Perravaktin vill elta nafnlaus ógeð á netinu Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2014 09:21 Búið er að stofna til hóps sem kallar sig Perravaktina, sem vill hafa hendur í hári perverta á netinu. visir/gva „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð.“ Þetta segir meðal annars í yfirlýsingu sem vefmiðillinn Knúz birti nú nýverið. Þar eru boðaðar aðgerðir gegn þeim nafnleysingjum sem fara um á netinu í leit að myndum af klæðalausum íslenskum konum og börnum. Í greininni, en höfundar óska nafnleyndar, birtist það sjónarhorn að lögreglan sé „gagnslaus í þeim málum, svona eins og í öðrum kynferðisafbrotamálum.“ Ekki kemur fram til hvers konar aðgerða aðstandendur Perravaktarinnar hyggjast grípa en þar kemur fram sú skoðun að ömurlegt sé að „þetta fólk geti ávallt komist upp með verknaðinn, án þess að nokkurn tíma þurfa að standa frammi fyrir afleiðingum gjörða sinna. Margar svona síður hafa komið upp í gegnum tíðina (t.d. Ringulreið og Slembingur), og eina ráðið virðist vera að loka síðunum eða fylla þær af einhverju (flooda). Það hefur enginn verið viljugur til að benda á gerendur og upplýsa hverjir þeir eru, og lögreglan virðist ekkert vera á hraðferð til að taka á þessu. Allir vita að skömmun er góð forvörn. Það á ekki að þurfa að kenna stúlkum að taka ekki myndir af sér, það þarf að kenna fólki að deila þeim ekki á alnetið í óleyfi.“ Kveikja Perravaktarinnar varð þegar aðstandendur uppgötvuðu síðu sem virðist hafa það eitt að markmiði að óska eftir og deila myndum af stúlkum undir 18 ára aldri. „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð. Það eru nefnilega margir sem deila notendanöfnum á t.d. skype og snapchat, og jafnvel setja inn tölvupóstföng til að fá rúnkefnið sem hraðast, og þótt eitthvað leiðir á blindgötur eru mörg sem eru raunveruleg og innihalda raunverulegar upplýsingar um fólk. Nöfn t.d. Eitthvað af þessu er auðkennanlegt fólki sem kannast við þessa menn og hefur átt við þá samskipti, og vonin er að einhver sé tilbúin að benda á gerandann með þessar upplýsingar að vopni.“ Í lok pistils kemur fram að senda megi Perravaktinni efni, spurningar og upplýsingar í gegnum perravaktin.tumblr.com eða senda tölvupóst á perravaktin@gmail.com. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af aðstandendum síðunnar sem eru, eins og áður sagði, nafnlausir. Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Sjá meira
„Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð.“ Þetta segir meðal annars í yfirlýsingu sem vefmiðillinn Knúz birti nú nýverið. Þar eru boðaðar aðgerðir gegn þeim nafnleysingjum sem fara um á netinu í leit að myndum af klæðalausum íslenskum konum og börnum. Í greininni, en höfundar óska nafnleyndar, birtist það sjónarhorn að lögreglan sé „gagnslaus í þeim málum, svona eins og í öðrum kynferðisafbrotamálum.“ Ekki kemur fram til hvers konar aðgerða aðstandendur Perravaktarinnar hyggjast grípa en þar kemur fram sú skoðun að ömurlegt sé að „þetta fólk geti ávallt komist upp með verknaðinn, án þess að nokkurn tíma þurfa að standa frammi fyrir afleiðingum gjörða sinna. Margar svona síður hafa komið upp í gegnum tíðina (t.d. Ringulreið og Slembingur), og eina ráðið virðist vera að loka síðunum eða fylla þær af einhverju (flooda). Það hefur enginn verið viljugur til að benda á gerendur og upplýsa hverjir þeir eru, og lögreglan virðist ekkert vera á hraðferð til að taka á þessu. Allir vita að skömmun er góð forvörn. Það á ekki að þurfa að kenna stúlkum að taka ekki myndir af sér, það þarf að kenna fólki að deila þeim ekki á alnetið í óleyfi.“ Kveikja Perravaktarinnar varð þegar aðstandendur uppgötvuðu síðu sem virðist hafa það eitt að markmiði að óska eftir og deila myndum af stúlkum undir 18 ára aldri. „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð. Það eru nefnilega margir sem deila notendanöfnum á t.d. skype og snapchat, og jafnvel setja inn tölvupóstföng til að fá rúnkefnið sem hraðast, og þótt eitthvað leiðir á blindgötur eru mörg sem eru raunveruleg og innihalda raunverulegar upplýsingar um fólk. Nöfn t.d. Eitthvað af þessu er auðkennanlegt fólki sem kannast við þessa menn og hefur átt við þá samskipti, og vonin er að einhver sé tilbúin að benda á gerandann með þessar upplýsingar að vopni.“ Í lok pistils kemur fram að senda megi Perravaktinni efni, spurningar og upplýsingar í gegnum perravaktin.tumblr.com eða senda tölvupóst á perravaktin@gmail.com. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af aðstandendum síðunnar sem eru, eins og áður sagði, nafnlausir.
Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Sjá meira