Klinkið: Evrópa ætti að auka gagnsæi á raforkumarkaðnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. september 2014 10:59 Ola Borten Moe fyrrverandi olíu- og orkmálaráðherra Noregs er ungur að árum, fæddur árið 1976, en er samt talsvert reynslumikill í norskum stjórnmálum. Sem þingmaður norska Miðflokksins varð hann olíu- og orkumálaráðherra Noregs í ríkisstjórn Jens Stoltenbergs og sat í embætti frá 2011-2013, fram að síðustu kosningum. Sem ráðherra málaflokksins hafði hann mörg risavaxin mál á sinni könnu, m.a málefni norska olíusjóðsins, stærsta ríkisfjárfestingarsjóðs í heimi, og málefni sem snúa að NorNed raforkusæstrengnum milli Noregs og Hollands sem var vígður í maí 2008. Þegar sæstrengurinn hafði verið virkur í tvo mánuði hafði hann þegar skapað tekjur sem námu 50 milljónum evra en viðskiptaáætlanir NorNed gerðu ráð fyrir 64 milljóna evra tekjum á ársgrundvelli. Borten Moe var hér á Íslandi vegna ráðstefnu sem VÍB, eignastýring Íslandsbanka, hélt í gær um arðsemi orkuútflutnings en Landsvirkjun lýkur á árinu 2015 athugun sinni á hagkvæmni þess að leggja raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands. Hefur reynsla Norðmanna af NorNed verið jákvæð? „Já, almennt séð, en þetta er líka spurning um margt fleira en orkuútflutning. Fyrir Noreg og norska raforkukerfið snerist lagning strengsins líka um öryggi raforkubirgða. Við flytjum ekki bara út raforku því við flytjum hana líka inn. Rétt eins og Íslendingar reiðum við Norðmenn okkur að mestu á vatnsaflsvirkjanir sem þýðir að ef það rignir ekki er raforkuframleiðslan minni.“Hvers vegna lækkaði raforkuverð til heimila í Noregi eftir opnun NorNed? „Það er samspil fjölmargra ólíkra ástæðna. Við drógum úr regluverki raforkumarkaðarins snemma á tíunda áratug síðustu aldar og það frelsaði margar raforkuauðlindir. Þetta þýddi að frá þessum tíma höfðum við stöðugt og öruggt framboð raforku. Við vöxt efnahagslífsins, fjölgun fólks og aukna raforkunotkun jukum við ekki framleiðslugetuna í raforku í sama mæli. Þetta gerðist á sama tíma og við lögðum strenginn til Hollands. Við þurftum að auka framleiðslugetuna og það höfum við gert á síðastu árum og raforkuverðið lækkaði á ný og hefur náð jafnvægi. Er núna svipað og fyrir 15 árum.“Tekjur vegna NorNed fóru fram úr viðskiptaáætlunum. Hefur strengurinn alltaf verið arðbær? „Þetta hefur verið mjög arðbær fjárfesting bæði fyrir eiganda strengsins, þjónustuveitandann Statnett og síðan venga þeirra tekna fást með flutningi á raforku frá rekstraraðilum annarra strengja en þær fara í að greiða niður rekstrarkostnað.“Stjórnun raforkubirgða er mikilvæg fyrir Norðmenn, er þetta eitthvað sem myndi skipta Íslendinga máli við mat á kostum þess að leggja streng milli Íslands og Bretlands? „Þið eruð með annars konar kerfi því þið eruð með jarðhita svo þið eruð ekki háð regninu eins og við Norðmenn. Það eru auðvitað mjög ólíkar aðstæður.“Ættu Íslendingar að bíða eftir breytingum á evrópska raforkumarkaðnum áður en tekin er ákvörðun um lagningu strengs milli Íslands og Bretlands? „Evrópa ætti að auka gagnsæi á raforkumarkaðnum. Þeir hafa unnið að því en ekki hefur tekist að koma því í fulla framkvæmd. Mín tilfinning er sú að mikið af regluverki og tilskipunum bæði frá Brussel og aðildarríkjunum hafi dregið úr hagmkvæmni raforkumarkaðarins. Besta dæmið eru styrkir til jarðefnaeldsneytis til að jafna út áhrif styrkja sem endurnýjanlegir orkugjafa njóta.“ Klinkið Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ola Borten Moe fyrrverandi olíu- og orkmálaráðherra Noregs er ungur að árum, fæddur árið 1976, en er samt talsvert reynslumikill í norskum stjórnmálum. Sem þingmaður norska Miðflokksins varð hann olíu- og orkumálaráðherra Noregs í ríkisstjórn Jens Stoltenbergs og sat í embætti frá 2011-2013, fram að síðustu kosningum. Sem ráðherra málaflokksins hafði hann mörg risavaxin mál á sinni könnu, m.a málefni norska olíusjóðsins, stærsta ríkisfjárfestingarsjóðs í heimi, og málefni sem snúa að NorNed raforkusæstrengnum milli Noregs og Hollands sem var vígður í maí 2008. Þegar sæstrengurinn hafði verið virkur í tvo mánuði hafði hann þegar skapað tekjur sem námu 50 milljónum evra en viðskiptaáætlanir NorNed gerðu ráð fyrir 64 milljóna evra tekjum á ársgrundvelli. Borten Moe var hér á Íslandi vegna ráðstefnu sem VÍB, eignastýring Íslandsbanka, hélt í gær um arðsemi orkuútflutnings en Landsvirkjun lýkur á árinu 2015 athugun sinni á hagkvæmni þess að leggja raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands. Hefur reynsla Norðmanna af NorNed verið jákvæð? „Já, almennt séð, en þetta er líka spurning um margt fleira en orkuútflutning. Fyrir Noreg og norska raforkukerfið snerist lagning strengsins líka um öryggi raforkubirgða. Við flytjum ekki bara út raforku því við flytjum hana líka inn. Rétt eins og Íslendingar reiðum við Norðmenn okkur að mestu á vatnsaflsvirkjanir sem þýðir að ef það rignir ekki er raforkuframleiðslan minni.“Hvers vegna lækkaði raforkuverð til heimila í Noregi eftir opnun NorNed? „Það er samspil fjölmargra ólíkra ástæðna. Við drógum úr regluverki raforkumarkaðarins snemma á tíunda áratug síðustu aldar og það frelsaði margar raforkuauðlindir. Þetta þýddi að frá þessum tíma höfðum við stöðugt og öruggt framboð raforku. Við vöxt efnahagslífsins, fjölgun fólks og aukna raforkunotkun jukum við ekki framleiðslugetuna í raforku í sama mæli. Þetta gerðist á sama tíma og við lögðum strenginn til Hollands. Við þurftum að auka framleiðslugetuna og það höfum við gert á síðastu árum og raforkuverðið lækkaði á ný og hefur náð jafnvægi. Er núna svipað og fyrir 15 árum.“Tekjur vegna NorNed fóru fram úr viðskiptaáætlunum. Hefur strengurinn alltaf verið arðbær? „Þetta hefur verið mjög arðbær fjárfesting bæði fyrir eiganda strengsins, þjónustuveitandann Statnett og síðan venga þeirra tekna fást með flutningi á raforku frá rekstraraðilum annarra strengja en þær fara í að greiða niður rekstrarkostnað.“Stjórnun raforkubirgða er mikilvæg fyrir Norðmenn, er þetta eitthvað sem myndi skipta Íslendinga máli við mat á kostum þess að leggja streng milli Íslands og Bretlands? „Þið eruð með annars konar kerfi því þið eruð með jarðhita svo þið eruð ekki háð regninu eins og við Norðmenn. Það eru auðvitað mjög ólíkar aðstæður.“Ættu Íslendingar að bíða eftir breytingum á evrópska raforkumarkaðnum áður en tekin er ákvörðun um lagningu strengs milli Íslands og Bretlands? „Evrópa ætti að auka gagnsæi á raforkumarkaðnum. Þeir hafa unnið að því en ekki hefur tekist að koma því í fulla framkvæmd. Mín tilfinning er sú að mikið af regluverki og tilskipunum bæði frá Brussel og aðildarríkjunum hafi dregið úr hagmkvæmni raforkumarkaðarins. Besta dæmið eru styrkir til jarðefnaeldsneytis til að jafna út áhrif styrkja sem endurnýjanlegir orkugjafa njóta.“
Klinkið Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira