Haukur Ingi Guðnason verður hinsvegar ekki áfram honum til aðstoðar, en ReynirLeósson, fyrrverandi Íslands- og bikarmeistari með ÍA, er nýr aðstoðarþjálfari Ásmundar.
Reynir lagði skóna á hilluna árið 2010, en hann hefur verið einn af sérfræðingum Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport undanfarin ár.
Breytingar voru einnig gerðar á þjálfaramálum kvennaliðsins, en Jörundur Áki Sveinsson var ráðinn í stað Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem fór með liðið upp í fyrra og gerði stormandi lukku með nýliða í Pepsi-deildinni í sumar.
Jörundur Áki hefur þjálfað BÍ/Bolungarvík í 1. deild karla undanfarin tvö ár, en hann þekkir vel til í kvennaboltanum þar sem hann þjálfaði áður Breiðablik og íslenska landsliðið.
Aðstoðarþjálfari Jörundar verður fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sem lagði hanskana á hilluna eftir tímabilið með Fylki í sumar.
