Byggjum á tölfræði í stað tilfinninga Helga Árnadóttir skrifar 10. september 2014 10:03 Ferðaþjónustan hefur verið mikið til umfjöllunar síðustu misseri, ekki síst vegna þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur orðið á stuttum tíma. Fjölgunin er næstum því áþreifanleg, en í henni felast þó óteljandi tækifæri. Fyrir okkur öll sem í landinu búum er ómetanlegt að eiga atvinnugrein sem skapar jafn mikil verðmæti. Það er staðreynd að ferðaþjónustan dregur vagninn hvað varðar gjaldeyrissköpun þjóðarinnar, en tæplega 27% teknanna komu frá ferðaþjónustunni einni saman á síðasta ári og hefur greinin eflst frekar en hitt á þessu ári. Án hennar væri væntanlega neikvæður vöru- og þjónustujöfnuður og verulegar blikur á lofti ef greinarinnar nyti ekki við. Þá skipta beinar skatttekjur af ferðaþjónustunni tugum milljarða. Atvinnusköpun greinarinnar er með mesta móti auk þess sem hún eflir og styður við aðrar atvinnugreinar s.s. landbúnað og sjávarútveg. Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar sem hefur eflt og blómgað byggðarlög um allt land.Hvert skal stefna og hvernig? Þá er það spurningin, hvert stefnir þessi atvinnugrein og hvernig ætlum við að ná settum markmiðum þannig að tryggja megi verðmætasköpun greinarinnar til framtíðar? Til að geta svarað þessum lykilspurningum á annan hátt en á tilfinningalegum nótum verður að tryggja almennilegar rannsóknir til að styðjast við sem og reglubundna framleiðslu tölfræðiupplýsinga. Staðreyndirnar verða að fá að tala sínu máli. Tryggja verður rannsóknir í ferðaþjónustunni til jafns við rannsóknir í öðrum undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Staðreynd málsins er sú að aðeins um 1% af því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum þjóðarinnar fer í rannsóknir á ferðaþjónstunni. Síðustu tölur yfir þessa skiptingu sýna að rannsóknir í iðnaði nam um 55% af heildarframlögum til rannsókna, um 35% fóru til fiskiðnaðar og landbúnaðar og um 10% til orkuframleiðslu og dreifingar. Eftir stóð innan við 1% – eiginlega afgangsstærð eða afrúnun sem ferðaþjónustunni hefur verið skammtað í gegnum tíðina.… og hvers vegna? Fyrir atvinnugrein í svona örum vexti, þar sem tækifærin eru til staðar sem og áskoranir, er algjört lykilatriði að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á tölfræði í stað tilfinninga. Nú þegar liggur fyrir greining á þörf fyrir rannsóknir og tölfræði í íslenskri ferðaþjónustu sem unnin var af KPMG fyrir Ferðamálastofu. Sú greining var gerð fyrir um það bil einu ári síðan og voru 11 forgangsrannsóknarefni tilgreind ásamt áætluðum kostnaði. Sá kostnaður nam um 350 milljónum sem verður að teljast hóflegur í öllum samanburði. Fyrr á árinu lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra um 10 milljónir til gerðar svokallaðra ferðaþjónustureikninga til næstu þriggja ára. Vissulega erum við sem störfum í ferðaþjónustu ánægð með þessa viðleitni stjórnvalda til að ná utan um algera grunnþætti greinarinnar. Hins vegar þarf að tryggja allar þessar forgangsrannsóknir strax. Í skýrslu OECD frá því í byrjun mánaðarins um stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi kemur einnig fram mikilvægi þess að finna jafnvægi milli vaxtar orkugeirans og ferðaþjónstunnar annars vegar og umhverfisverndar hins vegar. Sér í lagi þar sem hagkerfi landsins hefur breyst mikið og mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur aukist jafnt og þétt. Þessir þættir útheimta ekki síst stefnumörkun frá hendi stjórnvalda sem þá aftur verða að byggja á öruggum tölulegum gögnum. Slíkir hagkvæmnisútreikningar verða að byggja á fjárhagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum sem því miður liggja ekki allir fyrir hendi í dag. Verðmat á auðlindum landsins í dag verður að byggja á langtímahagsmunum, enda eru auðlindir okkar líka eign komandi kynslóða.Tækifærið er núna! Stjórnvöld verða að leggjast á eitt og bregðast hratt við þannig að þau miklu tækifæri sem í greininni liggja séu tryggð til langs tíma litið. Nú er lykilatriði að ganga í takt, í takt við réttar og fullnægjandi upplýsingar hverju sinni. Stjórnvöld, það er ykkar að slá taktinn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Árnadóttir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur verið mikið til umfjöllunar síðustu misseri, ekki síst vegna þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur orðið á stuttum tíma. Fjölgunin er næstum því áþreifanleg, en í henni felast þó óteljandi tækifæri. Fyrir okkur öll sem í landinu búum er ómetanlegt að eiga atvinnugrein sem skapar jafn mikil verðmæti. Það er staðreynd að ferðaþjónustan dregur vagninn hvað varðar gjaldeyrissköpun þjóðarinnar, en tæplega 27% teknanna komu frá ferðaþjónustunni einni saman á síðasta ári og hefur greinin eflst frekar en hitt á þessu ári. Án hennar væri væntanlega neikvæður vöru- og þjónustujöfnuður og verulegar blikur á lofti ef greinarinnar nyti ekki við. Þá skipta beinar skatttekjur af ferðaþjónustunni tugum milljarða. Atvinnusköpun greinarinnar er með mesta móti auk þess sem hún eflir og styður við aðrar atvinnugreinar s.s. landbúnað og sjávarútveg. Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar sem hefur eflt og blómgað byggðarlög um allt land.Hvert skal stefna og hvernig? Þá er það spurningin, hvert stefnir þessi atvinnugrein og hvernig ætlum við að ná settum markmiðum þannig að tryggja megi verðmætasköpun greinarinnar til framtíðar? Til að geta svarað þessum lykilspurningum á annan hátt en á tilfinningalegum nótum verður að tryggja almennilegar rannsóknir til að styðjast við sem og reglubundna framleiðslu tölfræðiupplýsinga. Staðreyndirnar verða að fá að tala sínu máli. Tryggja verður rannsóknir í ferðaþjónustunni til jafns við rannsóknir í öðrum undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Staðreynd málsins er sú að aðeins um 1% af því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum þjóðarinnar fer í rannsóknir á ferðaþjónstunni. Síðustu tölur yfir þessa skiptingu sýna að rannsóknir í iðnaði nam um 55% af heildarframlögum til rannsókna, um 35% fóru til fiskiðnaðar og landbúnaðar og um 10% til orkuframleiðslu og dreifingar. Eftir stóð innan við 1% – eiginlega afgangsstærð eða afrúnun sem ferðaþjónustunni hefur verið skammtað í gegnum tíðina.… og hvers vegna? Fyrir atvinnugrein í svona örum vexti, þar sem tækifærin eru til staðar sem og áskoranir, er algjört lykilatriði að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á tölfræði í stað tilfinninga. Nú þegar liggur fyrir greining á þörf fyrir rannsóknir og tölfræði í íslenskri ferðaþjónustu sem unnin var af KPMG fyrir Ferðamálastofu. Sú greining var gerð fyrir um það bil einu ári síðan og voru 11 forgangsrannsóknarefni tilgreind ásamt áætluðum kostnaði. Sá kostnaður nam um 350 milljónum sem verður að teljast hóflegur í öllum samanburði. Fyrr á árinu lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra um 10 milljónir til gerðar svokallaðra ferðaþjónustureikninga til næstu þriggja ára. Vissulega erum við sem störfum í ferðaþjónustu ánægð með þessa viðleitni stjórnvalda til að ná utan um algera grunnþætti greinarinnar. Hins vegar þarf að tryggja allar þessar forgangsrannsóknir strax. Í skýrslu OECD frá því í byrjun mánaðarins um stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi kemur einnig fram mikilvægi þess að finna jafnvægi milli vaxtar orkugeirans og ferðaþjónstunnar annars vegar og umhverfisverndar hins vegar. Sér í lagi þar sem hagkerfi landsins hefur breyst mikið og mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur aukist jafnt og þétt. Þessir þættir útheimta ekki síst stefnumörkun frá hendi stjórnvalda sem þá aftur verða að byggja á öruggum tölulegum gögnum. Slíkir hagkvæmnisútreikningar verða að byggja á fjárhagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum sem því miður liggja ekki allir fyrir hendi í dag. Verðmat á auðlindum landsins í dag verður að byggja á langtímahagsmunum, enda eru auðlindir okkar líka eign komandi kynslóða.Tækifærið er núna! Stjórnvöld verða að leggjast á eitt og bregðast hratt við þannig að þau miklu tækifæri sem í greininni liggja séu tryggð til langs tíma litið. Nú er lykilatriði að ganga í takt, í takt við réttar og fullnægjandi upplýsingar hverju sinni. Stjórnvöld, það er ykkar að slá taktinn!
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun