Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Henry Birgir Gunnarsson á Samsung-vellinum skrifar 22. september 2014 14:32 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, lyftir Íslandsmeistarabikarnum. Vísir/Valli Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Liðið vann þá 3-0 sigur á Aftureldingu. Stjarnan er því búin að tryggja sér titilinn þó svo ein umferð sé eftir af mótinu. Þetta lið er einfaldlega langbest á Íslandi enda tvöfaldur meistari í fyrsta skiptið. Það var einhver meistaraskrekkur í liðinu framan af. Leikmenn virkuðu stressaðir. Sendingar ónákvæmar og liðinu gekk ekkert að búa til færi. Markalaust í leikhléi en í síðari hálfleik fór Stjarnan að sýna sítt rétta andlit. Harpa Þorsteinsdóttir kom liðinu yfir þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá var eins og þungu fargi væri létt af liðinu og það fór að spila sinn bolta. Harpa bætti við tveim mörkum í viðbót og er því búin að skora 27 mörk í 17 leikjum. Mörkin hefðu aftur á móti getað orðið mun fleiri því það lá þvílíkt á gestunum síðustu 15 mínúturnar og Stjarnan hreinlega óð í færum. Þrennan frá Hörpu dugði þó til og vel það. Frábær endir á mögnuðu tímabili hjá Stjörnunni. Það virðist vera hafin gullöld hjá Stjörnunni í kvennaboltanum og ekki útlit fyrir að velgengni liðsins dvíni á næstunni. Frábærlega mannað lið með Hörpu fremsta í flokki en hún hefur algjörlega farið á kostum í sumar. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessi Stjörnuliði og frábær liðsheild sem stendur að baki þessum magnað árangri. Til hamingju, Stjarnan.Ásgerður: Hrikalegur metnaður í liðinu "Þetta er eiginlega sætara en í fyrra enda erfiðara að verja titilinn en að vinna hann," sagði brosmildur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. "Það er frábært að hafa unnið bæði deild og bikar en það var markmið sumarsins hjá okkur. Það er hrikalegur metnaður í þessu liði og við leggjum gríðarlega hart að okkur. Liðið er samstillt og á svipuðum aldri. Við erum vinnusamt og gott lið." "Við vorum mjög ósáttar við fyrri hálfleikinn hjá okkur í dag og ákváðum að keyra okkur í gang í þeim síðari. Það gekk og við kláruðum þetta með stæl." Stjarnan búin að vinna tvö ár í röð núna og tvöfalt í ár. Hvað gerir liðið á næsta ári? "Við ætlum að verja báða bikarana," sagði fyrirliðinn og brosti dátt.Ólafur: Hópurinn er frábær "Ég er verulega stoltur af þessu liði enda frábær hópur og frábær umgjörð í kringum liðið hjá okkur," sagði þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, en hvað er svona sérstakt við þetta lið sem hann er með í höndunum? "Þetta er metnaðarfullur hópur sem er til í að leggja mikið á sig til þess að ná árangri. Kjarni liðsins hefur verið töluvert lengi saman. Það er góð aldursdreifing í hópnum og vel haldið utan um liðið. "Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki heldur unnið tvöfalt." Ólafur reiknar ekki með öðru en að hann haldi áfram að þjálfa liðið og segir að stefnan sé sett á að halda áfram að safna bikurum. "Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar." Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Liðið vann þá 3-0 sigur á Aftureldingu. Stjarnan er því búin að tryggja sér titilinn þó svo ein umferð sé eftir af mótinu. Þetta lið er einfaldlega langbest á Íslandi enda tvöfaldur meistari í fyrsta skiptið. Það var einhver meistaraskrekkur í liðinu framan af. Leikmenn virkuðu stressaðir. Sendingar ónákvæmar og liðinu gekk ekkert að búa til færi. Markalaust í leikhléi en í síðari hálfleik fór Stjarnan að sýna sítt rétta andlit. Harpa Þorsteinsdóttir kom liðinu yfir þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Þá var eins og þungu fargi væri létt af liðinu og það fór að spila sinn bolta. Harpa bætti við tveim mörkum í viðbót og er því búin að skora 27 mörk í 17 leikjum. Mörkin hefðu aftur á móti getað orðið mun fleiri því það lá þvílíkt á gestunum síðustu 15 mínúturnar og Stjarnan hreinlega óð í færum. Þrennan frá Hörpu dugði þó til og vel það. Frábær endir á mögnuðu tímabili hjá Stjörnunni. Það virðist vera hafin gullöld hjá Stjörnunni í kvennaboltanum og ekki útlit fyrir að velgengni liðsins dvíni á næstunni. Frábærlega mannað lið með Hörpu fremsta í flokki en hún hefur algjörlega farið á kostum í sumar. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessi Stjörnuliði og frábær liðsheild sem stendur að baki þessum magnað árangri. Til hamingju, Stjarnan.Ásgerður: Hrikalegur metnaður í liðinu "Þetta er eiginlega sætara en í fyrra enda erfiðara að verja titilinn en að vinna hann," sagði brosmildur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. "Það er frábært að hafa unnið bæði deild og bikar en það var markmið sumarsins hjá okkur. Það er hrikalegur metnaður í þessu liði og við leggjum gríðarlega hart að okkur. Liðið er samstillt og á svipuðum aldri. Við erum vinnusamt og gott lið." "Við vorum mjög ósáttar við fyrri hálfleikinn hjá okkur í dag og ákváðum að keyra okkur í gang í þeim síðari. Það gekk og við kláruðum þetta með stæl." Stjarnan búin að vinna tvö ár í röð núna og tvöfalt í ár. Hvað gerir liðið á næsta ári? "Við ætlum að verja báða bikarana," sagði fyrirliðinn og brosti dátt.Ólafur: Hópurinn er frábær "Ég er verulega stoltur af þessu liði enda frábær hópur og frábær umgjörð í kringum liðið hjá okkur," sagði þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, en hvað er svona sérstakt við þetta lið sem hann er með í höndunum? "Þetta er metnaðarfullur hópur sem er til í að leggja mikið á sig til þess að ná árangri. Kjarni liðsins hefur verið töluvert lengi saman. Það er góð aldursdreifing í hópnum og vel haldið utan um liðið. "Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki heldur unnið tvöfalt." Ólafur reiknar ekki með öðru en að hann haldi áfram að þjálfa liðið og segir að stefnan sé sett á að halda áfram að safna bikurum. "Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar."
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum. 30. ágúst 2014 00:01