Sóknarfæri fyrir íslenskar efnisveitur til að mæta Netflix Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. september 2014 10:09 Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone Sóknarfæri eru fyrir fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki að setja á markaðinn efnisveitur sambærilegar Netflix með íslensku sjónvarpsefni. Þetta segir Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone. Stefán er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Í viðtalinu fer hann yfir sóknarfæri Vodafone en hann telur að aukin arðsemi fyrirtækisins geti falist í Red vörulínunni sem hann segir einfalda og auðvelda upplifun viðskiptavinarins af fjarskiptaþjónustu. Þá upplýsir hann að Vodafone muni áfram stækka 4G kerfi sitt og muni ekki bíða eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna umsóknar um samstarf við Nova um uppbyggingu á slíku kerfi. Ekki sé þó „þjóðhagslega hagkvæmt“ að mörg fyrirtæki séu samtímis að byggja upp 4G kerfi. Tilraunir til að hamla útbreiðslu Netflix ekki borið árangur Áætlað er að tæplega 30 þúsund Íslendingar séu ólöglega áskrifendur að Netflix efnisveitunni og noti þjónustuna með þar til gerðum búnaði eins og Apple TV en enginn veit þessa tölu með fullkominni vissu. Efnisveitur eins og Netflix og Hulu er ólöglegar á Íslandi vegna þess að það brýtur í bága við lög um höfundarrétt að þær bjóði efni sitt fram hér á landi. Netflix hefur ekki formlega boðið upp á þjónustuna hér á landi en notendur hafa getað nýtt sér hana með því að skrá sig inn á sérstakar síður og stilla búnaðinn í Bandaríkjunum. Þessi viðskipti eru brot á efniskaupasamningum sem íslensk afþreyingar og þjónustufyrirtæki hafa gert og eftir atvikum höfundar- og dreifingarrétti. Tilraunir til þess að fá Netflix til þess að bregðast við þessu hafa þó ekki borið árangur en íslenski markaðurinn er afskaplega lítill fyrir Netflix í stóra samhengi hlutanna. Markaður fyrir íslenskt Netflix Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone segir að það sé klárlega markaður fyrir íslenska efnisveitu, sambærilega Netflix, sem gæti boðið upp á íslenskt sjónvarpsefni gegn fastri mánaðarlegri áskrift. Vodafone sé þó ekki með slíka vöru í þróun en fyrirtækið styðji viðleitni manna við þróun á slíku. „Við búum við harða erlenda samkeppni á Íslandi á fleiri sviðum. Við þekkjum það úr fatageiranum að H&M er með háa markaðshlutdeild á Íslandi þrátt fyrir að vera ekki staðsett á Íslandi. Þetta er bagalegt fyrir þá sem kaupa efnið. Hins vegar er Netflix auðvitað hannað fyrir annan markað. Þetta er t.d. ekki textað efni o.s.frv. Þannig að maður hefur verið að vona að það geti komið samkeppnisleg svör frá íslensku efnisveitunum. Við með okkar sjónvarpsdreifingarkerfi erum auðvitað tilbúin að vinna með öllum markaðnum að því að koma með íslenskar lausnir á þessu sviði. Við erum ekki, eins og 365, í því að búa til sjónvarpsefni, eða RÚV en við erum með dreifinguna og höfum verið að vinna með öllum markaðnum á því sviði. Við erum sjálf með tengsl við erlendu stúdíóin sem eiga megnið af erlenda efninu í leigunni okkar, Vodinu. Þannig að við eigum alveg hagsmuna að gæta líka á þessum markaði. Mín skoðun hefur verið sú að það vanti íslenska svona vöru, sem er með íslensku efni,“ segir Stefán.Nýjasta Klinkið í heild sinni má sjá hér. Klinkið Netflix Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Sjá meira
Sóknarfæri eru fyrir fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki að setja á markaðinn efnisveitur sambærilegar Netflix með íslensku sjónvarpsefni. Þetta segir Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone. Stefán er gestur okkar í nýjasta Klinkinu. Í viðtalinu fer hann yfir sóknarfæri Vodafone en hann telur að aukin arðsemi fyrirtækisins geti falist í Red vörulínunni sem hann segir einfalda og auðvelda upplifun viðskiptavinarins af fjarskiptaþjónustu. Þá upplýsir hann að Vodafone muni áfram stækka 4G kerfi sitt og muni ekki bíða eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna umsóknar um samstarf við Nova um uppbyggingu á slíku kerfi. Ekki sé þó „þjóðhagslega hagkvæmt“ að mörg fyrirtæki séu samtímis að byggja upp 4G kerfi. Tilraunir til að hamla útbreiðslu Netflix ekki borið árangur Áætlað er að tæplega 30 þúsund Íslendingar séu ólöglega áskrifendur að Netflix efnisveitunni og noti þjónustuna með þar til gerðum búnaði eins og Apple TV en enginn veit þessa tölu með fullkominni vissu. Efnisveitur eins og Netflix og Hulu er ólöglegar á Íslandi vegna þess að það brýtur í bága við lög um höfundarrétt að þær bjóði efni sitt fram hér á landi. Netflix hefur ekki formlega boðið upp á þjónustuna hér á landi en notendur hafa getað nýtt sér hana með því að skrá sig inn á sérstakar síður og stilla búnaðinn í Bandaríkjunum. Þessi viðskipti eru brot á efniskaupasamningum sem íslensk afþreyingar og þjónustufyrirtæki hafa gert og eftir atvikum höfundar- og dreifingarrétti. Tilraunir til þess að fá Netflix til þess að bregðast við þessu hafa þó ekki borið árangur en íslenski markaðurinn er afskaplega lítill fyrir Netflix í stóra samhengi hlutanna. Markaður fyrir íslenskt Netflix Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone segir að það sé klárlega markaður fyrir íslenska efnisveitu, sambærilega Netflix, sem gæti boðið upp á íslenskt sjónvarpsefni gegn fastri mánaðarlegri áskrift. Vodafone sé þó ekki með slíka vöru í þróun en fyrirtækið styðji viðleitni manna við þróun á slíku. „Við búum við harða erlenda samkeppni á Íslandi á fleiri sviðum. Við þekkjum það úr fatageiranum að H&M er með háa markaðshlutdeild á Íslandi þrátt fyrir að vera ekki staðsett á Íslandi. Þetta er bagalegt fyrir þá sem kaupa efnið. Hins vegar er Netflix auðvitað hannað fyrir annan markað. Þetta er t.d. ekki textað efni o.s.frv. Þannig að maður hefur verið að vona að það geti komið samkeppnisleg svör frá íslensku efnisveitunum. Við með okkar sjónvarpsdreifingarkerfi erum auðvitað tilbúin að vinna með öllum markaðnum að því að koma með íslenskar lausnir á þessu sviði. Við erum ekki, eins og 365, í því að búa til sjónvarpsefni, eða RÚV en við erum með dreifinguna og höfum verið að vinna með öllum markaðnum á því sviði. Við erum sjálf með tengsl við erlendu stúdíóin sem eiga megnið af erlenda efninu í leigunni okkar, Vodinu. Þannig að við eigum alveg hagsmuna að gæta líka á þessum markaði. Mín skoðun hefur verið sú að það vanti íslenska svona vöru, sem er með íslensku efni,“ segir Stefán.Nýjasta Klinkið í heild sinni má sjá hér.
Klinkið Netflix Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Sjá meira