Ólafur Ragnar gerði það sem Obama hefði aldrei gert Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2014 13:30 „Miði til Íslands varð vegabréf að heiminum á meðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík stóð.“ Þetta skrifar Peter Debruge, yfirgagnrýnandi tímaritsins Variety fyrir alþjóðlegar myndir. Hann skrifar langa grein á vef Variety um RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, en Peter sat í dómnefnd sem valdi þá mynd sem hlaut aðalverðlaun RIFF, Gullna lundann, á nýafstaðinni hátíð. Peter talar vel um landið í greininni og segir það komast næst því að horfa á bíómyndir á tunglinu að horfa á þær á Íslandi. Hann segist skilja vel að erlendir aðilar sæki land og þjóð heim til að taka upp stórar kvikmyndir og sjónvarpsþætti eins og Interstellar og Game of Thrones. „Ísland er svo sannarlega einn af þessum stöðum sem allir ættu að sjá áður en þeir deyja og RIFF er góð afsökun til að gera það fyrir þá sem eru tengdir kvikmyndabransanum á einhvern hátt,“ skrifar Peter. Þá minnist hann sérstaklega á verðlaunaathöfnina á Bessastöðum þar sem leikstjóranum Mike Leigh voru veitt heiðursverðlaun RIFF. „Ég kom á miðri hátíð, tímanlega til að sjá íslenska forsetann Ólaf Ragnar Grímsson heiðra RIFF-heiðursgestinn Mike Leigh heima hjá sér, afslappaður viðburður sem á örskotstundu gerði landið minna dularfullt. Það er ekki hægt að finna hliðstæðu, hvorki í Bandaríkjunum né öðrum löndum, þar sem einhver í stöðu Baracks Obama býður hópi heim í Hvíta húsið þar sem hann skálar fyrir kvikmyndagerðarmanni og grínast með að borða lunda,“ skrifar gagnrýnandinn.Grein Peters má lesa í heild sinni hér. Game of Thrones RIFF Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Miði til Íslands varð vegabréf að heiminum á meðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík stóð.“ Þetta skrifar Peter Debruge, yfirgagnrýnandi tímaritsins Variety fyrir alþjóðlegar myndir. Hann skrifar langa grein á vef Variety um RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, en Peter sat í dómnefnd sem valdi þá mynd sem hlaut aðalverðlaun RIFF, Gullna lundann, á nýafstaðinni hátíð. Peter talar vel um landið í greininni og segir það komast næst því að horfa á bíómyndir á tunglinu að horfa á þær á Íslandi. Hann segist skilja vel að erlendir aðilar sæki land og þjóð heim til að taka upp stórar kvikmyndir og sjónvarpsþætti eins og Interstellar og Game of Thrones. „Ísland er svo sannarlega einn af þessum stöðum sem allir ættu að sjá áður en þeir deyja og RIFF er góð afsökun til að gera það fyrir þá sem eru tengdir kvikmyndabransanum á einhvern hátt,“ skrifar Peter. Þá minnist hann sérstaklega á verðlaunaathöfnina á Bessastöðum þar sem leikstjóranum Mike Leigh voru veitt heiðursverðlaun RIFF. „Ég kom á miðri hátíð, tímanlega til að sjá íslenska forsetann Ólaf Ragnar Grímsson heiðra RIFF-heiðursgestinn Mike Leigh heima hjá sér, afslappaður viðburður sem á örskotstundu gerði landið minna dularfullt. Það er ekki hægt að finna hliðstæðu, hvorki í Bandaríkjunum né öðrum löndum, þar sem einhver í stöðu Baracks Obama býður hópi heim í Hvíta húsið þar sem hann skálar fyrir kvikmyndagerðarmanni og grínast með að borða lunda,“ skrifar gagnrýnandinn.Grein Peters má lesa í heild sinni hér.
Game of Thrones RIFF Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira