Að staldra við Kári Finnsson skrifar 29. október 2014 09:02 Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. Við fyrstu sýn er það í raun ekki augljóst hvort um listaverk sé að ræða. Flestir keyra eflaust framhjá því daglega, í og úr vinnu, án þess að gefa því nokkurn gaum. Ástæðan er sú að verkið samanstendur af handslípuðum granítsteinum inni í sjálfri strandlengjunni, rétt eins og þeir séu sjálfsagður hluti af henni. Það er aðeins við nánari skoðun - þegar maður staldrar við verkið - sem maður áttar sig á því að eitthvað er ekki alveg eins og það sýnist. Ég hugsa stundum um Fjöruverk Sigurðar þegar ég velti fyrir mér hlutverki myndlistar og hvernig almenningur upplifir myndlist í sínu daglega lífi. Einhvers konar myndlist verður á vegi okkar næstum daglega. Það getur verið listaverk í almannarými eins og Fjöruverkið eða stytta af Leifi Eiríkssyni, málverk í andyrri vinnustaðar þíns eða lítil teikning í stofunni heima hjá þér og auðvitað hafa öll þessi listaverk mismikil áhrif. Þrátt fyrir þetta mikla framboð á myndlist verður hins vegar að segjast að það virðast ekki margir hafa neinn sérstakan áhuga á henni. Þetta segi ég vegna þess að ég heyri mjög sjaldan almenna umræðu um myndlist. Ef hún á sér einhvern tímann stað þá er það yfirleitt um miðjan janúar þegar það er opinberað hverjir fái úthlutað listamannalaunum. Þá tekur yfirleitt við sama gamla rausið um að listamenn „nenni ekki að vinna alvöru vinnu“ og þar fram eftir götunum. Vissulega er það ekki skoðun allra að listamenn séu einhvers konar afætur á samfélaginu, en það segir ýmislegt um afstöðu þjóðarinnar gagnvart menningunni þegar svona stórum hópi finnst sjálfsagt að gera lítið úr óeigingjörnu starfi íslenskra myndlistarmanna. Það þótti sjálfsagt upp úr aldamótunum 1900 að veita listamönnum brautargengi þrátt fyrir að við sem þjóð hefðum ekki mikið á milli handanna. Í þá daga var nánast enginn myndlistarmaður í fullu starfi sem slíkur. Við áttum engin söfn, engin gallerí og hægt var að telja styttur bæjarins á fingrum annarrar handar. Margt hefur breyst til batnaðar frá þeim tíma, ekki síst vegna þess að við höfum vanist því að þykja listin sjálfsagður hluti af lífi okkar. Mesti stuðningurinn sem hægt er að veita myndlistarflórunni á Íslandi felst nefnilega ekki bara í fjárveitingu (þótt hún sé alltaf velkomin) heldur einnig í virðingu og þakklæti. Myndlistin er nefnilega ekki afgangsstærð, hún er ekki bara til skrauts eða fegrunar, heldur getur hún fengið okkur til að sjá lífið í kringum okkur í nýju ljósi þegar vel tekst til. Þegar myndlistarmanni tekst að hreyfa við okkur með verkum sínum þá á hann alla okkar virðingu skilið. Það er alls ekki sjálfsagt að þetta lítil þjóð geti verið með jafn ríka flóru af myndlist og raun ber vitni. Ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að sá veruleiki sé varanlegur. Hann getur gerbreyst ef við hlúum ekki nógu vel að honum. Til að varðveita og jafnvel efla íslenska myndlist enn frekar þurfum við að taka höndum saman. Hvert og eitt okkar þarf að mæta myndlistinni með opnum hug. Í þessu felst ekki áskorun um að lofsama allt sem fyrir augu ber, heldur hvatning til að staldra við og vera undir það búinn að eitthvað sé ekki alveg eins og það sýnist. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 1.nóvember 2014www.dagurmyndlistar.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Finnsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. Við fyrstu sýn er það í raun ekki augljóst hvort um listaverk sé að ræða. Flestir keyra eflaust framhjá því daglega, í og úr vinnu, án þess að gefa því nokkurn gaum. Ástæðan er sú að verkið samanstendur af handslípuðum granítsteinum inni í sjálfri strandlengjunni, rétt eins og þeir séu sjálfsagður hluti af henni. Það er aðeins við nánari skoðun - þegar maður staldrar við verkið - sem maður áttar sig á því að eitthvað er ekki alveg eins og það sýnist. Ég hugsa stundum um Fjöruverk Sigurðar þegar ég velti fyrir mér hlutverki myndlistar og hvernig almenningur upplifir myndlist í sínu daglega lífi. Einhvers konar myndlist verður á vegi okkar næstum daglega. Það getur verið listaverk í almannarými eins og Fjöruverkið eða stytta af Leifi Eiríkssyni, málverk í andyrri vinnustaðar þíns eða lítil teikning í stofunni heima hjá þér og auðvitað hafa öll þessi listaverk mismikil áhrif. Þrátt fyrir þetta mikla framboð á myndlist verður hins vegar að segjast að það virðast ekki margir hafa neinn sérstakan áhuga á henni. Þetta segi ég vegna þess að ég heyri mjög sjaldan almenna umræðu um myndlist. Ef hún á sér einhvern tímann stað þá er það yfirleitt um miðjan janúar þegar það er opinberað hverjir fái úthlutað listamannalaunum. Þá tekur yfirleitt við sama gamla rausið um að listamenn „nenni ekki að vinna alvöru vinnu“ og þar fram eftir götunum. Vissulega er það ekki skoðun allra að listamenn séu einhvers konar afætur á samfélaginu, en það segir ýmislegt um afstöðu þjóðarinnar gagnvart menningunni þegar svona stórum hópi finnst sjálfsagt að gera lítið úr óeigingjörnu starfi íslenskra myndlistarmanna. Það þótti sjálfsagt upp úr aldamótunum 1900 að veita listamönnum brautargengi þrátt fyrir að við sem þjóð hefðum ekki mikið á milli handanna. Í þá daga var nánast enginn myndlistarmaður í fullu starfi sem slíkur. Við áttum engin söfn, engin gallerí og hægt var að telja styttur bæjarins á fingrum annarrar handar. Margt hefur breyst til batnaðar frá þeim tíma, ekki síst vegna þess að við höfum vanist því að þykja listin sjálfsagður hluti af lífi okkar. Mesti stuðningurinn sem hægt er að veita myndlistarflórunni á Íslandi felst nefnilega ekki bara í fjárveitingu (þótt hún sé alltaf velkomin) heldur einnig í virðingu og þakklæti. Myndlistin er nefnilega ekki afgangsstærð, hún er ekki bara til skrauts eða fegrunar, heldur getur hún fengið okkur til að sjá lífið í kringum okkur í nýju ljósi þegar vel tekst til. Þegar myndlistarmanni tekst að hreyfa við okkur með verkum sínum þá á hann alla okkar virðingu skilið. Það er alls ekki sjálfsagt að þetta lítil þjóð geti verið með jafn ríka flóru af myndlist og raun ber vitni. Ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að sá veruleiki sé varanlegur. Hann getur gerbreyst ef við hlúum ekki nógu vel að honum. Til að varðveita og jafnvel efla íslenska myndlist enn frekar þurfum við að taka höndum saman. Hvert og eitt okkar þarf að mæta myndlistinni með opnum hug. Í þessu felst ekki áskorun um að lofsama allt sem fyrir augu ber, heldur hvatning til að staldra við og vera undir það búinn að eitthvað sé ekki alveg eins og það sýnist. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 1.nóvember 2014www.dagurmyndlistar.is
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun