„Markmiðið er fyrst og fremst að vinna þessa tvo leiki, fá góða frammistöðu og reyna að halda áfram að bæta leik liðsins,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þegar hópurinn fyrir landsleikina gegn Ísrael og Serbíu var tilkynntur.
„Á sama tíma viljum við skoða leikmenn sem hafa spilað minna, eða jafnvel ekki neitt, á árinu.
„Þetta er tvíþætt: að klára undankeppni HM 2015 með sæmd og hefja undirbúning fyrir EM 2017,“ sagði Freyr, en nánar verður rætt við hann í Fréttablaðinu á morgun.
Freyr: Viljum byrja undirbúninginn fyrir EM 2017

Tengdar fréttir

Reynslumiklir leikmenn ekki í hópnum hjá Frey
Engin Katrín Ómarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir né Ólína G. Viðarsdóttir í landsliðshópnum sem mætir Serbíu og Ísreal.