Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir fékk þrenn verðlaun þegar Knattspyrnusamband Íslands gerði upp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta með viðhöfn í Ölgerðinni.
Harpa var í liði ársins, var kosin besti leikmaðurinn og skoraði einnig flottasta markið en hún var langmarkahæst í deildinni með 27 mörk.
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar áttu fjóra aðra leikmenn í úrvalsliðinu auk þess að eiga besta þjálfarann sem var Ólafur Þór Guðbjörnsson.
Breiðablik og Þór/KA áttu bæði tvo leikmenn í úrvalsliðinu en Selfoss og Afturelding voru síðan með einn leikmann hvort félag.
Stuðningsmenn Selfoss voru valdir bestu stuðningsmennirnir og Bríet Bragadóttir var valin besti dómarinn í Pepsi-deild kvenna.
Verðlaun fyrir Pepsi-deildar kvenna 2014
Úrvalslið deildarinnar:
Markvörður
Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni
Varnamenn:
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA
Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni
Glódís Perla Viggósdóttir, Stjörnunni
Blake Ashley Stockton, Selfossi
Miðjumenn:
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
Sigrún Ella Einarsdóttir, Stjörnunni
Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki
Kayla June Grimsley, Þór/KA
Sóknarmenn:
Helen Lynskey, Aftureldingu
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni
Besti leikmaður
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni
Besti þjálfari
Ólafur Þór Guðbjörnsson, Stjörnunni
Bestu stuðningsmenn
Stuðningsmenn Selfoss
Besti dómari
Bríet Bragadóttir
Besta mark ársins
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni á móti Aftureldingu
