Pétur: Hann hefur verið á pöbbnum þegar leikskipulagið var rætt Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. október 2014 16:27 Pétur Pétursson, Ólafur Jóhannesson og Arnór Smárason. vísir Pétur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins undir stjórn ÓlafsJóhannessonar, er verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænska blaðinu HelsingborgsDagblad. Tvímenningarnir sögðu umhverfið í kringum íslenska landsliðið hafa breyst verulega með innkomu Lars Lagerbäck, en áður fyrr hafi menn einfaldlega mætt í landsliðsverkefni til að hitta vini og fjölskyldu og fara á krána. Meira um það má lesa hér. „Ég man nú ekki eftir að Guðlaugur Victor hafi verið valinn hjá okkur,“ segir Pétur við Vísi, en Victor tekur fram í viðtalinu að hann hafi heyrt þetta frá öðrum strákum sem eru í liðinu núna. Arnór Smárason segir svo: „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ Pétur er algjörlega ósammála og skilur ekki hvað Arnór á við með þessum orðum. „Þetta kemur mér rosalega á óvart og mér finnst skrítið að sjá hann tjá sig svona um liðsfélaga sína sem hann er að drulla yfir þarna. Hann er að segja þá ekki hafa hugarfar til að spila fyrir íslenska landsliðið nema fara á pöbbinn,“ segir Pétur í samtali við Vísi í dag.Guðlaugur Victor Pálsson.vísir/gettyHvað varðar leikskipulagið eða skort á því segir Pétur: „Arnór hefur sennilega farið á pöbbinn þegar leikskipulagið var rætt og ekki komist á fundinn.“ Hann bætir við: „Eins og allir vita er Ólafur Jóhannesson harður á aga að öllu leyti og það var aldrei neitt vesen með áfengi þegar við vorum með liðið. Þegar allt var búið og leikirnir búnir gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Í viðtalinu segir Arnór að æfingar hafi bara snúist um að ungir spiluðu á móti gömlum og lítil alvara í undirbúnignum. „Það er hefð hjá íslenska landsliðinu og hefur alltaf verið að spila ungir-gamlir þegar liðið hittist. Það er bara skemmtileg hefð til að koma mönnum af stað, og síðan er farið í leikskipulagið. Arnór hefur sennilega bara verið á pöbbnum og misst af því,“ segir Pétur. Pétri kemur á óvart hvernig Arnór talar um Ólaf sem gaf honum tækifæri í landsliðinu, en skilur betur hvernig staða hans á atvinnumannaferlinum er þegar hann les svona viðtöl. „Arnór fékk nú séns hjá Óla sem gaf honum mikið traust. Ef þetta er hugarfarið þá er ég ekki hissa á að menn hafi náð árangri. Við Ólafur unnum af heilindum með landsliðið,“ segir Pétur, sem segir það særa að sjá svona ummæli. „Það særir þegar menn tala ekki rétt. Menn geta gagnrýnt hlutina á réttan hátt eins og þeir vilja, en þegar menn beinlínis ljúga og bulla þá mun ég svara. Mér er ekki skemmt að sjá svona því þetta var ekki það sem var í gangi.“ „Ég held nú að svona viðtal hljóti að dæma sig sjálft. Þeir fá varla prik fyrir þetta og ég get ekki ímyndað mér annað en hugarfarið hjá þeim sé eins núna. Þeir hljóta bara að vilja koma í landsliðið til að fara á pöbbinn.“ „Þessir leikmenn hafa verið að ganga á milli liða og aldrei fest sig í sessi. Það kemur ekki mikið á óvart þegar hugarfarið er svona,“ segir Pétur Pétursson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Fleiri fréttir „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Sjá meira
Pétur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins undir stjórn ÓlafsJóhannessonar, er verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænska blaðinu HelsingborgsDagblad. Tvímenningarnir sögðu umhverfið í kringum íslenska landsliðið hafa breyst verulega með innkomu Lars Lagerbäck, en áður fyrr hafi menn einfaldlega mætt í landsliðsverkefni til að hitta vini og fjölskyldu og fara á krána. Meira um það má lesa hér. „Ég man nú ekki eftir að Guðlaugur Victor hafi verið valinn hjá okkur,“ segir Pétur við Vísi, en Victor tekur fram í viðtalinu að hann hafi heyrt þetta frá öðrum strákum sem eru í liðinu núna. Arnór Smárason segir svo: „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ Pétur er algjörlega ósammála og skilur ekki hvað Arnór á við með þessum orðum. „Þetta kemur mér rosalega á óvart og mér finnst skrítið að sjá hann tjá sig svona um liðsfélaga sína sem hann er að drulla yfir þarna. Hann er að segja þá ekki hafa hugarfar til að spila fyrir íslenska landsliðið nema fara á pöbbinn,“ segir Pétur í samtali við Vísi í dag.Guðlaugur Victor Pálsson.vísir/gettyHvað varðar leikskipulagið eða skort á því segir Pétur: „Arnór hefur sennilega farið á pöbbinn þegar leikskipulagið var rætt og ekki komist á fundinn.“ Hann bætir við: „Eins og allir vita er Ólafur Jóhannesson harður á aga að öllu leyti og það var aldrei neitt vesen með áfengi þegar við vorum með liðið. Þegar allt var búið og leikirnir búnir gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Í viðtalinu segir Arnór að æfingar hafi bara snúist um að ungir spiluðu á móti gömlum og lítil alvara í undirbúnignum. „Það er hefð hjá íslenska landsliðinu og hefur alltaf verið að spila ungir-gamlir þegar liðið hittist. Það er bara skemmtileg hefð til að koma mönnum af stað, og síðan er farið í leikskipulagið. Arnór hefur sennilega bara verið á pöbbnum og misst af því,“ segir Pétur. Pétri kemur á óvart hvernig Arnór talar um Ólaf sem gaf honum tækifæri í landsliðinu, en skilur betur hvernig staða hans á atvinnumannaferlinum er þegar hann les svona viðtöl. „Arnór fékk nú séns hjá Óla sem gaf honum mikið traust. Ef þetta er hugarfarið þá er ég ekki hissa á að menn hafi náð árangri. Við Ólafur unnum af heilindum með landsliðið,“ segir Pétur, sem segir það særa að sjá svona ummæli. „Það særir þegar menn tala ekki rétt. Menn geta gagnrýnt hlutina á réttan hátt eins og þeir vilja, en þegar menn beinlínis ljúga og bulla þá mun ég svara. Mér er ekki skemmt að sjá svona því þetta var ekki það sem var í gangi.“ „Ég held nú að svona viðtal hljóti að dæma sig sjálft. Þeir fá varla prik fyrir þetta og ég get ekki ímyndað mér annað en hugarfarið hjá þeim sé eins núna. Þeir hljóta bara að vilja koma í landsliðið til að fara á pöbbinn.“ „Þessir leikmenn hafa verið að ganga á milli liða og aldrei fest sig í sessi. Það kemur ekki mikið á óvart þegar hugarfarið er svona,“ segir Pétur Pétursson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Fleiri fréttir „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Sjá meira
Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36
„Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14