Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2014 20:00 Forsætisráðherra segir grundvallarmun á fyrirhugaðri hækkun á neðra þrepi virðisaukaskattsins nú og þegar hann lagðist alfarið á móti slíkum hugmyndum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Breytingar á skattinum nú og hliðaraðgerðir muni auka kaupmátt heimilanna og leiði ekki til hækkunnar vísitölubundinna lána. Boðaðar breytingar á lægra þrepi virkiðsaukaskatts munu auka tekjur ríkissjóðs af honum um ellefu milljarða króna, en í þessu skattþrepi eru matvæli, bækur og tímarit ásamt heitu vatni og rafmagni og fleiru. Þegar Sigmundur sagði síðustu ríkisstjórn ætla að hækka skattinn árið 2011 brást Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hart við og talaði um „skelfilegar fréttir og mál sem yrði að stöðva.“ Andstaða er við fyrihugaða hækkun matarskattsins nú í þingflokki Framsóknarflokksins og ítrekaði Karl Garðarsson þingmaður flokksins á þingi í dag að hann hefði ekki skipt um skoðun frá því hann lagðist gegn þessari hugmynd í síðasta mánuði. „En það hefur hins vegar orðið grundvallar breyting á þessu frá því þessar hugmyndir komu fyrst fram og hún felst í tveimur megin prinsippum ef svo má segja. Annars vegar að breytingarnar í heild eiga að leiða til þess að ráðstöfunartekjur fólks aukist. Minnki ekki, heldur aukist. Hins vegar eigi verðlag, vísitalan, að lækka en ekki hækka. Þar með eigi lánin ekki að hækka heldur lækka. Þetta er auðvitað grundvallar breyting og þetta eru prinsipp sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að gera einhverjar breytingar. Þannig að nú fer þetta bara í vinnslu í þinginu og meti menn það svo það það sé tilefni til að gera breytingar, þá verður það gert,“ segir forsætisráðherra. Með breytingunum nú ætti að auka kaupmátt og lækka verðlag ólíkt því sem fyrri ríkisstjórn áformaði.En er ekki alveg ljóst að þrátt fyrir allar þessar breytingar sem á að gera samhliða að t.d. barnlausir einstaklingar sem eru með lágar tekjur koma ekki vel út úr þessu?„Nei, það á einmitt ekki að vera ljóst vegna þess að þetta á að ná til allra hópa í samfélaginu, óháð til dæmis barnafjölda. Þannig að jafnvel fólk sem á ekki börn á að standa betur eftir en fyrir, samkvæmt þessum prinsippum sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að breyta einhverju í frumvarpinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Fjárlög Tengdar fréttir Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04 Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir grundvallarmun á fyrirhugaðri hækkun á neðra þrepi virðisaukaskattsins nú og þegar hann lagðist alfarið á móti slíkum hugmyndum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Breytingar á skattinum nú og hliðaraðgerðir muni auka kaupmátt heimilanna og leiði ekki til hækkunnar vísitölubundinna lána. Boðaðar breytingar á lægra þrepi virkiðsaukaskatts munu auka tekjur ríkissjóðs af honum um ellefu milljarða króna, en í þessu skattþrepi eru matvæli, bækur og tímarit ásamt heitu vatni og rafmagni og fleiru. Þegar Sigmundur sagði síðustu ríkisstjórn ætla að hækka skattinn árið 2011 brást Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hart við og talaði um „skelfilegar fréttir og mál sem yrði að stöðva.“ Andstaða er við fyrihugaða hækkun matarskattsins nú í þingflokki Framsóknarflokksins og ítrekaði Karl Garðarsson þingmaður flokksins á þingi í dag að hann hefði ekki skipt um skoðun frá því hann lagðist gegn þessari hugmynd í síðasta mánuði. „En það hefur hins vegar orðið grundvallar breyting á þessu frá því þessar hugmyndir komu fyrst fram og hún felst í tveimur megin prinsippum ef svo má segja. Annars vegar að breytingarnar í heild eiga að leiða til þess að ráðstöfunartekjur fólks aukist. Minnki ekki, heldur aukist. Hins vegar eigi verðlag, vísitalan, að lækka en ekki hækka. Þar með eigi lánin ekki að hækka heldur lækka. Þetta er auðvitað grundvallar breyting og þetta eru prinsipp sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að gera einhverjar breytingar. Þannig að nú fer þetta bara í vinnslu í þinginu og meti menn það svo það það sé tilefni til að gera breytingar, þá verður það gert,“ segir forsætisráðherra. Með breytingunum nú ætti að auka kaupmátt og lækka verðlag ólíkt því sem fyrri ríkisstjórn áformaði.En er ekki alveg ljóst að þrátt fyrir allar þessar breytingar sem á að gera samhliða að t.d. barnlausir einstaklingar sem eru með lágar tekjur koma ekki vel út úr þessu?„Nei, það á einmitt ekki að vera ljóst vegna þess að þetta á að ná til allra hópa í samfélaginu, óháð til dæmis barnafjölda. Þannig að jafnvel fólk sem á ekki börn á að standa betur eftir en fyrir, samkvæmt þessum prinsippum sem menn ætla að standa vörð um jafnvel þótt það þurfi að breyta einhverju í frumvarpinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Fjárlög Tengdar fréttir Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04 Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Forsætisráðherra gagnrýndi þingmenn stjórnarandstöðunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór með stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 10. september 2014 20:04
Leita leiða til að aflétta fjármagnshöftum Skipaður hefur verið framkvæmdahópur sem mun gera tillögur að leiðum til að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi. 10. september 2014 20:22
Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu