Aron Elís í læknisskoðun í dag

Álasund og Víkingur komust að samkomulagi um kaupverð í síðasta mánuði en Aron Elís hélt utan um helgina eftir að tímabilinu lauk í Pepsi-deild um helgina.
Aron Elís missti þó af síðustu leikjum Víkinga vegna meiðsla en það kom þó ekki að sök. Víkingur náði með naumindum að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar og þar með þátttökurétti í Evrópudeild UEFA.
Hann á eftir að semja um kaup og kjör og gerir það ef hann stenst læknisskoðun.
Aron Elís er 20 ára gamall og var lykilmaður í liði Víkinga í sumar. Hann á samtals að baki 65 leiki í deild og bikar með liðinu og hefur skorað í þeim 26 mörk.
Tengdar fréttir

Álasund borgar Víkingum 30 milljónir fyrir Aron Elís
Víkingar náðu samkomulagi við Álasund í morgun um sölu á Aroni Elís Þrándarsyni.

Magnús: Heldurðu að það megi ekki brjóta á honum eins og öðrum leikmönnum
„Ég svara ekki svona barnalegum spurningum,“ sagði Magnús Gylfason aðspurður hvort það hafi verið hans upplegg að sparka Aron Elís Þrándarson út úr leiknum.

Víkingur staðfestir sölu Arons Elísar
Klárar þó tímabilið með Víkingum í Pepsi-deild karla.

Víkingur hafnaði tilboði Aalesund í Aron Elís
Víkingur hafnaði tilboði Aalesund í Aron Elís Þrándarson en þetta staðfesti formaður meistaraflokksráðs liðsins við Vísi rétt í þessu.

Aron Elís: Það er enn langt í land
Heldur sig á jörðinni þó svo að tilboð Álasunds hafi verið samþykkt.

Aron Elís: Maður verður bara að taka þessu
Víkingurinn efnilegi ber engan kala til Valsmanna.

Aron Elís missir af næstu leikjum Víkings
Evrópubarátta Víkings mun fara fram án lykilmanns liðsins í næstu leikjum.

Hallur Hallsson hellti sér yfir þjálfara Vals
"Það var heldur betur fast sótt að mér og þetta er bara fótbolti," segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, en hann lenti í kröppum dansi á Víkingsvellinum í gær.

Þrándur Sig: Valsmenn ætluðu örugglega að láta finna fyrir sér
"Ég tel litlar líkur á því að hann spili á fimmtudaginn,“ segir Þrándur Sigurðsson faðir Arons Elís Þrándarsonar, framherja Víkings.

Víkingar flýta sér ekki með Aron
Fossvogsliðið í samningaviðræðum við norska úrvalsdeildarfélagið Aalesund.

Aalesund gengur frá kaupum á Aroni Elís fyrir vikulok
Víkingurinn efnilegi á leið í atvinnumennsku í Noregi.