Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 11:00 „Ég er einn af fáum sem varð vitni að þessu atviki. Ég stóð þarna fimm metrum frá þessu og horfði á þetta frá A-Ö,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um slysið sem varð á Þórsvellinum fyrir rúmri viku þegar stuðningsmaður FH féll fram yfir handrið í stúkunni og slasaðist illa á andliti. Rætt var við stuðningsmanninn, sem er Breti að nafni HarjitDelay, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar fór hann ófögrum orðum um aðstöðuna á Þórsvellinum og sagði þetta slys sem hlaut að gerast. „Það er mín skoðun að það þurfi að yfirfara öryggismálin á þessum velli. Aðstaðan er býsna góð en öryggi fyrir áhorfendur er ekki fyrir hendi. Það er bara heppni að barn hafi ekki fallið þarna yfir. Þetta var slys sem hlaut að verða,“ sagði Delay og vildi meina að aðstaðan standist ekki gæðastaðla UEFA og FIFA. Aðalsteinn Ingi bendir á að þrír Evrópuleikir í karla- og kvennaflokki hafi verið spilaðir á Þórsvellinum á undanförnum árum og þar hafi menn frá UEFA komið og tekið völlinn út. „Ég er ekki sá sem á að svara fyrir þessa aðstöðu. Völlurinn er í eigu Akureyrarbæjar, en stúkan er nýlegt mannvirki og þarna hafa verið spilaðir Evrópuleikir. Ég veit ekki betur en að völlurinn standist alla öryggisstaðla UEFA. Ég veit ekki hvaða rök eru fyrir þessum ásökunum hans og hvort þau standist,“ segir formaðurinn. Í heildina er Aðalsteinn Ingi mjög ósáttur við ummæli Delay. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi,“ segir hann og heldur áfram: „Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Formaðurinn segist að lokum ekki hafa neinar áhyggjur af því að Delay leiti réttar síns eins og hann talaði um í fréttinni á Stöð 2 í gærkvöldi. „Nei, engar. Auðvitað eiga menn að leita réttar síns og ég hvet hann til þess. Það er eins með þetta eins og allt annað í samfélaginu,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
„Ég er einn af fáum sem varð vitni að þessu atviki. Ég stóð þarna fimm metrum frá þessu og horfði á þetta frá A-Ö,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um slysið sem varð á Þórsvellinum fyrir rúmri viku þegar stuðningsmaður FH féll fram yfir handrið í stúkunni og slasaðist illa á andliti. Rætt var við stuðningsmanninn, sem er Breti að nafni HarjitDelay, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar fór hann ófögrum orðum um aðstöðuna á Þórsvellinum og sagði þetta slys sem hlaut að gerast. „Það er mín skoðun að það þurfi að yfirfara öryggismálin á þessum velli. Aðstaðan er býsna góð en öryggi fyrir áhorfendur er ekki fyrir hendi. Það er bara heppni að barn hafi ekki fallið þarna yfir. Þetta var slys sem hlaut að verða,“ sagði Delay og vildi meina að aðstaðan standist ekki gæðastaðla UEFA og FIFA. Aðalsteinn Ingi bendir á að þrír Evrópuleikir í karla- og kvennaflokki hafi verið spilaðir á Þórsvellinum á undanförnum árum og þar hafi menn frá UEFA komið og tekið völlinn út. „Ég er ekki sá sem á að svara fyrir þessa aðstöðu. Völlurinn er í eigu Akureyrarbæjar, en stúkan er nýlegt mannvirki og þarna hafa verið spilaðir Evrópuleikir. Ég veit ekki betur en að völlurinn standist alla öryggisstaðla UEFA. Ég veit ekki hvaða rök eru fyrir þessum ásökunum hans og hvort þau standist,“ segir formaðurinn. Í heildina er Aðalsteinn Ingi mjög ósáttur við ummæli Delay. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi,“ segir hann og heldur áfram: „Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Formaðurinn segist að lokum ekki hafa neinar áhyggjur af því að Delay leiti réttar síns eins og hann talaði um í fréttinni á Stöð 2 í gærkvöldi. „Nei, engar. Auðvitað eiga menn að leita réttar síns og ég hvet hann til þess. Það er eins með þetta eins og allt annað í samfélaginu,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45