Jólin eru komin í Rúmfatalagernum Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2014 16:21 Ívar og félagar í Rúmfatalagernum fyrst með jólin þetta árið, og slógu Ikea ref fyrir rass. Jólin eru komin í Rúmfatalagerinn. Verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Korputorgi heitir Ívar Þórður Ívarsson og hann er kominn í sannkallað jólaskap, hress og kátur. „Já, við erum fyrst í ár. Það er klárlega þannig. Við ætlum að stilla þessu vel upp, og selja allar gömlu jólavörurnar með 30 prósenta afslætti,“ segir Ívar. Hann segir fólk almennt taki vel í þetta. „En, þeir eru reyndar til sem vilja halda því fram að þetta sé alltof snemmt og láta mann heyra það,“ segir Ívar og er með athyglisverða kenningu varðandi þá sem vilja nöldra vegna þess að jólin séu kynnt alltof snemma til leiks, og það nú strax í september. „Það eru vanalegast þeir sem mest skammast sem svo versla mest. Ætli maður verði ekki svo að skoða þetta, segja þeir eftir skammirnar og svo kaupa þeir.“ Ívar Þórður segir að fram til þessa og oftast sé Ikea fyrst verslana til að bjóða fram jólavarning en nú sé Rúmfatalagerinn fyrstur. Sem og reyndar í fyrra. „Þjófstarta? Jú, kannski. En, nú verður stutt í að þeir setji allt í gang. Menn eru svekktir og vakna upp við vondan draum! Seinnipartinn í næstu viku verða þeir búnir að setja allt í gang,“ segir Ívar og vísar til þeirra sem versla með jólavarning. „Ég held að við séum sterkust á landinu í jólavörum og fólkið er svo ánægt að koma þegar það er búið að breyta þessu. En, svo erum við líka að hjálpa þeim sem vilja ekki eyða öllum peningunum í desember, heldur mjatla þetta út núna; ljós, seríur og kerti. Lýsir svo skammdegið upp. Ég verð kominn með nýjar vöru 14. næsta mánaðar. Þá verða allar þessar vörur farnar og búið og bless, og þá get ég í góðum „fílíng“ tekið yfirvinnu og breytt búðinni minni í sannkallað jólaland,“ segir Ívar Páll: „Gleðileg jól!“ Og jólin, jólin... þau eru kannski ekki allstaðar, nú þegar septembermánuður er liðlega hálfnaður, en þau eru mætt til leiks í Rúmfatalagernum. Jólafréttir Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Jólin eru komin í Rúmfatalagerinn. Verslunarstjóri Rúmfatalagersins á Korputorgi heitir Ívar Þórður Ívarsson og hann er kominn í sannkallað jólaskap, hress og kátur. „Já, við erum fyrst í ár. Það er klárlega þannig. Við ætlum að stilla þessu vel upp, og selja allar gömlu jólavörurnar með 30 prósenta afslætti,“ segir Ívar. Hann segir fólk almennt taki vel í þetta. „En, þeir eru reyndar til sem vilja halda því fram að þetta sé alltof snemmt og láta mann heyra það,“ segir Ívar og er með athyglisverða kenningu varðandi þá sem vilja nöldra vegna þess að jólin séu kynnt alltof snemma til leiks, og það nú strax í september. „Það eru vanalegast þeir sem mest skammast sem svo versla mest. Ætli maður verði ekki svo að skoða þetta, segja þeir eftir skammirnar og svo kaupa þeir.“ Ívar Þórður segir að fram til þessa og oftast sé Ikea fyrst verslana til að bjóða fram jólavarning en nú sé Rúmfatalagerinn fyrstur. Sem og reyndar í fyrra. „Þjófstarta? Jú, kannski. En, nú verður stutt í að þeir setji allt í gang. Menn eru svekktir og vakna upp við vondan draum! Seinnipartinn í næstu viku verða þeir búnir að setja allt í gang,“ segir Ívar og vísar til þeirra sem versla með jólavarning. „Ég held að við séum sterkust á landinu í jólavörum og fólkið er svo ánægt að koma þegar það er búið að breyta þessu. En, svo erum við líka að hjálpa þeim sem vilja ekki eyða öllum peningunum í desember, heldur mjatla þetta út núna; ljós, seríur og kerti. Lýsir svo skammdegið upp. Ég verð kominn með nýjar vöru 14. næsta mánaðar. Þá verða allar þessar vörur farnar og búið og bless, og þá get ég í góðum „fílíng“ tekið yfirvinnu og breytt búðinni minni í sannkallað jólaland,“ segir Ívar Páll: „Gleðileg jól!“ Og jólin, jólin... þau eru kannski ekki allstaðar, nú þegar septembermánuður er liðlega hálfnaður, en þau eru mætt til leiks í Rúmfatalagernum.
Jólafréttir Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira