Ísland óháð jarðefnaeldsneyti Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 28. september 2014 19:32 Það er spennandi þegar æðstu ráðamenn setja fram djörf markmið, sérstaklega þegar þau eru raunhæf og jákvæð. Forsætisráðherra talaði á dögunum um að Ísland gæti fyrst landa orðið óháð jarðefnaeldsneyti en hvað þýðir það? Til einföldunar má skipta orkunotkun Íslendinga í þrjá flokka. A) Raforkunotkun B) Húshitun og C) Samgöngur. Að vera óháð jarðefnaeldsneyti þýðir að í hverjum orkunotkunarflokki fyrir sig er þörfinni að meirihluta mætt með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Staða Íslands er öfundsverð þar sem flokkar A og B eru nú þegar algerlega knúnir af grænni orku. Verkefni Íslands er því talsvert umfangsminna og einfaldara en í öðrum löndum.Hvernig förum við að? Bætt orkunýtni er einfaldasta og ódýrasta leiðin til árangurs. Nýir bílar í dag nota einungis um helming eða jafnvel þriðjung af því eldsneyti sem bílar af svipaðri stærð gerðu um síðustu aldamót. Þrátt fyrir að olíuverð hafi tvöfaldast frá aldamótum þá borga bifreiðaeigendur í raun ekkert meira fyrri hvern ekinn kílómetra. Mikill árangur hefur náðst í bættum bílaflota á Íslandi og er það að nokkru leyti að þakka breyttu fyrirkomulagi innflutningsgjalda þar sem eldsneytisnýtnar bifreiðar bera mun lægri gjöld en þeir sem miklu eldsneyti eyða. Mjög mikilvægt er að viðhalda þessu kerfi og skerpa jafnvel enn frekar á því og verðlauna þannig, í gegnum skatta, kaup á eldsneytisnýtnum bifreiðum. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði og borga háan eldsneytisreikning ef þeir hafa efni á því hvort eð er? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins. Þó svo að eldsneytiskaup hafi einungis áhrif á veski kaupandans hefur eldsneytisnotkunin áhrif á talsvert fleiri. Eldsneytisnotkun eykur gjaldeyrisútflæði sem hefur neikvæð efnahagsáhrif á alla landsmenn. Eldsneytisnotkun stuðlar að neikvæðum loftlagsbreytingum sem hefur áhrif á alla heimsbyggðina. Eldsneytisnotkun takmarkar líka möguleika allra næstu kynslóða til að nýta jarðefnaeldsneyti þar sem um endanlega auðlind er að ræða. Að dæla olíu bíl á er þess vegna langt í frá að vera einkamál hvers og eins bifreiðaeiganda.Vinstri og hægri Hér er rétt að árétta að þó talað sé um neyslustýringu og skatta er ekki verið að hvetja menn til að fara til vinstri eða hægri í pólitík. Þessi aðferðafræði virkar nefnilega bæði til hægri og vinstri. Ef stefnan er almennt að lækka skatta þá er mikilvægt að lækka skatta enn meira á eyðslunýtna bíla og ef stefnan er almennt að hækka skatta þá er mikilvægt að hækka skatta enn meira á eyðslufreka bíla. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort dansað er til hægri eða vinstri svo framalega sem munur er hafður á gjöldum milli bíla.Annað og innlent eldsneyti Önnur leið er að skipta yfir í annað og umhverfisvænna eldsneyti. Rafbílar er nú farnir að sjást á götum landsins sem ganga að miklu eða öllu leyti á rammíslenskri raforku. Metangas er nú unnið bæði í Reykjavík og Akureyri, metanól í Svartsengi á vegum Carbon Recycling og lífdísill á vegum Orkeyjar á Akureyri. Það vita t.d ekki allir að útgerðarfélagið Samherji er farinn að nota íslenskan lífdísil í tonnavís samhliða ýmsum öðrum aðgerðum í almennum orkusparnaði skipa sinna. Vinnan við jarðefnalaust Ísland er sem sagt komin af stað á öllum sviðum. Það sem þessi fjölbreytta framleiðsla á sammerkt er að hún er meira eða minna keyrð áfram af áhugasemi, umhverfisvitund og djörfung viðkomandi framleiðenda og bráðvantar beinan opinberan stuðning til uppbyggingar. Ef aðeins einni krónu af hverjum olíulítra væri varið í stuðning við innlenda eldsneytisframleiðslu myndi hún blómstra og færa okkur að markinu miklu mun fyrir en ella. Spurningin er: Tímum við krónu í þetta göfuga markmið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það er spennandi þegar æðstu ráðamenn setja fram djörf markmið, sérstaklega þegar þau eru raunhæf og jákvæð. Forsætisráðherra talaði á dögunum um að Ísland gæti fyrst landa orðið óháð jarðefnaeldsneyti en hvað þýðir það? Til einföldunar má skipta orkunotkun Íslendinga í þrjá flokka. A) Raforkunotkun B) Húshitun og C) Samgöngur. Að vera óháð jarðefnaeldsneyti þýðir að í hverjum orkunotkunarflokki fyrir sig er þörfinni að meirihluta mætt með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Staða Íslands er öfundsverð þar sem flokkar A og B eru nú þegar algerlega knúnir af grænni orku. Verkefni Íslands er því talsvert umfangsminna og einfaldara en í öðrum löndum.Hvernig förum við að? Bætt orkunýtni er einfaldasta og ódýrasta leiðin til árangurs. Nýir bílar í dag nota einungis um helming eða jafnvel þriðjung af því eldsneyti sem bílar af svipaðri stærð gerðu um síðustu aldamót. Þrátt fyrir að olíuverð hafi tvöfaldast frá aldamótum þá borga bifreiðaeigendur í raun ekkert meira fyrri hvern ekinn kílómetra. Mikill árangur hefur náðst í bættum bílaflota á Íslandi og er það að nokkru leyti að þakka breyttu fyrirkomulagi innflutningsgjalda þar sem eldsneytisnýtnar bifreiðar bera mun lægri gjöld en þeir sem miklu eldsneyti eyða. Mjög mikilvægt er að viðhalda þessu kerfi og skerpa jafnvel enn frekar á því og verðlauna þannig, í gegnum skatta, kaup á eldsneytisnýtnum bifreiðum. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði og borga háan eldsneytisreikning ef þeir hafa efni á því hvort eð er? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins. Þó svo að eldsneytiskaup hafi einungis áhrif á veski kaupandans hefur eldsneytisnotkunin áhrif á talsvert fleiri. Eldsneytisnotkun eykur gjaldeyrisútflæði sem hefur neikvæð efnahagsáhrif á alla landsmenn. Eldsneytisnotkun stuðlar að neikvæðum loftlagsbreytingum sem hefur áhrif á alla heimsbyggðina. Eldsneytisnotkun takmarkar líka möguleika allra næstu kynslóða til að nýta jarðefnaeldsneyti þar sem um endanlega auðlind er að ræða. Að dæla olíu bíl á er þess vegna langt í frá að vera einkamál hvers og eins bifreiðaeiganda.Vinstri og hægri Hér er rétt að árétta að þó talað sé um neyslustýringu og skatta er ekki verið að hvetja menn til að fara til vinstri eða hægri í pólitík. Þessi aðferðafræði virkar nefnilega bæði til hægri og vinstri. Ef stefnan er almennt að lækka skatta þá er mikilvægt að lækka skatta enn meira á eyðslunýtna bíla og ef stefnan er almennt að hækka skatta þá er mikilvægt að hækka skatta enn meira á eyðslufreka bíla. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort dansað er til hægri eða vinstri svo framalega sem munur er hafður á gjöldum milli bíla.Annað og innlent eldsneyti Önnur leið er að skipta yfir í annað og umhverfisvænna eldsneyti. Rafbílar er nú farnir að sjást á götum landsins sem ganga að miklu eða öllu leyti á rammíslenskri raforku. Metangas er nú unnið bæði í Reykjavík og Akureyri, metanól í Svartsengi á vegum Carbon Recycling og lífdísill á vegum Orkeyjar á Akureyri. Það vita t.d ekki allir að útgerðarfélagið Samherji er farinn að nota íslenskan lífdísil í tonnavís samhliða ýmsum öðrum aðgerðum í almennum orkusparnaði skipa sinna. Vinnan við jarðefnalaust Ísland er sem sagt komin af stað á öllum sviðum. Það sem þessi fjölbreytta framleiðsla á sammerkt er að hún er meira eða minna keyrð áfram af áhugasemi, umhverfisvitund og djörfung viðkomandi framleiðenda og bráðvantar beinan opinberan stuðning til uppbyggingar. Ef aðeins einni krónu af hverjum olíulítra væri varið í stuðning við innlenda eldsneytisframleiðslu myndi hún blómstra og færa okkur að markinu miklu mun fyrir en ella. Spurningin er: Tímum við krónu í þetta göfuga markmið?
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun