Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu frá upphafi, mun ekki ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið FC København. Frá þessu er greint á heimasíðu FCK.
Eiður hefur æft með danska liðinu að undanförnu og lék æfingaleik með því á mánudaginn, þar sem hann átti tvær stoðsendingar.
Á heimasíðu FCK kemur fram að hluti ástæðunnar hafi verið að Eiður hefði ekki getað spilað með liðinu í Evrópudeildinni. Honum er þó þakkað fyrir jákvæðar viðræður.
Eiður hefur verið án félags síðan samningur hans hjá Club Brugge rann út eftir síðasta tímabil.
Eiður Smári verður ekki leikmaður FCK

Tengdar fréttir

Eiður Smári í viðræðum við FC Kaupmannahöfn
Eiður Smári Guðjohnsen er í samningsviðræðum við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn en samkvæmt blaðamanni BT Sports er Eiður að æfa með liðinu þessa dagana.

Eiður Smári lagði upp tvö í æfingarleik | Myndband
Eiður Smári Guðjohnsen lagði upp tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja í 4-2 sigri varaliðs FCK á Nordsjælland í dag en Eiður er þessa dagana á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn.

Solbakken vongóður um að Eiður samþykki tilboð FCK
Stale Solbakken var mjög ánægður með spilamennsku Eiðs Smára Guðjohnsen í varaliðsleik FCK í dag en hann vonast til þess að ganga frá samningi við Eið á næstu dögum.

Eiður æfði með FCK í dag | Myndband
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi leikmaður Chelsea og Barcelona, æfði í fyrsta sinn með danska úrvalsdeildarliðinu FCK í dag.