„Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2014 19:00 Hanna Birna var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og þar sagði hún við Björn Inga Hrafnsson, umsjónamann þáttarins, að hún hefði aldrei séð stjórnmálin sem einhverja endastöð og gæti alveg eins séð sjálfan sig á öðrum starfsvettvangi. Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum. „Ég hef fengið hótanir, morðhótanir og skeytasendingar sem ég trúiði ekki að væru til í okkar samfélagi. Ég hélt að þetta væri ekki til og ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi. Ég hef haft áhyggjur af öryggi mínu og heimili mínu.“ Hanna sagði einnig að hún hafi í gegnum tíðina haft góð samskipti við fjölmiðla en hún nefndi til sögunnar að DV hafi skrifað ótal rangar fréttir um lekamálið svokallaða. „Ég veit ekki hversu mörg hundruð fréttir hafa verið skrifaðar um mig á þeim miðli sem voru beinlínis rangar. Minn aðstoðarmaður Þórey Vilhjálmsdóttir telur að hún hafi fengið þannig aðdróttanir að hálfu DV og starfsmanna þar að hún þurfi að leita réttar síns hvað það varðar.“ Hanna Birna segir að um sé að ræða skeytasendingar blaðamanns sem flestir myndu telja óeðlileg. „Það kemur fram í umræddum skeytum að það sé eins gott fyrir hana [Þóreyju Vilhjálmsdóttur] að játa glæpinn annars verði fjallað um málið á forsíðu blaðsins,“ segir Hanna og bætti við að hún hefði séð umrætt skeyti. Hanna vildi samt sem áður ekki notast við það orðalag að um væri að ræða hótanir. „Hef undanfarið verið hugsi yfir ýmsu í okkar góða samfélagi. Hef sjálf í flóknum pólitískum aðstæðum lagt mig fram um að breyta rétt á hverjum tíma, vinna verkin sem bíða og gæta þeirra almannahagsmuna sem mér var treyst fyrir. Hefði án efa getað brugðist við ýmsu með öðrum hætti - en sterkust situr þó eftir tilfinningin um þau áhrif sem langvarandi vantraust okkar sem þjóðar til hvors annars og grunngilda samfélagsins hefur haft.“ Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í stöðufærslu sinni á Facebook í dag. Óhætt er að segja að Hanna Birna hafi mikið verið í kastljósinu undanfarna mánuði vegna lekamálsins svokallaða, en nýlega sagði hún sig frá ákveðnum málaflokkum ráðuneytis síns í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Innlegg frá Hanna Birna Kristjánsdóttir. Lekamálið Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Hanna Birna var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og þar sagði hún við Björn Inga Hrafnsson, umsjónamann þáttarins, að hún hefði aldrei séð stjórnmálin sem einhverja endastöð og gæti alveg eins séð sjálfan sig á öðrum starfsvettvangi. Ráðherra sagðist hafa orðið fyrir margvíslegum hótunum á undanförnum mánuðum. „Ég hef fengið hótanir, morðhótanir og skeytasendingar sem ég trúiði ekki að væru til í okkar samfélagi. Ég hélt að þetta væri ekki til og ég myndi aldrei upplifa svona í okkar samfélagi. Ég hef haft áhyggjur af öryggi mínu og heimili mínu.“ Hanna sagði einnig að hún hafi í gegnum tíðina haft góð samskipti við fjölmiðla en hún nefndi til sögunnar að DV hafi skrifað ótal rangar fréttir um lekamálið svokallaða. „Ég veit ekki hversu mörg hundruð fréttir hafa verið skrifaðar um mig á þeim miðli sem voru beinlínis rangar. Minn aðstoðarmaður Þórey Vilhjálmsdóttir telur að hún hafi fengið þannig aðdróttanir að hálfu DV og starfsmanna þar að hún þurfi að leita réttar síns hvað það varðar.“ Hanna Birna segir að um sé að ræða skeytasendingar blaðamanns sem flestir myndu telja óeðlileg. „Það kemur fram í umræddum skeytum að það sé eins gott fyrir hana [Þóreyju Vilhjálmsdóttur] að játa glæpinn annars verði fjallað um málið á forsíðu blaðsins,“ segir Hanna og bætti við að hún hefði séð umrætt skeyti. Hanna vildi samt sem áður ekki notast við það orðalag að um væri að ræða hótanir. „Hef undanfarið verið hugsi yfir ýmsu í okkar góða samfélagi. Hef sjálf í flóknum pólitískum aðstæðum lagt mig fram um að breyta rétt á hverjum tíma, vinna verkin sem bíða og gæta þeirra almannahagsmuna sem mér var treyst fyrir. Hefði án efa getað brugðist við ýmsu með öðrum hætti - en sterkust situr þó eftir tilfinningin um þau áhrif sem langvarandi vantraust okkar sem þjóðar til hvors annars og grunngilda samfélagsins hefur haft.“ Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í stöðufærslu sinni á Facebook í dag. Óhætt er að segja að Hanna Birna hafi mikið verið í kastljósinu undanfarna mánuði vegna lekamálsins svokallaða, en nýlega sagði hún sig frá ákveðnum málaflokkum ráðuneytis síns í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var ákærður af ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Innlegg frá Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Lekamálið Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira