Þremur leikjum lauk rétt í þessu í Pepsi-deild kvenna en ekkert virðist geta komið í veg fyrir að ÍA leiki í 1. deildinni á næsta tímabili.
Liðið tók á móti Aftureldingu upp á Skaga í kvöld og gat með sigri náð að blanda sér í baráttuna um sæti í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.
Skagakonur áttu hinsvegar litla möguleika þrátt fyrir að Afturelding hefði misst Heiðrúnu Sunnu Sigurðardóttir af velli með rautt spjald þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Leiknum lauk með 3-0 sigri Aftureldingar sem gengur langt með að senda ÍA í 1. deildina.
Þá datt FH niður í fallsæti eftir 1-4 tap gegn ÍBV í Kaplakrika. Eyjakonur komust í 3-0 áður en Maria Selma Haseta minnkaði muninn fyrir FH en Natasha Anasi bætti við marki fyrir ÍBV á lokamínútum leiksins.
Úrslit kvöldsins:
ÍA 0-3 Afturelding
FH 1-4 ÍBV
Enn eitt tapið hjá ÍA | FH í fallsæti
