Litli hershöfðinginn bjargaði Sprengjusveitinni | öll úrslitin í NFL Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 09:30 Russell Wilson skilaði sigri í framlengingu. vísir/getty Denver Broncos tókst ekki að koma fram hefndun gegn Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gærkvöldi, en Seahawks gerði lítiði úr Broncos þegar liðin mættust í Super Bowl-leiknum í febrúar fyrr á þessu ári. Leikurinn var gríðarleg skemmtun, en hann fór í framlengingu þrátt fyrir að Seattle hafi komist 17-5 yfir í þriðja leikhluta. Vörn Seattle er sú besta í deildinni og hún stóð sig vel í gær, en það var sóknin sem hleypti Denver aftur inn í leikinn. Heimamenn skoruðu sjálfsmark og svo henti RussellWilson, leikstjórnandi Seattle, boltanum í hendur gestanna sem varð til þess að Denver komst aftur inn í leikinn. Seattle hélt það væri búið að ganga frá leiknum þegar það komst í 20-12 með vallarmarki, en PeytonManning, hinn magnaði leikstjórnandi Denver, þurfti þá að fara með sitt lið 80 metra að endamarki Seahawks, skora snertimark og bæta við tveimur aukastigum.Þetta tókst honum með hreint magnaðri sókn, en þar tætti hann Sprengjusveitina (e. Legion of Boom) í sig, hina ótrúlegu fjögurra manna línu Seahawks sem ver baksvæðið. Sprengjusveitin fór ansi illa með Peyton þegar liði mættust síðast í Super Bowl, en þarna klikkaði hún og var nálægt því að tapa leiknum fyrir heimamenn. Peyton kastaði fyrir snertimarki og skilaði tveimur aukastigum sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. Þar byrjaði Seattle með boltann og sýndi þá Russell Wilson, litli hershöfðinginn sem stýrir leik Seahawks, úr hverju hann er gerður. Wilson var óstöðvandi í fyrstu sókn framlengingarinnar, en þegar hann náði ekki að kasta boltanum hljóp hann sjálfur með hann og náði í nokkrar endurnýjanir. Það var svo Skittles-hlauparinnMarshawn Lynch sem tryggði heimamönnum sigurinn með flottu hlaupi sem batt enda á fallega sókn, 26-20. Seattle og Denver eru bæði búin að vinna tvo leiki og tapa einum, en einu þrjú liðin sem eru búin að vinna alla sína leiki eru Philadelphia, Arizona og Cincinnati.Úrslit gærdagsins: Buffalo Bills - San Diego Chargers 10-22 Cincinnati Bengals - Tennessee Titans 33-7 Cleveland Browns - Baltimore Ranves 21-23 Detroit Lions - Green Bay Packers 19-7 Jaxonville Jaguars - Indianapolis Colts 17-44 New England Patriots - Oakland Raiders 16-9 New Orleans Saints - Minnesota Vikins 20-9 New York Giants - Houston Texans 30-17 Philadelphia Eagles - Washington Redskins 37-34 St. Louis Rams - Dallas Cowboys 31-34 Arizona Cardinals - San Francisco 49ers 23-14 Miami Dolphins - Kansas City Chiefs 15-34 Seattle Seahawks - Denver Broncos 26-20 Carolina Panthers - Pittsburgh Steelers 19-37 NFL Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Sjá meira
Denver Broncos tókst ekki að koma fram hefndun gegn Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta í gærkvöldi, en Seahawks gerði lítiði úr Broncos þegar liðin mættust í Super Bowl-leiknum í febrúar fyrr á þessu ári. Leikurinn var gríðarleg skemmtun, en hann fór í framlengingu þrátt fyrir að Seattle hafi komist 17-5 yfir í þriðja leikhluta. Vörn Seattle er sú besta í deildinni og hún stóð sig vel í gær, en það var sóknin sem hleypti Denver aftur inn í leikinn. Heimamenn skoruðu sjálfsmark og svo henti RussellWilson, leikstjórnandi Seattle, boltanum í hendur gestanna sem varð til þess að Denver komst aftur inn í leikinn. Seattle hélt það væri búið að ganga frá leiknum þegar það komst í 20-12 með vallarmarki, en PeytonManning, hinn magnaði leikstjórnandi Denver, þurfti þá að fara með sitt lið 80 metra að endamarki Seahawks, skora snertimark og bæta við tveimur aukastigum.Þetta tókst honum með hreint magnaðri sókn, en þar tætti hann Sprengjusveitina (e. Legion of Boom) í sig, hina ótrúlegu fjögurra manna línu Seahawks sem ver baksvæðið. Sprengjusveitin fór ansi illa með Peyton þegar liði mættust síðast í Super Bowl, en þarna klikkaði hún og var nálægt því að tapa leiknum fyrir heimamenn. Peyton kastaði fyrir snertimarki og skilaði tveimur aukastigum sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. Þar byrjaði Seattle með boltann og sýndi þá Russell Wilson, litli hershöfðinginn sem stýrir leik Seahawks, úr hverju hann er gerður. Wilson var óstöðvandi í fyrstu sókn framlengingarinnar, en þegar hann náði ekki að kasta boltanum hljóp hann sjálfur með hann og náði í nokkrar endurnýjanir. Það var svo Skittles-hlauparinnMarshawn Lynch sem tryggði heimamönnum sigurinn með flottu hlaupi sem batt enda á fallega sókn, 26-20. Seattle og Denver eru bæði búin að vinna tvo leiki og tapa einum, en einu þrjú liðin sem eru búin að vinna alla sína leiki eru Philadelphia, Arizona og Cincinnati.Úrslit gærdagsins: Buffalo Bills - San Diego Chargers 10-22 Cincinnati Bengals - Tennessee Titans 33-7 Cleveland Browns - Baltimore Ranves 21-23 Detroit Lions - Green Bay Packers 19-7 Jaxonville Jaguars - Indianapolis Colts 17-44 New England Patriots - Oakland Raiders 16-9 New Orleans Saints - Minnesota Vikins 20-9 New York Giants - Houston Texans 30-17 Philadelphia Eagles - Washington Redskins 37-34 St. Louis Rams - Dallas Cowboys 31-34 Arizona Cardinals - San Francisco 49ers 23-14 Miami Dolphins - Kansas City Chiefs 15-34 Seattle Seahawks - Denver Broncos 26-20 Carolina Panthers - Pittsburgh Steelers 19-37
NFL Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Sjá meira