Sverrir: Ætlum að vera duglegri að halda boltanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2014 12:00 Strákarnir voru léttir á æfingunni í gær. Vísir/Pjetur „Það er mikill spenningur og tilhlökkun í liðinu. Við spiluðum hörkufínan leik gegn þeim á föstudaginn og við ætlum að gera það sama á morgun (í dag), nema kannski að halda boltanum betur og skapa okkur fleiri færi,“ sagði Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði U-21 árs landsliðsins, í samtali við Vísi fyrir æfingu liðsins í Egilshöll í gær. Ísland mætir sem kunnugt er Danmörku í seinni leik liðanna um laust sæti á EM 2015 í Tékklandi á Laugardalsvelli í dag, en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Álaborg. „Við erum búnir að skoða hvað við gerðum vel í leiknum ytra og hvað við megum gera betur. Við erum búnir að rýna í það hvaða möguleika við höfum þegar við vinnum boltann og hvað við getum gert betur þar. Við vonumst til að halda sama aga og spila svipaðan varnarleik, en nýta sóknarmöguleikana betur,“ sagði Sverrir, en voru leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins sáttir með leikinn úti í Álaborg? „Við erum ekkert í þessu til að gera menn ánægða hér og þar. Við erum bara í þessu til að reyna að komast áfram. Og þegar þú ert kominn í umspil fyrir lokamót gerirðu allt sem í þínu valdi stendur til að komast áfram, sama hvernig þú ferð að því. „Við vissum að Danirnir væru með frábært lið og þeir skoruðu liða mest í undankeppninni. Við þurftum að vera agaðir, en þegar leið á leikinn náðu þeir að ýta okkur aðeins of aftarlega,“ sagði fyrirliðinn sem vill sjá íslenska liðið halda boltanum betur í seinni leiknum. „Við ætlum að vera duglegri að halda í boltann þegar við vinnum hann. Það mun gerast, við erum fullvissir um það. Svo þurfum við að nýta föst leikatriði betur og við fáum líklega fleiri slík tækifæri á morgun (í dag). Ein hornspyrna til eða frá getur skipt sköpum.“ Sverrir, sem leikur með Viking í norsku úrvalsdeildinni, vonast eftir góðum stuðningi áhorfenda, svipuðum og þegar Ísland mætti Frakklandi í riðlakeppninni fyrir ári síðan. „Það var frábært að sjá hversu margir mættu til að styðja okkur þá. Við höfum sýnt það í undankeppninni að við getum skorað á móti bestu þjóðunum. Við skoruðum þrjú mörk á móti Frökkum og sóttum vel í þeim leik. Við fengum mörg góð tækifæri á móti einu besta liði heims í þessum árgangi. „Við erum allir orðnir betri leikmenn síðan þá og við erum betra lið. Við erum spenntir fyrir leiknum,“ sagði Sverrir að endingu. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tvö marksækin lið mætast í Álaborg Seinna í dag mætast U-21 árs lið Íslands og Danmerkur í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 í Tékklandi. 10. október 2014 13:00 Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-0 | Allt opið í rimmunni við Dani Ísland sækir Dani heim í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 í Tékklandi. 10. október 2014 12:59 Eyjólfur: Skilst að þeir séu klárir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs liðsins, segir að liðið muni æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Dönum. 13. október 2014 14:39 Hólmbert: Tók á að verjast svona mikið "Þetta þarf maður stundum að gera þegar maður er að spila á útivelli gegn mjög góðu liði," segir framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson og glotti eftir markalausa jafnteflið í Álaborg í kvöld. 10. október 2014 18:35 Guðmundur: Annað hugarfar á útivelli "Ég hefði oft á tíðum viljað sjá okkur halda boltanum betur í leiknum. Það voru mikil hlaup um allan völl en á miðjunni var þetta sérstaklega erfitt," sagði miðjumaðurinn Guðmundur Þórarinsson eftir markalausa jafntefli gegn Dönum í Álaborg í kvöld. 10. október 2014 19:08 Ólafur Karl: Erfitt að glíma við Scholz "Þetta var erfitt enda okkar áætlun að verjast. Ég ætlaði ekkert að fara á móti því," sagði Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen eftir leik Danmerkur og Íslands í Álaborg. 10. október 2014 19:17 Myndaveisla frá æfingu U-21 árs landsliðsins Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta æfði í Egilshöll í dag, en strákarnir undirbúa sig nú fyrir seinni leikinn gegn Danmörku í umspili um sæti á EM 2015. 13. október 2014 16:15 Enginn leikmaður svindlaði allan leikinn Hið sókndjarfa U-21 árs lið Dana hafði nánast skorað að vild í undankeppni EM en átti engin svör við sterkum varnarleik Íslands í Álaborg í gær. Rimma liðanna um laust sæti á EM er galopin eftir markalaust jafntefli. 11. október 2014 06:00 Tómas Ingi: Gefum ekkert upp um það U21 árs landsliðið í meiðslavandræðum fyrir stórleikinn gegn Dönum í dag. 10. október 2014 11:00 Vildi hasar og ég fékk hasar Brynjar Gauti Guðjónsson var gríðarlega sáttur við leikinn gegn Dönum í gær. 11. október 2014 08:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
„Það er mikill spenningur og tilhlökkun í liðinu. Við spiluðum hörkufínan leik gegn þeim á föstudaginn og við ætlum að gera það sama á morgun (í dag), nema kannski að halda boltanum betur og skapa okkur fleiri færi,“ sagði Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði U-21 árs landsliðsins, í samtali við Vísi fyrir æfingu liðsins í Egilshöll í gær. Ísland mætir sem kunnugt er Danmörku í seinni leik liðanna um laust sæti á EM 2015 í Tékklandi á Laugardalsvelli í dag, en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Álaborg. „Við erum búnir að skoða hvað við gerðum vel í leiknum ytra og hvað við megum gera betur. Við erum búnir að rýna í það hvaða möguleika við höfum þegar við vinnum boltann og hvað við getum gert betur þar. Við vonumst til að halda sama aga og spila svipaðan varnarleik, en nýta sóknarmöguleikana betur,“ sagði Sverrir, en voru leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins sáttir með leikinn úti í Álaborg? „Við erum ekkert í þessu til að gera menn ánægða hér og þar. Við erum bara í þessu til að reyna að komast áfram. Og þegar þú ert kominn í umspil fyrir lokamót gerirðu allt sem í þínu valdi stendur til að komast áfram, sama hvernig þú ferð að því. „Við vissum að Danirnir væru með frábært lið og þeir skoruðu liða mest í undankeppninni. Við þurftum að vera agaðir, en þegar leið á leikinn náðu þeir að ýta okkur aðeins of aftarlega,“ sagði fyrirliðinn sem vill sjá íslenska liðið halda boltanum betur í seinni leiknum. „Við ætlum að vera duglegri að halda í boltann þegar við vinnum hann. Það mun gerast, við erum fullvissir um það. Svo þurfum við að nýta föst leikatriði betur og við fáum líklega fleiri slík tækifæri á morgun (í dag). Ein hornspyrna til eða frá getur skipt sköpum.“ Sverrir, sem leikur með Viking í norsku úrvalsdeildinni, vonast eftir góðum stuðningi áhorfenda, svipuðum og þegar Ísland mætti Frakklandi í riðlakeppninni fyrir ári síðan. „Það var frábært að sjá hversu margir mættu til að styðja okkur þá. Við höfum sýnt það í undankeppninni að við getum skorað á móti bestu þjóðunum. Við skoruðum þrjú mörk á móti Frökkum og sóttum vel í þeim leik. Við fengum mörg góð tækifæri á móti einu besta liði heims í þessum árgangi. „Við erum allir orðnir betri leikmenn síðan þá og við erum betra lið. Við erum spenntir fyrir leiknum,“ sagði Sverrir að endingu.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tvö marksækin lið mætast í Álaborg Seinna í dag mætast U-21 árs lið Íslands og Danmerkur í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 í Tékklandi. 10. október 2014 13:00 Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-0 | Allt opið í rimmunni við Dani Ísland sækir Dani heim í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 í Tékklandi. 10. október 2014 12:59 Eyjólfur: Skilst að þeir séu klárir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs liðsins, segir að liðið muni æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Dönum. 13. október 2014 14:39 Hólmbert: Tók á að verjast svona mikið "Þetta þarf maður stundum að gera þegar maður er að spila á útivelli gegn mjög góðu liði," segir framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson og glotti eftir markalausa jafnteflið í Álaborg í kvöld. 10. október 2014 18:35 Guðmundur: Annað hugarfar á útivelli "Ég hefði oft á tíðum viljað sjá okkur halda boltanum betur í leiknum. Það voru mikil hlaup um allan völl en á miðjunni var þetta sérstaklega erfitt," sagði miðjumaðurinn Guðmundur Þórarinsson eftir markalausa jafntefli gegn Dönum í Álaborg í kvöld. 10. október 2014 19:08 Ólafur Karl: Erfitt að glíma við Scholz "Þetta var erfitt enda okkar áætlun að verjast. Ég ætlaði ekkert að fara á móti því," sagði Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen eftir leik Danmerkur og Íslands í Álaborg. 10. október 2014 19:17 Myndaveisla frá æfingu U-21 árs landsliðsins Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta æfði í Egilshöll í dag, en strákarnir undirbúa sig nú fyrir seinni leikinn gegn Danmörku í umspili um sæti á EM 2015. 13. október 2014 16:15 Enginn leikmaður svindlaði allan leikinn Hið sókndjarfa U-21 árs lið Dana hafði nánast skorað að vild í undankeppni EM en átti engin svör við sterkum varnarleik Íslands í Álaborg í gær. Rimma liðanna um laust sæti á EM er galopin eftir markalaust jafntefli. 11. október 2014 06:00 Tómas Ingi: Gefum ekkert upp um það U21 árs landsliðið í meiðslavandræðum fyrir stórleikinn gegn Dönum í dag. 10. október 2014 11:00 Vildi hasar og ég fékk hasar Brynjar Gauti Guðjónsson var gríðarlega sáttur við leikinn gegn Dönum í gær. 11. október 2014 08:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Tvö marksækin lið mætast í Álaborg Seinna í dag mætast U-21 árs lið Íslands og Danmerkur í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 í Tékklandi. 10. október 2014 13:00
Umfjöllun: Danmörk - Ísland 0-0 | Allt opið í rimmunni við Dani Ísland sækir Dani heim í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM 2015 í Tékklandi. 10. október 2014 12:59
Eyjólfur: Skilst að þeir séu klárir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs liðsins, segir að liðið muni æfa vítaspyrnur fyrir leikinn gegn Dönum. 13. október 2014 14:39
Hólmbert: Tók á að verjast svona mikið "Þetta þarf maður stundum að gera þegar maður er að spila á útivelli gegn mjög góðu liði," segir framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson og glotti eftir markalausa jafnteflið í Álaborg í kvöld. 10. október 2014 18:35
Guðmundur: Annað hugarfar á útivelli "Ég hefði oft á tíðum viljað sjá okkur halda boltanum betur í leiknum. Það voru mikil hlaup um allan völl en á miðjunni var þetta sérstaklega erfitt," sagði miðjumaðurinn Guðmundur Þórarinsson eftir markalausa jafntefli gegn Dönum í Álaborg í kvöld. 10. október 2014 19:08
Ólafur Karl: Erfitt að glíma við Scholz "Þetta var erfitt enda okkar áætlun að verjast. Ég ætlaði ekkert að fara á móti því," sagði Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen eftir leik Danmerkur og Íslands í Álaborg. 10. október 2014 19:17
Myndaveisla frá æfingu U-21 árs landsliðsins Íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta æfði í Egilshöll í dag, en strákarnir undirbúa sig nú fyrir seinni leikinn gegn Danmörku í umspili um sæti á EM 2015. 13. október 2014 16:15
Enginn leikmaður svindlaði allan leikinn Hið sókndjarfa U-21 árs lið Dana hafði nánast skorað að vild í undankeppni EM en átti engin svör við sterkum varnarleik Íslands í Álaborg í gær. Rimma liðanna um laust sæti á EM er galopin eftir markalaust jafntefli. 11. október 2014 06:00
Tómas Ingi: Gefum ekkert upp um það U21 árs landsliðið í meiðslavandræðum fyrir stórleikinn gegn Dönum í dag. 10. október 2014 11:00
Vildi hasar og ég fékk hasar Brynjar Gauti Guðjónsson var gríðarlega sáttur við leikinn gegn Dönum í gær. 11. október 2014 08:00