Myndbandið var tekið upp í Japan fyrir stuttu en í því sjást hljómsveitarmeðlimirnir ferðast um á einhjólum frá Honda sem heita Uni-Cub. Uni-Cub eru einskonar Segway-hjól fyrir fólk sem vill sitja í stað þess að standa.
Myndbandið var tekið upp með svokallaðri „multi-copter“-myndvél sem Honda þróaði sérstaklega fyrir þetta verkefni.
Myndbandið er rosalegt en það má sjá hér fyrir neðan.