„Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2014 12:30 „Ég fór út 4. júlí og átti upphaflega bara að vera til 7.september. Þetta átti þess vegna bara að vera stutt ævintýri í reynslubankann. Það hefur gengið vel og tónleikunum mínum hefur verið tekið mjög vel. Þeir lengdu þess vegna samninginn til 14. nóvember,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme sem hefur síðustu mánuði skemmt gestum á skemmtiferðaskipi Disney. Greta hefur spilað fyrir allt að fjögur þúsund manns á skipinu. „Prógrammið mitt er mismunandi hvern dag. Ég er með stóra showið mitt einu sinni í viku. Þar er ég með fjörtíu og fimm mínútna tónleika í leikhúsinu hérna. Ég er ein á sviðinu og syng og spila bæði lög eftir mig og aðra,“ segir Greta. Hún segist aldrei finna fyrir einmanaleika á skipinu.Leikhúsið á skipinu.„Það er búið að vera mjög áhugavert að kynnast lífinu á skipinu en þetta var samt tiltölulega auðvelt aðlögunarferli. Þeir hjá Disney hafa verið mjög góðir við mig og séð til þess að manni líði sem allra best hérna. Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli. Ég hef kynnst frábæru fólki hérna og eignast frábæra vini og samstarfsfélaga. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi þannig að það er mjög erfitt að láta sér leiðast hérna,“ segir söngkonan en bætir við að stundum blossi heimþráin upp. „Ég sakna allra heima og það er mjög erfitt að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldunni, kærastanum og vinunum. Það er hins vegar gott að finna fyrir söknuði vegna þess að það er góð áminning um hvað maður hefur það gott. Ég sakna veðurfarsins heima hins vegar ekki neitt,“ segir hún og hlær. Greta fær mjög mikinn frítíma á skipinu og reynir að nýta hann eins og hún getur. „Ég er í fríi allan daginn og spila bara á kvöldin nema þegar ég er með frídag. Við erum með frábæra æfingaraðstöðu hérna með flygli og þar hef ég sett upp heimastúdíóið mitt. Ég reyni að nota tímann vel og semja og æfa mig. Annars er ég annað hvort í Flórída eða á Bahamas þannig að ég fer oft á ströndina eða geri eitthvað annað skemmtilegt í góða veðrinu,“ segir hún. En hefur eitthvað eftirminnilegt gerst á skipinu?Greta nýtur þess að ferðast um með skipinu.„Það er svo margt skemmtilegt búið að gerast. Meðal annars er ég búin að fara í fallhlífarstökk, snorkla, keyra á vespu um Bahamas og svo framvegis. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi en eftirminnilegustu augnablikin eru samt þegar ég er með tónleikana mína hérna um borð. Það er svo magnað að fá að gera þetta og í hvert skipti er ég jafn hissa á að þetta sé raunverulega að gerast. Þetta er að mörgu leiti besta gigg í heimi.“ Þegar dvölinni á skipinu lýkur kemur Greta heim og dembir sér í jólavertíðina. Þá ætlar hún líka að taka upp nýtt efni í stúdíói. En eru fleiri verkefni svipuð dvölinni á skipinu í pípunum „Já, ég get ekki sagt mikið eins og er en næsta ár lítur vægast sagt spennandi út.“ En verður Greta rík af þessu verkefni hjá Disney? „Ég held að það fari allt eftir því hvernig maður skilgreinir orðið rík. Ég má ekki ræða launin en ég get sagt að þetta er eitthvað sem ég get ekki hafnað og ég gæti ekki verið ánægðari.“ Tengdar fréttir Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég fór út 4. júlí og átti upphaflega bara að vera til 7.september. Þetta átti þess vegna bara að vera stutt ævintýri í reynslubankann. Það hefur gengið vel og tónleikunum mínum hefur verið tekið mjög vel. Þeir lengdu þess vegna samninginn til 14. nóvember,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme sem hefur síðustu mánuði skemmt gestum á skemmtiferðaskipi Disney. Greta hefur spilað fyrir allt að fjögur þúsund manns á skipinu. „Prógrammið mitt er mismunandi hvern dag. Ég er með stóra showið mitt einu sinni í viku. Þar er ég með fjörtíu og fimm mínútna tónleika í leikhúsinu hérna. Ég er ein á sviðinu og syng og spila bæði lög eftir mig og aðra,“ segir Greta. Hún segist aldrei finna fyrir einmanaleika á skipinu.Leikhúsið á skipinu.„Það er búið að vera mjög áhugavert að kynnast lífinu á skipinu en þetta var samt tiltölulega auðvelt aðlögunarferli. Þeir hjá Disney hafa verið mjög góðir við mig og séð til þess að manni líði sem allra best hérna. Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli. Ég hef kynnst frábæru fólki hérna og eignast frábæra vini og samstarfsfélaga. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi þannig að það er mjög erfitt að láta sér leiðast hérna,“ segir söngkonan en bætir við að stundum blossi heimþráin upp. „Ég sakna allra heima og það er mjög erfitt að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldunni, kærastanum og vinunum. Það er hins vegar gott að finna fyrir söknuði vegna þess að það er góð áminning um hvað maður hefur það gott. Ég sakna veðurfarsins heima hins vegar ekki neitt,“ segir hún og hlær. Greta fær mjög mikinn frítíma á skipinu og reynir að nýta hann eins og hún getur. „Ég er í fríi allan daginn og spila bara á kvöldin nema þegar ég er með frídag. Við erum með frábæra æfingaraðstöðu hérna með flygli og þar hef ég sett upp heimastúdíóið mitt. Ég reyni að nota tímann vel og semja og æfa mig. Annars er ég annað hvort í Flórída eða á Bahamas þannig að ég fer oft á ströndina eða geri eitthvað annað skemmtilegt í góða veðrinu,“ segir hún. En hefur eitthvað eftirminnilegt gerst á skipinu?Greta nýtur þess að ferðast um með skipinu.„Það er svo margt skemmtilegt búið að gerast. Meðal annars er ég búin að fara í fallhlífarstökk, snorkla, keyra á vespu um Bahamas og svo framvegis. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi en eftirminnilegustu augnablikin eru samt þegar ég er með tónleikana mína hérna um borð. Það er svo magnað að fá að gera þetta og í hvert skipti er ég jafn hissa á að þetta sé raunverulega að gerast. Þetta er að mörgu leiti besta gigg í heimi.“ Þegar dvölinni á skipinu lýkur kemur Greta heim og dembir sér í jólavertíðina. Þá ætlar hún líka að taka upp nýtt efni í stúdíói. En eru fleiri verkefni svipuð dvölinni á skipinu í pípunum „Já, ég get ekki sagt mikið eins og er en næsta ár lítur vægast sagt spennandi út.“ En verður Greta rík af þessu verkefni hjá Disney? „Ég held að það fari allt eftir því hvernig maður skilgreinir orðið rík. Ég má ekki ræða launin en ég get sagt að þetta er eitthvað sem ég get ekki hafnað og ég gæti ekki verið ánægðari.“
Tengdar fréttir Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp