Réttur til menntunar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 5. september 2014 11:30 Eitt af mikilvægari verkefnum stjórnvalda er að tryggja það að Íslendingar geti sótt sér menntun. Um það ríkir almenn sátt í þjóðfélaginu að Jón á ekki meira tilkall til menntunar en Gunni af þeirri ástæðu að foreldrar Jóns eru efnameiri en foreldrar Gunna. Við eigum að búa í samfélagi þar sem allir geta menntað sig burt séð frá efnahagslegri stöðu einstaklingsins sjálfs eða foreldra hans. Menntun á háskólastigi er mikilvæg og þurfa margir námsmenn að sækja sér menntun út fyrir landsteinana. Sumir stunda nám erlendis af því að þeim stendur ekki til boða það sérfræðinám sem þeim hugnast hér á Íslandi, aðrir fara út til að takast á við þá áskorun að nema við þekkta og mikilsvirta háskóla og mynda þannig tengsl við góða leiðbeinendur og samnemendur. Enn aðrir mennta sig í útlöndum til að víkka sjóndeildarhringinn í öðru landi og læra jafnvel nýtt tungumál í leiðinni. Við eigum að styðja við bakið á ungu íslensku fólki sem vill mennta sig í útlöndum því það er ekki bara gott fyrir menntastigið í landinu heldur hefur það einnig jákvæð áhrif á efnahagslífið í heild sinni að fá inn ungt fólk á markaðinn til að þróa og þroska atvinnulífið. Við græðum öll á því þegar þekking fólksins í landinu dýpkar og breikkar. Stöndum því ekki í vegi fyrir að fjölga námsmönnum erlendis heldur styðjum við bakið á þeim og hvetjum þá til að snúa heim og láta gott af sér leiða. Geta ráðið úrslitum Tilgangur SÍNE hefur frá stofnun verið sá að standa vörð um réttindi og lánakjör íslenskra námsmanna í útlöndum og þá meðal annars í gegnum fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN. Staðan er þó sú að í stjórn LÍN sitja átta fulltrúar. Fjórir af þeim eru skipaðir af stjórnvöldum en námsmannahreyfingarnar eiga fjóra fulltrúa og þar af á SÍNE einn af þeim og reyna þær að berjast eftir fremsta megni fyrir réttindum sinna félagsmanna. Til að ákvörðun stjórnarfundar teljist gild þarf hún stuðning meirihluta stjórnarmanna. Verði atkvæði jöfn við afgreiðslu mála í stjórn sjóðsins sker atkvæði formanns úr. Fulltrúar stjórnvalda fara því með meirihluta atkvæða í stjórninni og geta þar af leiðandi ráðið úrslitum í öllum ákvörðunum sem stjórn LÍN tekur. Síðastliðið vor tók meirihluti stjórnar LÍN ákvörðun um það að skera flatt niður grunnframfærslu til námsmanna erlendis um 10%. Þessi skjóti niðurskurður kom sér afar illa fyrir marga námsmenn erlendis og fékk SÍNE fjöldann allan af erindum og fyrirspurnum frá námsmönnum sem lýstu yfir furðu sinni vegna þessarar ákvörðunar og þá sérstaklega hversu skyndilega hún kom til og þá án allra viðvarana. Undirritaður vonast til þess að þessi niðurskurður boði ekki ófögur fyrirheit þegar kemur að grunnframfærslu námsmanna erlendis almennt. Það er nógu erfitt að stíga skrefið og halda einn síns liðs út í óvissuna og nema í fjarlægu landi. Við skulum ekki letja fólk til náms heldur hvetja það! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Davíð Kristjánsson Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægari verkefnum stjórnvalda er að tryggja það að Íslendingar geti sótt sér menntun. Um það ríkir almenn sátt í þjóðfélaginu að Jón á ekki meira tilkall til menntunar en Gunni af þeirri ástæðu að foreldrar Jóns eru efnameiri en foreldrar Gunna. Við eigum að búa í samfélagi þar sem allir geta menntað sig burt séð frá efnahagslegri stöðu einstaklingsins sjálfs eða foreldra hans. Menntun á háskólastigi er mikilvæg og þurfa margir námsmenn að sækja sér menntun út fyrir landsteinana. Sumir stunda nám erlendis af því að þeim stendur ekki til boða það sérfræðinám sem þeim hugnast hér á Íslandi, aðrir fara út til að takast á við þá áskorun að nema við þekkta og mikilsvirta háskóla og mynda þannig tengsl við góða leiðbeinendur og samnemendur. Enn aðrir mennta sig í útlöndum til að víkka sjóndeildarhringinn í öðru landi og læra jafnvel nýtt tungumál í leiðinni. Við eigum að styðja við bakið á ungu íslensku fólki sem vill mennta sig í útlöndum því það er ekki bara gott fyrir menntastigið í landinu heldur hefur það einnig jákvæð áhrif á efnahagslífið í heild sinni að fá inn ungt fólk á markaðinn til að þróa og þroska atvinnulífið. Við græðum öll á því þegar þekking fólksins í landinu dýpkar og breikkar. Stöndum því ekki í vegi fyrir að fjölga námsmönnum erlendis heldur styðjum við bakið á þeim og hvetjum þá til að snúa heim og láta gott af sér leiða. Geta ráðið úrslitum Tilgangur SÍNE hefur frá stofnun verið sá að standa vörð um réttindi og lánakjör íslenskra námsmanna í útlöndum og þá meðal annars í gegnum fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN. Staðan er þó sú að í stjórn LÍN sitja átta fulltrúar. Fjórir af þeim eru skipaðir af stjórnvöldum en námsmannahreyfingarnar eiga fjóra fulltrúa og þar af á SÍNE einn af þeim og reyna þær að berjast eftir fremsta megni fyrir réttindum sinna félagsmanna. Til að ákvörðun stjórnarfundar teljist gild þarf hún stuðning meirihluta stjórnarmanna. Verði atkvæði jöfn við afgreiðslu mála í stjórn sjóðsins sker atkvæði formanns úr. Fulltrúar stjórnvalda fara því með meirihluta atkvæða í stjórninni og geta þar af leiðandi ráðið úrslitum í öllum ákvörðunum sem stjórn LÍN tekur. Síðastliðið vor tók meirihluti stjórnar LÍN ákvörðun um það að skera flatt niður grunnframfærslu til námsmanna erlendis um 10%. Þessi skjóti niðurskurður kom sér afar illa fyrir marga námsmenn erlendis og fékk SÍNE fjöldann allan af erindum og fyrirspurnum frá námsmönnum sem lýstu yfir furðu sinni vegna þessarar ákvörðunar og þá sérstaklega hversu skyndilega hún kom til og þá án allra viðvarana. Undirritaður vonast til þess að þessi niðurskurður boði ekki ófögur fyrirheit þegar kemur að grunnframfærslu námsmanna erlendis almennt. Það er nógu erfitt að stíga skrefið og halda einn síns liðs út í óvissuna og nema í fjarlægu landi. Við skulum ekki letja fólk til náms heldur hvetja það!
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun