. Aldo þykir einn allra besti bardagamaður heims, pund fyrir pund, og hefur ekki lent í teljandi vandræðum með að verja beltið sitt í UFC. Hann er með virkilega gott Muay Thai og eru spörkin hans með þeim betri í bransanum. Af 24 sigrum hans hafa 14 komið eftir rothögg. Vandamálið hjá Aldo er að svo virðist sem niðurskurðurinn sé of erfiður fyrir hann en hann þykir stór í fjaðurvigtinni. Þannig hefur hann eilítið fjarað út í seinni lotum bardagans vegna þreytu og á Chad Mendes mestu möguleika á sigri nái hann að draga bardagann í seinni loturnar. Chad Mendes er verulega sterkur glímumaður. Hann átti góðan feril í bandarísku háskólaglímunni þar sem hann var tvisvar meðal átta efstu á landsvísu í efstu deild. Eftir tapið gegn Aldo hefur Mendes verið óstöðvandi og sigrað fimm bardaga í röð og þar af fjóra með rothöggi. Mendes æfir hjá Team Alpha Male og Jose Aldo hjá Nova Uniao. Þetta verður í sjötta sinn sem þessi lið mætast um titil í UFC en aðeins einu sinni hefur Team Alpha Male haft betur. Það átti sér stað fyrr á þessu ári þegar TJ Dillashaw sigraði góðvin Jose Aldo, Renan Barao, eftir rothögg í 5. lotu. Takist Mendes að taka titil Aldo verða allir UFC meistararnir bandarískir. Mendes á mestu möguleika á sigri ef hann notar fellurnar sínar og dregur Aldo í seinni lotur bardagans. Aldo er hættulegastur í fyrstu tveimur lotunum og takist Mendes að lifa þær af er aldrei að vita nema hvort við fáum nýjan fjaðurvigtarmeistara. Nánar má lesa um meistarann Jose Aldo hér. UFC 179 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. MMA Tengdar fréttir Conor: Ég mun hvíla eistun á enninu þínu | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor heldur áfram að gera allt vitlaust í UFC-heiminum. 22. október 2014 14:00 McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. 23. október 2014 22:30 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sjá meira
Í kvöld fer UFC 179 fram í beinni á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jose Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir Jose Aldo og Chad Mendes mætast. Bardagamennirnir öttu kappi í janúar 2012 en þá sigraði Jose Aldo hinn bandaríska Chad Mendes með rothöggi þegar ein sekúnda var eftir af fyrstu lotu. Nú getur Mendes hefnt fyrir hans eina tap á ferlinum. Sigurinn var að vissu leiti umdeildur þar sem Aldo greip í búrið sem hjálpaði honum að verjast fellu Mendes. Skömmu síðar rotaði Aldo Mendes. Jose Aldo hefur varið fjaðurvigtarbelti sitt í átta skipti og er ósigraður í UFC. Aldo þykir einn allra besti bardagamaður heims, pund fyrir pund, og hefur ekki lent í teljandi vandræðum með að verja beltið sitt í UFC. Hann er með virkilega gott Muay Thai og eru spörkin hans með þeim betri í bransanum. Af 24 sigrum hans hafa 14 komið eftir rothögg. Vandamálið hjá Aldo er að svo virðist sem niðurskurðurinn sé of erfiður fyrir hann en hann þykir stór í fjaðurvigtinni. Þannig hefur hann eilítið fjarað út í seinni lotum bardagans vegna þreytu og á Chad Mendes mestu möguleika á sigri nái hann að draga bardagann í seinni loturnar. Chad Mendes er verulega sterkur glímumaður. Hann átti góðan feril í bandarísku háskólaglímunni þar sem hann var tvisvar meðal átta efstu á landsvísu í efstu deild. Eftir tapið gegn Aldo hefur Mendes verið óstöðvandi og sigrað fimm bardaga í röð og þar af fjóra með rothöggi. Mendes æfir hjá Team Alpha Male og Jose Aldo hjá Nova Uniao. Þetta verður í sjötta sinn sem þessi lið mætast um titil í UFC en aðeins einu sinni hefur Team Alpha Male haft betur. Það átti sér stað fyrr á þessu ári þegar TJ Dillashaw sigraði góðvin Jose Aldo, Renan Barao, eftir rothögg í 5. lotu. Takist Mendes að taka titil Aldo verða allir UFC meistararnir bandarískir. Mendes á mestu möguleika á sigri ef hann notar fellurnar sínar og dregur Aldo í seinni lotur bardagans. Aldo er hættulegastur í fyrstu tveimur lotunum og takist Mendes að lifa þær af er aldrei að vita nema hvort við fáum nýjan fjaðurvigtarmeistara. Nánar má lesa um meistarann Jose Aldo hér. UFC 179 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.
MMA Tengdar fréttir Conor: Ég mun hvíla eistun á enninu þínu | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor heldur áfram að gera allt vitlaust í UFC-heiminum. 22. október 2014 14:00 McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. 23. október 2014 22:30 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sjá meira
Conor: Ég mun hvíla eistun á enninu þínu | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor heldur áfram að gera allt vitlaust í UFC-heiminum. 22. október 2014 14:00
McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. 23. október 2014 22:30