Krafa um kredduleysi Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2014 08:00 Þótt aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandandsins hafi verið settar á ís og samningahóparnir leystir upp þarf að leiða til lykta umræðu um framtíðarvalkosti Íslands í gjaldmiðils- og peningamálum jafnvel þótt afnám hafta sé kannski ekkert meira en fjarlæg draumsýn í augnablikinu. Á meðan stýrinefnd stjórnvalda um afnám fjármagnshafta hefur ekki skilað neinum raunverulegum tillögum erum við í raun engu nær frjálsum fjármagnsflutningum. Skýrsla fjármálaráðherra um framgang áætlunar um afnám hafta sem birtist 19. september er að mestu yfirlit yfir hvaða árangri (lesist, litlum) leiðir stjórnvalda hafa skilað til þessa. Eftir skipun stýrinefndarinnar og ráðningu erlendra ráðgjafa er hins vegar ljóst að fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að ekki að láta grípa sig nakinn í bóli aðgerðarleysis þegar þessi mál eru annars vegar. Það er í eðli sínu jákvætt. Stjórnvöld þurfa hins vegar að hafa skýra stefnu um hvað tekur við af krónunni. Umræða um þessa valkosti þarf að vera yfirveguð en hún hefur ekki verið laus við ofstækið. Það er t.d. ekki víst að evran sé lausnin fyrir Íslendinga þótt hún sé fýsilegasti kosturinn að mati skýrsluhöfunda Seðlabanka Íslands í 623 bls. skýrslu sem kom út september 2012. Umræðan um skýrsluna hefur hins vegar í skötulíki síðan hún kom út. Kannski af því stjórnmálamenn nenna ekki að lesa hana? Það er óvissa um evruna og efaemdir um gjaldmiðilinn sjálfan. Ekki bara í þeim ríkjum á evrusvæðinu sem hafa þurft björgunarpakka. Þessar raddir heyrast líka í Þýskalandi. Til dæmis fengu evru-efasemdarmennirnir í Alternative für Deutschland næstum 5 prósent atkvæða í kosningum til Bundestag í fyrra, aðeins sex mánuðum eftir að flokkurinn var stofnaður. Fastlega er gengið út frá því að evrukrísan snúi aftur því ekki hafi tekist að laga gallanna í regluverki evrusvæðisins. Þetta sé bara tímaspursmál. Það er fleira sem er hugarfóður þegar gjaldmiðlamál eru annars vegar. Í fyrsta sinn frá upphafi iðnvæðingar fyrir rúmum tveimur öldum er öflugasta hagkerfi heimsins ekki vestrænt ríki og því er stýrt af kommúnistum í þokkabót. Martin Wolf fjallar í nýjasta pistli sínum í Financial Times í gær um að Kínverjar haldi kannski á öflugasta gjaldmiðli heimsins, renminbi. Hinum eiginlega „forðagjaldmiðli“ og þeir þurfi kannski að íhuga hvort þeir vilji að hann leysi Bandaríkjadollar af hólmi í þessu hlutverki. Þá þyrftu Kínverjar að taka upp frjálsa fjármagnsflutninga með renminbi. Wolf telur enn langt í land að Kínverjar geri það sem nauðsynlegt er til að þetta verði að veruleika. Umræðan um þátttöku í myntsvæði og upptöku nýs gjaldmiðils snýr líka að spurningunni um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið er eðlilegt næsta skref að fara í myntbandalagið og taka upp evru. Það verður hins vegar að teljast ósennilegt að hreyfing aðildarsinna fái nægilegan byr í seglin til að þetta verði nokkurn tímann að veruleika hér á landi. Andstaðan við aðild er of hörð og spurningunni um sjálfstætt íslenskt fiskveiðistjórnunarsvæði innan 200 mílna samhliða ESB-aðild hefur ekki verið svarað. Á meðan jafn mikil óvissa ríkir um þetta er eðlilegt að ræða til hlítar hvað annað kemur til greina. Skýrsla Seðlabankans frá 2012 er ágætt innlegg í þá umræðu. Alþingismenn ættu kannski að drífa í því að lesa hana og segja okkur hinum síðan hvað þeim finnst. Það er ekki seinna vænna. Í þeirri pólitísku umræðu er krafa um hófsemd og kredduleysi sjálfsögð og eðlileg.Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Þótt aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandandsins hafi verið settar á ís og samningahóparnir leystir upp þarf að leiða til lykta umræðu um framtíðarvalkosti Íslands í gjaldmiðils- og peningamálum jafnvel þótt afnám hafta sé kannski ekkert meira en fjarlæg draumsýn í augnablikinu. Á meðan stýrinefnd stjórnvalda um afnám fjármagnshafta hefur ekki skilað neinum raunverulegum tillögum erum við í raun engu nær frjálsum fjármagnsflutningum. Skýrsla fjármálaráðherra um framgang áætlunar um afnám hafta sem birtist 19. september er að mestu yfirlit yfir hvaða árangri (lesist, litlum) leiðir stjórnvalda hafa skilað til þessa. Eftir skipun stýrinefndarinnar og ráðningu erlendra ráðgjafa er hins vegar ljóst að fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að ekki að láta grípa sig nakinn í bóli aðgerðarleysis þegar þessi mál eru annars vegar. Það er í eðli sínu jákvætt. Stjórnvöld þurfa hins vegar að hafa skýra stefnu um hvað tekur við af krónunni. Umræða um þessa valkosti þarf að vera yfirveguð en hún hefur ekki verið laus við ofstækið. Það er t.d. ekki víst að evran sé lausnin fyrir Íslendinga þótt hún sé fýsilegasti kosturinn að mati skýrsluhöfunda Seðlabanka Íslands í 623 bls. skýrslu sem kom út september 2012. Umræðan um skýrsluna hefur hins vegar í skötulíki síðan hún kom út. Kannski af því stjórnmálamenn nenna ekki að lesa hana? Það er óvissa um evruna og efaemdir um gjaldmiðilinn sjálfan. Ekki bara í þeim ríkjum á evrusvæðinu sem hafa þurft björgunarpakka. Þessar raddir heyrast líka í Þýskalandi. Til dæmis fengu evru-efasemdarmennirnir í Alternative für Deutschland næstum 5 prósent atkvæða í kosningum til Bundestag í fyrra, aðeins sex mánuðum eftir að flokkurinn var stofnaður. Fastlega er gengið út frá því að evrukrísan snúi aftur því ekki hafi tekist að laga gallanna í regluverki evrusvæðisins. Þetta sé bara tímaspursmál. Það er fleira sem er hugarfóður þegar gjaldmiðlamál eru annars vegar. Í fyrsta sinn frá upphafi iðnvæðingar fyrir rúmum tveimur öldum er öflugasta hagkerfi heimsins ekki vestrænt ríki og því er stýrt af kommúnistum í þokkabót. Martin Wolf fjallar í nýjasta pistli sínum í Financial Times í gær um að Kínverjar haldi kannski á öflugasta gjaldmiðli heimsins, renminbi. Hinum eiginlega „forðagjaldmiðli“ og þeir þurfi kannski að íhuga hvort þeir vilji að hann leysi Bandaríkjadollar af hólmi í þessu hlutverki. Þá þyrftu Kínverjar að taka upp frjálsa fjármagnsflutninga með renminbi. Wolf telur enn langt í land að Kínverjar geri það sem nauðsynlegt er til að þetta verði að veruleika. Umræðan um þátttöku í myntsvæði og upptöku nýs gjaldmiðils snýr líka að spurningunni um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið er eðlilegt næsta skref að fara í myntbandalagið og taka upp evru. Það verður hins vegar að teljast ósennilegt að hreyfing aðildarsinna fái nægilegan byr í seglin til að þetta verði nokkurn tímann að veruleika hér á landi. Andstaðan við aðild er of hörð og spurningunni um sjálfstætt íslenskt fiskveiðistjórnunarsvæði innan 200 mílna samhliða ESB-aðild hefur ekki verið svarað. Á meðan jafn mikil óvissa ríkir um þetta er eðlilegt að ræða til hlítar hvað annað kemur til greina. Skýrsla Seðlabankans frá 2012 er ágætt innlegg í þá umræðu. Alþingismenn ættu kannski að drífa í því að lesa hana og segja okkur hinum síðan hvað þeim finnst. Það er ekki seinna vænna. Í þeirri pólitísku umræðu er krafa um hófsemd og kredduleysi sjálfsögð og eðlileg.Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun