Kári: Vildi frekar spila á móti þeim en Jóni Daða og Kolla Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2014 21:41 Kári Árnason fórnar sér í kvöld. vísir/villi Kári Árnason átti stórleik í hjarta varnar íslenska landsliðsins í sigrinum á Hollandi í kvöld og náði ásamt Ragnar Sigurðssyni að halda Robin van Persie niðri í leiknum á afmælisdaginn sinn. „Þetta er lýginni líkast. Þetta var liðsheildar sigur. Þeir skapa tvö færi og annað þeirra var kolrangstæða. Annars var þetta sterkt. Ég hefði frekar viljað spila á móti þeim en Jóni Daða (Böðvarssyni) og Kolla (Kolbeini Sigþórssyni),“ sagði Kári Árnason. „Við lögðum hann taktískt rétt upp. Við biðum eftir þeim og pressuðum þegar það átti við. Svo vorum við sterkir til baka og þeir sköpuðu fá færi á meðan við náðum að skapa hættu með skyndisóknum. „Við vorum kannski ekki bestir á bolta í öftustu línunni í kvöld en það skipti svo sem ekki máli. Við héldum hreinu og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kári. Ísland var 2-0 yfir í hálfleik og snérist hálfleiksræða Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar um að halda ró sinni. „Þeir sögðu okkur bara að róa okkur niður og spila nákvæmlega eins og við gerðum í fyrri hálfleik. „Við vorum svo þéttir inni á miðsvæðinu líka. Það var erfiðara að spila boltanum aftur fyrir okkur þegar við féllum aftar. Við héldum línunni í réttri hæð allan leikinn fannst mér miðað við hvernig hann spilaðist,“ sagði Kári sem bjóst alveg eins við því að liðið væri með níu stig eftir þrjá fyrstu leikina. „Við vissum alveg að þetta væri hægt. Við vitum alveg hversu gott þetta lið er þegar við spilum okkar besta leik. Við hefðum tekið sjö stig fyrirfram en níu stig er betra.“ Kári hélt upp afmælið sitt í kvöld og man kannski eftir einni afmælisgjöf sem er betri en frammistaðan og sigurinn. „Ég held það bara fyrir utan skó sem ég fékk þegar ég var tíu ára,“ sagði afmælisbarnið. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Kári Árnason átti stórleik í hjarta varnar íslenska landsliðsins í sigrinum á Hollandi í kvöld og náði ásamt Ragnar Sigurðssyni að halda Robin van Persie niðri í leiknum á afmælisdaginn sinn. „Þetta er lýginni líkast. Þetta var liðsheildar sigur. Þeir skapa tvö færi og annað þeirra var kolrangstæða. Annars var þetta sterkt. Ég hefði frekar viljað spila á móti þeim en Jóni Daða (Böðvarssyni) og Kolla (Kolbeini Sigþórssyni),“ sagði Kári Árnason. „Við lögðum hann taktískt rétt upp. Við biðum eftir þeim og pressuðum þegar það átti við. Svo vorum við sterkir til baka og þeir sköpuðu fá færi á meðan við náðum að skapa hættu með skyndisóknum. „Við vorum kannski ekki bestir á bolta í öftustu línunni í kvöld en það skipti svo sem ekki máli. Við héldum hreinu og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kári. Ísland var 2-0 yfir í hálfleik og snérist hálfleiksræða Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar um að halda ró sinni. „Þeir sögðu okkur bara að róa okkur niður og spila nákvæmlega eins og við gerðum í fyrri hálfleik. „Við vorum svo þéttir inni á miðsvæðinu líka. Það var erfiðara að spila boltanum aftur fyrir okkur þegar við féllum aftar. Við héldum línunni í réttri hæð allan leikinn fannst mér miðað við hvernig hann spilaðist,“ sagði Kári sem bjóst alveg eins við því að liðið væri með níu stig eftir þrjá fyrstu leikina. „Við vissum alveg að þetta væri hægt. Við vitum alveg hversu gott þetta lið er þegar við spilum okkar besta leik. Við hefðum tekið sjö stig fyrirfram en níu stig er betra.“ Kári hélt upp afmælið sitt í kvöld og man kannski eftir einni afmælisgjöf sem er betri en frammistaðan og sigurinn. „Ég held það bara fyrir utan skó sem ég fékk þegar ég var tíu ára,“ sagði afmælisbarnið.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira