Jack Live-kvöld útvarpstöðvarinnar X977 var haldið á skemmtistaðnum Húrra fyrir stuttu og voru það hljómsveitirnar Kiriyama Family, Hide Your Kids, Vio og Major Pink sem trylltu líðinn.
Eins og sést á meðfylgjandi myndum sem teknar voru á Húrra var stemningin feykigóð og margir lögðu leið sína á skemmtistaðinn til að hlýða á góða tóna.