Þeir sem eru með ælupest eiga ekki að drekka kóladrykki Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. október 2014 12:57 Þórður G. Ólafsson er yfirlæknir Læknavaktarinnar. „Þessi ælupest sem er að ganga núna er að mér sýnist nokkuð hefðbundin ælupest, en það er klárlega meira um hana en venjulega,“ segir Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir á læknavaktinni og Heilsugæslustöð Efra-Breiðholts og heldur áfram: „Þessi pest gengur yfirleitt fljótt yfir. Fólki er óglatt og það ælir einn daginn en er jafnvel orðið frískt og mætt til vinnu daginn eftir.“ Hann segir mikilvægt að gæta að handþvotti og almennu hreinlæti. Þórður mælir með því að fólk drekki ekki kóladrykki þegar það er með ælupest. „Nei, kóladrykkir eru ekki góðir við magapestum. Þeir innihalda mikinn sykur, mikið koffein og svo eru þessir drykkir súrir í raun og veru, þeir eru með lágt PH-gildi. Það er ekki gott að drekka svona drykki þegar maður er með magakveisu. Til dæmis eykur koffein á þarmahreyfingar. Allt sem er sykrað getur aukið á niðurgang. Svo á maður á að forðast drykki með súrt innihald þegar maður er með magapest.“ Hann segir mikilvægt að innbyrða eitthvað sem inniheldur salt, sykur og vatn í réttum hlutföllum, þegar maður er með ælupest. „Til dæmis tærar bollasúpur. Síðan er jafnvel gott að fá sér sopa af Gatorade.“ Þóður leggur áherslu á að drekka lítið af vöka í einu en drekka þá frekar oftar. Sama á við þegar maður byrjar að borða fasta fæðu, eftir að pestin er gengin yfir. „Í fyrstu er ráðlegt að forðast sætindi; forðast sykur. Forðast það sem er tormelt, auk þess sem ég mæli með því að borða ekki sterkan eða brasaðan mat fyrstu dagana á meðan maður er að jafna sig.“ Þórður mælir með léttari mat fyrstu dagana eftir að magakveisan er gengin yfir. „Já, til dæmis getur verið gott að borða pasta, ristað brauð, tærar súpur og soðinn fisk. Eitthvað sem er létt í magann. Venjulega getur maður farið á almennt fæði mjög fljótt eftir að uppköstin eru búin. En það er mikilvægt að borða lítið í einu fyrst um sinn til þess að hlífa meltingarveginum.“ Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Þessi ælupest sem er að ganga núna er að mér sýnist nokkuð hefðbundin ælupest, en það er klárlega meira um hana en venjulega,“ segir Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir á læknavaktinni og Heilsugæslustöð Efra-Breiðholts og heldur áfram: „Þessi pest gengur yfirleitt fljótt yfir. Fólki er óglatt og það ælir einn daginn en er jafnvel orðið frískt og mætt til vinnu daginn eftir.“ Hann segir mikilvægt að gæta að handþvotti og almennu hreinlæti. Þórður mælir með því að fólk drekki ekki kóladrykki þegar það er með ælupest. „Nei, kóladrykkir eru ekki góðir við magapestum. Þeir innihalda mikinn sykur, mikið koffein og svo eru þessir drykkir súrir í raun og veru, þeir eru með lágt PH-gildi. Það er ekki gott að drekka svona drykki þegar maður er með magakveisu. Til dæmis eykur koffein á þarmahreyfingar. Allt sem er sykrað getur aukið á niðurgang. Svo á maður á að forðast drykki með súrt innihald þegar maður er með magapest.“ Hann segir mikilvægt að innbyrða eitthvað sem inniheldur salt, sykur og vatn í réttum hlutföllum, þegar maður er með ælupest. „Til dæmis tærar bollasúpur. Síðan er jafnvel gott að fá sér sopa af Gatorade.“ Þóður leggur áherslu á að drekka lítið af vöka í einu en drekka þá frekar oftar. Sama á við þegar maður byrjar að borða fasta fæðu, eftir að pestin er gengin yfir. „Í fyrstu er ráðlegt að forðast sætindi; forðast sykur. Forðast það sem er tormelt, auk þess sem ég mæli með því að borða ekki sterkan eða brasaðan mat fyrstu dagana á meðan maður er að jafna sig.“ Þórður mælir með léttari mat fyrstu dagana eftir að magakveisan er gengin yfir. „Já, til dæmis getur verið gott að borða pasta, ristað brauð, tærar súpur og soðinn fisk. Eitthvað sem er létt í magann. Venjulega getur maður farið á almennt fæði mjög fljótt eftir að uppköstin eru búin. En það er mikilvægt að borða lítið í einu fyrst um sinn til þess að hlífa meltingarveginum.“
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira