Pétur: Hann hefur verið á pöbbnum þegar leikskipulagið var rætt Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. október 2014 16:27 Pétur Pétursson, Ólafur Jóhannesson og Arnór Smárason. vísir Pétur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins undir stjórn ÓlafsJóhannessonar, er verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænska blaðinu HelsingborgsDagblad. Tvímenningarnir sögðu umhverfið í kringum íslenska landsliðið hafa breyst verulega með innkomu Lars Lagerbäck, en áður fyrr hafi menn einfaldlega mætt í landsliðsverkefni til að hitta vini og fjölskyldu og fara á krána. Meira um það má lesa hér. „Ég man nú ekki eftir að Guðlaugur Victor hafi verið valinn hjá okkur,“ segir Pétur við Vísi, en Victor tekur fram í viðtalinu að hann hafi heyrt þetta frá öðrum strákum sem eru í liðinu núna. Arnór Smárason segir svo: „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ Pétur er algjörlega ósammála og skilur ekki hvað Arnór á við með þessum orðum. „Þetta kemur mér rosalega á óvart og mér finnst skrítið að sjá hann tjá sig svona um liðsfélaga sína sem hann er að drulla yfir þarna. Hann er að segja þá ekki hafa hugarfar til að spila fyrir íslenska landsliðið nema fara á pöbbinn,“ segir Pétur í samtali við Vísi í dag.Guðlaugur Victor Pálsson.vísir/gettyHvað varðar leikskipulagið eða skort á því segir Pétur: „Arnór hefur sennilega farið á pöbbinn þegar leikskipulagið var rætt og ekki komist á fundinn.“ Hann bætir við: „Eins og allir vita er Ólafur Jóhannesson harður á aga að öllu leyti og það var aldrei neitt vesen með áfengi þegar við vorum með liðið. Þegar allt var búið og leikirnir búnir gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Í viðtalinu segir Arnór að æfingar hafi bara snúist um að ungir spiluðu á móti gömlum og lítil alvara í undirbúnignum. „Það er hefð hjá íslenska landsliðinu og hefur alltaf verið að spila ungir-gamlir þegar liðið hittist. Það er bara skemmtileg hefð til að koma mönnum af stað, og síðan er farið í leikskipulagið. Arnór hefur sennilega bara verið á pöbbnum og misst af því,“ segir Pétur. Pétri kemur á óvart hvernig Arnór talar um Ólaf sem gaf honum tækifæri í landsliðinu, en skilur betur hvernig staða hans á atvinnumannaferlinum er þegar hann les svona viðtöl. „Arnór fékk nú séns hjá Óla sem gaf honum mikið traust. Ef þetta er hugarfarið þá er ég ekki hissa á að menn hafi náð árangri. Við Ólafur unnum af heilindum með landsliðið,“ segir Pétur, sem segir það særa að sjá svona ummæli. „Það særir þegar menn tala ekki rétt. Menn geta gagnrýnt hlutina á réttan hátt eins og þeir vilja, en þegar menn beinlínis ljúga og bulla þá mun ég svara. Mér er ekki skemmt að sjá svona því þetta var ekki það sem var í gangi.“ „Ég held nú að svona viðtal hljóti að dæma sig sjálft. Þeir fá varla prik fyrir þetta og ég get ekki ímyndað mér annað en hugarfarið hjá þeim sé eins núna. Þeir hljóta bara að vilja koma í landsliðið til að fara á pöbbinn.“ „Þessir leikmenn hafa verið að ganga á milli liða og aldrei fest sig í sessi. Það kemur ekki mikið á óvart þegar hugarfarið er svona,“ segir Pétur Pétursson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira
Pétur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins undir stjórn ÓlafsJóhannessonar, er verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænska blaðinu HelsingborgsDagblad. Tvímenningarnir sögðu umhverfið í kringum íslenska landsliðið hafa breyst verulega með innkomu Lars Lagerbäck, en áður fyrr hafi menn einfaldlega mætt í landsliðsverkefni til að hitta vini og fjölskyldu og fara á krána. Meira um það má lesa hér. „Ég man nú ekki eftir að Guðlaugur Victor hafi verið valinn hjá okkur,“ segir Pétur við Vísi, en Victor tekur fram í viðtalinu að hann hafi heyrt þetta frá öðrum strákum sem eru í liðinu núna. Arnór Smárason segir svo: „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ Pétur er algjörlega ósammála og skilur ekki hvað Arnór á við með þessum orðum. „Þetta kemur mér rosalega á óvart og mér finnst skrítið að sjá hann tjá sig svona um liðsfélaga sína sem hann er að drulla yfir þarna. Hann er að segja þá ekki hafa hugarfar til að spila fyrir íslenska landsliðið nema fara á pöbbinn,“ segir Pétur í samtali við Vísi í dag.Guðlaugur Victor Pálsson.vísir/gettyHvað varðar leikskipulagið eða skort á því segir Pétur: „Arnór hefur sennilega farið á pöbbinn þegar leikskipulagið var rætt og ekki komist á fundinn.“ Hann bætir við: „Eins og allir vita er Ólafur Jóhannesson harður á aga að öllu leyti og það var aldrei neitt vesen með áfengi þegar við vorum með liðið. Þegar allt var búið og leikirnir búnir gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Í viðtalinu segir Arnór að æfingar hafi bara snúist um að ungir spiluðu á móti gömlum og lítil alvara í undirbúnignum. „Það er hefð hjá íslenska landsliðinu og hefur alltaf verið að spila ungir-gamlir þegar liðið hittist. Það er bara skemmtileg hefð til að koma mönnum af stað, og síðan er farið í leikskipulagið. Arnór hefur sennilega bara verið á pöbbnum og misst af því,“ segir Pétur. Pétri kemur á óvart hvernig Arnór talar um Ólaf sem gaf honum tækifæri í landsliðinu, en skilur betur hvernig staða hans á atvinnumannaferlinum er þegar hann les svona viðtöl. „Arnór fékk nú séns hjá Óla sem gaf honum mikið traust. Ef þetta er hugarfarið þá er ég ekki hissa á að menn hafi náð árangri. Við Ólafur unnum af heilindum með landsliðið,“ segir Pétur, sem segir það særa að sjá svona ummæli. „Það særir þegar menn tala ekki rétt. Menn geta gagnrýnt hlutina á réttan hátt eins og þeir vilja, en þegar menn beinlínis ljúga og bulla þá mun ég svara. Mér er ekki skemmt að sjá svona því þetta var ekki það sem var í gangi.“ „Ég held nú að svona viðtal hljóti að dæma sig sjálft. Þeir fá varla prik fyrir þetta og ég get ekki ímyndað mér annað en hugarfarið hjá þeim sé eins núna. Þeir hljóta bara að vilja koma í landsliðið til að fara á pöbbinn.“ „Þessir leikmenn hafa verið að ganga á milli liða og aldrei fest sig í sessi. Það kemur ekki mikið á óvart þegar hugarfarið er svona,“ segir Pétur Pétursson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira
Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36
„Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14