Áfram í fremstu röð? Ísak Rúnarsson skrifar 7. október 2014 07:00 Fyrir níu árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Fljótlega eftir kjör hennar leit afreksstefna Háskóla Íslands dagsins ljós. Hún hlaut fyrst um sinn hljómgrunn þjóðarinnar sem skilaði sér í því að skólinn komst á lista yfir þrjú hundruð bestu háskóla í heimi. Eftir hrun hefur sagan þó verið önnur, linnulaus niðurskurður hefur dunið á skólanum. Skólinn er enn á listanum en er í varnarbaráttu. Þegar þetta er skrifað er karlalið Stjörnunnar úr Garðabæ nýbúið að vinna Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu í fyrsta sinn. Sú tilfinning er engu lík fyrir Stjörnumann eins og undirritaðan. Saga Stjörnunnar undanfarin ár hefur einkennst af uppgangi. Það er þó ekki langt síðan félagið var í allt annarri stöðu. Fyrir níu árum var Stjarnan að spila í annarri deild en þá tóku Garðbæingar höndum saman. Yngri flokka starfið var tekið í gegn og þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fór markviss afreksstefna að taka á sig mynd. Yfirvöld í bænum og samfélagið allt skuldbatt sig jafnt samfélagslega sem fjárhagslega til þess að búa til góða umgjörð og stemningu fyrir því að vera í fremstu röð. Og viti menn, nú í sumar spilaði Stjarnan við eitt besta lið í heimi, Inter Milan, ásamt því að verða Íslandsmeistarar. Það sem breyst hefur í háskólasamfélaginu er að það nýtur ekki lengur stuðnings kjörinna fulltrúa. Stjórnvöld hafa háleit markmið en fylgja þeim ekki eftir með aðgerðum. Nú er svo komið að sæti skólans á listanum yfir bestu háskóla heims er í hættu. Við þurfum því öll að huga að því hvort við viljum eiga skóla í heimsklassa eða ekki. Við í Stúdentaráði stöndum nú fyrir átaki, þar sem við viljum vekja athygli á þeim krossgötum sem við stöndum á. Við getum annaðhvort hætt hér og tapað niður þeim árangri sem nú þegar hefur náðst eða sótt enn frekar fram, náð enn betri árangri og keppt við þá bestu. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, er Stjörnumaður mikill og þekkir sögu og uppgang félagsins, hefur jafnvel langt hönd á plóg við að byggja það upp. Ég vil hvetja hann til að nota Stjörnuna sem fordæmi, standa vörð um menntakerfið og leggja fjármuni til uppbyggingar. En þetta snýst ekki bara um stjórnmálamenn. Í Garðabæ tók samfélagið höndum saman um að byggja Stjörnuna upp – með því að mæta á leiki, með því að hvetja liðið og fá fyrirtæki til að styðja það – og eins þarf það að vera með uppbyggingu íslenska menntakerfisins, þar þarf stuðningur íslensku þjóðarinnar að koma til. Hvert og eitt okkar þarf að svara spurningunni: Viljum við vera áfram í fremstu röð? Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir níu árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Fljótlega eftir kjör hennar leit afreksstefna Háskóla Íslands dagsins ljós. Hún hlaut fyrst um sinn hljómgrunn þjóðarinnar sem skilaði sér í því að skólinn komst á lista yfir þrjú hundruð bestu háskóla í heimi. Eftir hrun hefur sagan þó verið önnur, linnulaus niðurskurður hefur dunið á skólanum. Skólinn er enn á listanum en er í varnarbaráttu. Þegar þetta er skrifað er karlalið Stjörnunnar úr Garðabæ nýbúið að vinna Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu í fyrsta sinn. Sú tilfinning er engu lík fyrir Stjörnumann eins og undirritaðan. Saga Stjörnunnar undanfarin ár hefur einkennst af uppgangi. Það er þó ekki langt síðan félagið var í allt annarri stöðu. Fyrir níu árum var Stjarnan að spila í annarri deild en þá tóku Garðbæingar höndum saman. Yngri flokka starfið var tekið í gegn og þegar liðið komst upp í úrvalsdeild fór markviss afreksstefna að taka á sig mynd. Yfirvöld í bænum og samfélagið allt skuldbatt sig jafnt samfélagslega sem fjárhagslega til þess að búa til góða umgjörð og stemningu fyrir því að vera í fremstu röð. Og viti menn, nú í sumar spilaði Stjarnan við eitt besta lið í heimi, Inter Milan, ásamt því að verða Íslandsmeistarar. Það sem breyst hefur í háskólasamfélaginu er að það nýtur ekki lengur stuðnings kjörinna fulltrúa. Stjórnvöld hafa háleit markmið en fylgja þeim ekki eftir með aðgerðum. Nú er svo komið að sæti skólans á listanum yfir bestu háskóla heims er í hættu. Við þurfum því öll að huga að því hvort við viljum eiga skóla í heimsklassa eða ekki. Við í Stúdentaráði stöndum nú fyrir átaki, þar sem við viljum vekja athygli á þeim krossgötum sem við stöndum á. Við getum annaðhvort hætt hér og tapað niður þeim árangri sem nú þegar hefur náðst eða sótt enn frekar fram, náð enn betri árangri og keppt við þá bestu. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, er Stjörnumaður mikill og þekkir sögu og uppgang félagsins, hefur jafnvel langt hönd á plóg við að byggja það upp. Ég vil hvetja hann til að nota Stjörnuna sem fordæmi, standa vörð um menntakerfið og leggja fjármuni til uppbyggingar. En þetta snýst ekki bara um stjórnmálamenn. Í Garðabæ tók samfélagið höndum saman um að byggja Stjörnuna upp – með því að mæta á leiki, með því að hvetja liðið og fá fyrirtæki til að styðja það – og eins þarf það að vera með uppbyggingu íslenska menntakerfisins, þar þarf stuðningur íslensku þjóðarinnar að koma til. Hvert og eitt okkar þarf að svara spurningunni: Viljum við vera áfram í fremstu röð? Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun