Ghasem fær hæli á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2014 13:35 Talsmaður Ghasem segir mál hans sýna að Dyflinnarreglan heldur ekki þegar vísa á fólki úr landi á grundvelli hennar. Vísir/Pjetur Ghasem Mohamadi, afgönskum hælisleitanda, hefur verið veitt pólitískt hæli á Ísland. Mál hans vakti mikla athygli í vor en þá fór hann í hungurverkfall til að mótmæla því að vísa ætti honum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglunnar. Hann kom fyrst til Svíþjóðar sem flóttamaður áður en hann kom til Íslands. Dyflinnarreglan er samkomulag milli Evrópuríkja og felur í sér að það land sem hælisleitandi kemur fyrst til, ber ábyrgð á að umókn hans hljóti afgreiðslu. Í samtali við Ghasem segist hann mjög ánægður og að honum líði vel með að nú sé loks komin niðurstaða í mál hans. „Ég vil læra íslensku þar sem ég tala ekki svo góða ensku. Ég er byrjaður í íslensku í Mími og svo kemur í ljós hvað ég tek mér fyrir hendur,“ segir Ghasem aðspurður um hvað taki nú við hjá honum. Hann er afar þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Mig langar bara að þakka fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið. Ég þekki ekki einu sinni allt þetta fólk en þau mundu eftir mér og studdu mig allan tímann.“ Benjamín Julian, talsmaður Ghasem, segir mál hans sýna að Dyflinnarreglan haldi ekki. „Það var náttúrulega búið að vísa honum úr landi á grundvelli þeirrar reglu en Innanríkisráðuneyti vísaði máli hans aftur til Útlendingastofnunar. Nú hefur honum verið veitt hæli og okkur finnst þetta bara vera til marks um að Dyflinnarreglan heldur ekki þegar vísa á fólki úr landi á grundvelli hennar.“ Tengdar fréttir Ghasem ekki sendur úr landi "Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“ 3. júní 2014 13:51 Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48 Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15 Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21 Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20 „Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28 Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38 Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ghasem Mohamadi, afgönskum hælisleitanda, hefur verið veitt pólitískt hæli á Ísland. Mál hans vakti mikla athygli í vor en þá fór hann í hungurverkfall til að mótmæla því að vísa ætti honum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglunnar. Hann kom fyrst til Svíþjóðar sem flóttamaður áður en hann kom til Íslands. Dyflinnarreglan er samkomulag milli Evrópuríkja og felur í sér að það land sem hælisleitandi kemur fyrst til, ber ábyrgð á að umókn hans hljóti afgreiðslu. Í samtali við Ghasem segist hann mjög ánægður og að honum líði vel með að nú sé loks komin niðurstaða í mál hans. „Ég vil læra íslensku þar sem ég tala ekki svo góða ensku. Ég er byrjaður í íslensku í Mími og svo kemur í ljós hvað ég tek mér fyrir hendur,“ segir Ghasem aðspurður um hvað taki nú við hjá honum. Hann er afar þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Mig langar bara að þakka fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið. Ég þekki ekki einu sinni allt þetta fólk en þau mundu eftir mér og studdu mig allan tímann.“ Benjamín Julian, talsmaður Ghasem, segir mál hans sýna að Dyflinnarreglan haldi ekki. „Það var náttúrulega búið að vísa honum úr landi á grundvelli þeirrar reglu en Innanríkisráðuneyti vísaði máli hans aftur til Útlendingastofnunar. Nú hefur honum verið veitt hæli og okkur finnst þetta bara vera til marks um að Dyflinnarreglan heldur ekki þegar vísa á fólki úr landi á grundvelli hennar.“
Tengdar fréttir Ghasem ekki sendur úr landi "Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“ 3. júní 2014 13:51 Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48 Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15 Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21 Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20 „Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28 Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38 Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ghasem ekki sendur úr landi "Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“ 3. júní 2014 13:51
Mótmæli við Innanríkisráðuneytið Boðað hefur verið til mótmæla til stuðnings Ghasem Mohammadi, tvítugum Afgana, sem á yfir höfði sér brottvísun frá Íslandi. 28. apríl 2014 09:48
Hvorki borðað né drukkið í sjö daga Afganskur hælisleitandi, sem er nú á sjöunda degi hungurverkfalls, var í morgun fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús. Hvorki Innanríkisráðuneytið né Útlendingastofnun hafa brugðist við fréttum af hungurverkfallinu. 27. apríl 2014 19:15
Hælisleitandi í hungurverkfalli fluttur á sjúkrahús með hraði Afganskur hælisleitandi, Ghasem Mohammadi, hefur beðið í tvö ár hér á landi eftir úrskurði um dvalarleyfi. 27. apríl 2014 14:21
Segir mál Ghasems lýsandi fyrir stöðu hælisleitenda Um þrjú hundruð manns hafa skrifað undir áskorun þessa efnis að hælisumsókn Ghasem Mohammadi fái efnislega meðferð hér á landi. 28. apríl 2014 13:20
„Ég vil frekar deyja hér en fara aftur til Afganistans“ Tvítugur flóttamaður er nú á fimmta degi hungurverkfalls. Hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði um dvalarleyfi hér á landi. 25. apríl 2014 19:28
Ghasem skilaði inn tæplega 900 undirskriftum Klukkan tíu í dag skilaði Ghasem Mohammadi, afganskur hælisleitandi, tæplega níuhundruð undirskriftum í móttöku innanríkisráðuneytisins, þar sem skrifstofustjóri tók við þeim. 29. apríl 2014 10:38
Fékk súpu eftir tíu daga mótmælasvelti Ghasem Mohamadi, tvítugur hælisleitandi frá Afganistan, byrjaði að borða í dag eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu. 30. apríl 2014 22:30