Þeir sem eru með ælupest eiga ekki að drekka kóladrykki Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. október 2014 12:57 Þórður G. Ólafsson er yfirlæknir Læknavaktarinnar. „Þessi ælupest sem er að ganga núna er að mér sýnist nokkuð hefðbundin ælupest, en það er klárlega meira um hana en venjulega,“ segir Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir á læknavaktinni og Heilsugæslustöð Efra-Breiðholts og heldur áfram: „Þessi pest gengur yfirleitt fljótt yfir. Fólki er óglatt og það ælir einn daginn en er jafnvel orðið frískt og mætt til vinnu daginn eftir.“ Hann segir mikilvægt að gæta að handþvotti og almennu hreinlæti. Þórður mælir með því að fólk drekki ekki kóladrykki þegar það er með ælupest. „Nei, kóladrykkir eru ekki góðir við magapestum. Þeir innihalda mikinn sykur, mikið koffein og svo eru þessir drykkir súrir í raun og veru, þeir eru með lágt PH-gildi. Það er ekki gott að drekka svona drykki þegar maður er með magakveisu. Til dæmis eykur koffein á þarmahreyfingar. Allt sem er sykrað getur aukið á niðurgang. Svo á maður á að forðast drykki með súrt innihald þegar maður er með magapest.“ Hann segir mikilvægt að innbyrða eitthvað sem inniheldur salt, sykur og vatn í réttum hlutföllum, þegar maður er með ælupest. „Til dæmis tærar bollasúpur. Síðan er jafnvel gott að fá sér sopa af Gatorade.“ Þóður leggur áherslu á að drekka lítið af vöka í einu en drekka þá frekar oftar. Sama á við þegar maður byrjar að borða fasta fæðu, eftir að pestin er gengin yfir. „Í fyrstu er ráðlegt að forðast sætindi; forðast sykur. Forðast það sem er tormelt, auk þess sem ég mæli með því að borða ekki sterkan eða brasaðan mat fyrstu dagana á meðan maður er að jafna sig.“ Þórður mælir með léttari mat fyrstu dagana eftir að magakveisan er gengin yfir. „Já, til dæmis getur verið gott að borða pasta, ristað brauð, tærar súpur og soðinn fisk. Eitthvað sem er létt í magann. Venjulega getur maður farið á almennt fæði mjög fljótt eftir að uppköstin eru búin. En það er mikilvægt að borða lítið í einu fyrst um sinn til þess að hlífa meltingarveginum.“ Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Þessi ælupest sem er að ganga núna er að mér sýnist nokkuð hefðbundin ælupest, en það er klárlega meira um hana en venjulega,“ segir Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir á læknavaktinni og Heilsugæslustöð Efra-Breiðholts og heldur áfram: „Þessi pest gengur yfirleitt fljótt yfir. Fólki er óglatt og það ælir einn daginn en er jafnvel orðið frískt og mætt til vinnu daginn eftir.“ Hann segir mikilvægt að gæta að handþvotti og almennu hreinlæti. Þórður mælir með því að fólk drekki ekki kóladrykki þegar það er með ælupest. „Nei, kóladrykkir eru ekki góðir við magapestum. Þeir innihalda mikinn sykur, mikið koffein og svo eru þessir drykkir súrir í raun og veru, þeir eru með lágt PH-gildi. Það er ekki gott að drekka svona drykki þegar maður er með magakveisu. Til dæmis eykur koffein á þarmahreyfingar. Allt sem er sykrað getur aukið á niðurgang. Svo á maður á að forðast drykki með súrt innihald þegar maður er með magapest.“ Hann segir mikilvægt að innbyrða eitthvað sem inniheldur salt, sykur og vatn í réttum hlutföllum, þegar maður er með ælupest. „Til dæmis tærar bollasúpur. Síðan er jafnvel gott að fá sér sopa af Gatorade.“ Þóður leggur áherslu á að drekka lítið af vöka í einu en drekka þá frekar oftar. Sama á við þegar maður byrjar að borða fasta fæðu, eftir að pestin er gengin yfir. „Í fyrstu er ráðlegt að forðast sætindi; forðast sykur. Forðast það sem er tormelt, auk þess sem ég mæli með því að borða ekki sterkan eða brasaðan mat fyrstu dagana á meðan maður er að jafna sig.“ Þórður mælir með léttari mat fyrstu dagana eftir að magakveisan er gengin yfir. „Já, til dæmis getur verið gott að borða pasta, ristað brauð, tærar súpur og soðinn fisk. Eitthvað sem er létt í magann. Venjulega getur maður farið á almennt fæði mjög fljótt eftir að uppköstin eru búin. En það er mikilvægt að borða lítið í einu fyrst um sinn til þess að hlífa meltingarveginum.“
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira