Framsóknarmenn andsnúnir ýmsu í fjárlagafrumvarpinu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. september 2014 10:15 Fáir stjórnarliðar hafa talað jafn opinskátt um andstöðu sína við fjárlagafrumvarpið og Karl Garðarsson. Vísir / GVA Framsóknarmenn eru óánægðir með ýmsa hluti í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn mynda meirihluta á þingi með Sjálfstæðisflokki og standa því að fjárlagafrumvarpinu. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, er meðal Framsóknarmanna sem gagnrýnt hefur tillögur frumvarpsins en líklega hefur enginn verið jafn duglegur í gagnrýni sinni og Karl Garðarsson, þingmaður flokksins í Reykjavík. Gert er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpinu annað árið í röð. Áfram er gerð rík aðhaldskrafa á ráðuneytin og undirstofnanir þeirra en gefið er í á nokkrum stöðum. Skiptar skoðanir eru á frumvarpinu, líkt og áður. Óvenju mikil óánægja er hinsvegar í stjórnarliðinu og má búast við breytingum á frumvarpinu í meðförum þingsins. Vísir tók saman fjórar breytingar sem gerðar eru í fjárlagafrumvarpinu sem ekki er einhugur um í stjórnarliðinu.Fallið er frá sérstakri skattlagningu á sykur í fjárlagafrumvarpi næsta árs.Kristin DuvallSykurskatturinnFrosti Sigurjónsson lýsti yfir efasemdum um lækkun sykurskatts á Facebook-síðu sinni. Sagði hann rök vera fyrir því að þeir sem borði mikinn sykur borgi fyrir það sérstakan skatt þar sem óhófleg sykurneysla gæti haft alvarlegar heilsufarsafleiðingar. Það yki svo kostnað í heilbrigðiskerfinu.Vísir / Vilhelm GunnarssonMatarskatturinn Fjölmargir Framsóknarmenn, til að mynda Vigdís Hauksdóttir, Karl Garðarsson og Elsa Lára Arnardóttir, hafa lýst sig andsnúna við hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Óánægjan er svo mikil að samtal er hafið á milli stjórnarflokkanna að hætta við eða draga úr fyrirhuguðum hækkunum.„Ég mun berjast gegn þessum niðurskurði í fjárlaganefnd þingsins,“ segir Karl um niðurskurðinn.Vísir / Anton BrinkKynferðisbrot Karl Garðarsson lýsti undrun sinni á forgangsröðun fjármuna í fjárlagafrumvarpinu og benti á að fella ætti niður framlög til að tryggja skilvirk úrræði þolenda kynferðisbrota. Hann og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vinna nú að frumvarpi sem á að styrkja stöðu þeirra sem þurfa að sæta heimilisofbeldi.Halda á áfram átaksverkefni skattrannsóknarstjóra en skera niður fjárframlög.Vísir / Arnþór BirkissonSkattaeftirlit Eitt málið til viðbótar sem Karl Garðarsson hefur lýst sig andsnúinn er niðurskurður á fjárframlögum til skattrannsóknarstjóra. „Þessi ráðstöfun verður þeim mun undarlegri í ljósi þess að í frumvarpinu er viðurkennt að átaksverkefni skattrannsóknarstjóra hafi skilað miklum árangri,“ sagði hann um málið á Facebook. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Framsóknarmenn eru óánægðir með ýmsa hluti í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn mynda meirihluta á þingi með Sjálfstæðisflokki og standa því að fjárlagafrumvarpinu. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, er meðal Framsóknarmanna sem gagnrýnt hefur tillögur frumvarpsins en líklega hefur enginn verið jafn duglegur í gagnrýni sinni og Karl Garðarsson, þingmaður flokksins í Reykjavík. Gert er ráð fyrir hallalausum rekstri ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpinu annað árið í röð. Áfram er gerð rík aðhaldskrafa á ráðuneytin og undirstofnanir þeirra en gefið er í á nokkrum stöðum. Skiptar skoðanir eru á frumvarpinu, líkt og áður. Óvenju mikil óánægja er hinsvegar í stjórnarliðinu og má búast við breytingum á frumvarpinu í meðförum þingsins. Vísir tók saman fjórar breytingar sem gerðar eru í fjárlagafrumvarpinu sem ekki er einhugur um í stjórnarliðinu.Fallið er frá sérstakri skattlagningu á sykur í fjárlagafrumvarpi næsta árs.Kristin DuvallSykurskatturinnFrosti Sigurjónsson lýsti yfir efasemdum um lækkun sykurskatts á Facebook-síðu sinni. Sagði hann rök vera fyrir því að þeir sem borði mikinn sykur borgi fyrir það sérstakan skatt þar sem óhófleg sykurneysla gæti haft alvarlegar heilsufarsafleiðingar. Það yki svo kostnað í heilbrigðiskerfinu.Vísir / Vilhelm GunnarssonMatarskatturinn Fjölmargir Framsóknarmenn, til að mynda Vigdís Hauksdóttir, Karl Garðarsson og Elsa Lára Arnardóttir, hafa lýst sig andsnúna við hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Óánægjan er svo mikil að samtal er hafið á milli stjórnarflokkanna að hætta við eða draga úr fyrirhuguðum hækkunum.„Ég mun berjast gegn þessum niðurskurði í fjárlaganefnd þingsins,“ segir Karl um niðurskurðinn.Vísir / Anton BrinkKynferðisbrot Karl Garðarsson lýsti undrun sinni á forgangsröðun fjármuna í fjárlagafrumvarpinu og benti á að fella ætti niður framlög til að tryggja skilvirk úrræði þolenda kynferðisbrota. Hann og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vinna nú að frumvarpi sem á að styrkja stöðu þeirra sem þurfa að sæta heimilisofbeldi.Halda á áfram átaksverkefni skattrannsóknarstjóra en skera niður fjárframlög.Vísir / Arnþór BirkissonSkattaeftirlit Eitt málið til viðbótar sem Karl Garðarsson hefur lýst sig andsnúinn er niðurskurður á fjárframlögum til skattrannsóknarstjóra. „Þessi ráðstöfun verður þeim mun undarlegri í ljósi þess að í frumvarpinu er viðurkennt að átaksverkefni skattrannsóknarstjóra hafi skilað miklum árangri,“ sagði hann um málið á Facebook.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00 Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52 Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00
Grundvallarmunur á hækkun VSK nú og árið 2011 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir breytingar á skattkerfinu nú eigi að auka kaupmátt og leiði ekki til hækkunar vísitölubundinna lána, ólíkt því sem fyrirhugað var af fyrri stjórn árið 2011 11. september 2014 20:00
Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu. 10. september 2014 14:52
Enn meira aðhalds krafist í fjárlagafrumvarpi næsta árs Framlög til vegamála munu einungis aukast um einn milljarð á næsta ári, en ekki þrjá eins og gert hafði verið ráð fyrir. Hagræðingar er krafist hjá Vinnumálastofnun, umboðsmanni skuldara og skattrannsóknarstjóra. 9. september 2014 11:41