Illugi hunsar bókaútgefendur Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2014 13:06 Mjög þungt hljóð er í bókaútgefendum, meðan Illugi snýr í þá baki óttast þeir hrun í íslenskri bókaútgáfu. Bókaútgefendur eru uggandi, svo vægt sé til orða tekið, vegna fjárlagafrumvarps sem kynnt verður í dag. Þeir óttast að virðisaukaskattur á bækur verði hækkaður, sem mun að þeirra sögn leiða til hruns í bókaútgáfu.Egill Örn Jóhannsson er formaður félags Íslenskra bókaútgefenda. Hann er ómyrkur í máli, segir útgefendur hafa fyrir því rökstuddan grun að breytingar á virðisaukaskattskerfinu muni leiða til þess að virðisaukaskattur á bækur muni hækka. Egill Örn vísar til orða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins að menningin nyti engrar undanþágu og yrði að bera sína bagga í niðurskurði og fjáröflun ríkissjóðs.Bókaútgefendur uggandi „Já, við teljum okkur hafa rökstuddan grun um að það eigi að hækka virðisaukaskatt á bækur samhliða því sem virðisaukaskattur á matvöru og öðru sem er í lægra þrepinu, verði hækkaður. Og af því höfum við verulegar áhyggjur því áhrif virðisaukaskattshækkunar á bækur geta orðið miklu meiri og verri en sem nemur einhverjum prósentutölum til eða frá,“ segir formaðurinn og það er þungt í honum hljóðið. Egill bendir á að almennt og nánast allstaðar eru bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi, sjö prósent eða með öllu undanþegnar virðisaukaskatti. „Þannig að hér er ríkisstjórnin á einhverri allt annarri vegferð en tíðkast í Evrópu.“ Bókaútgefendur tala um verulegan áróður stjórnarliða fyrir þessari breytingu. „Það sést mjög víða og það er þessi orðræða um einföldun virðisaukaskattskerfis. Sem við furðum okkur mjög á, þegar um er að ræða ekkert annað en hækkun á virðisaukaskatti á bækur og fjölmiðlun.“Menntamálaráðherra virðir bókafólk ekki svarsEgill Örn segir að bókaútgefendur hafi nú lengi og ítrekað farið fram á fund með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, sem ekki hefur virt þá svars. Hann segir þögn úr menntamálaráðuneytinu þrúgandi. „Við höfum síðan í sumar reynt ítrekað að ná eyrum menntamálaráðherra og fundi með honum en engin svör fengið. Og við neitum að trúa því fyrr en í fulla hnefana að þessi ríkisstjórn ætli að ganga milli bols og höfuðs á íslenskri bókaútgáfu með hækkun virðisaukaskatts á bækur," segir Egill Örn. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Bókaútgefendur eru uggandi, svo vægt sé til orða tekið, vegna fjárlagafrumvarps sem kynnt verður í dag. Þeir óttast að virðisaukaskattur á bækur verði hækkaður, sem mun að þeirra sögn leiða til hruns í bókaútgáfu.Egill Örn Jóhannsson er formaður félags Íslenskra bókaútgefenda. Hann er ómyrkur í máli, segir útgefendur hafa fyrir því rökstuddan grun að breytingar á virðisaukaskattskerfinu muni leiða til þess að virðisaukaskattur á bækur muni hækka. Egill Örn vísar til orða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins að menningin nyti engrar undanþágu og yrði að bera sína bagga í niðurskurði og fjáröflun ríkissjóðs.Bókaútgefendur uggandi „Já, við teljum okkur hafa rökstuddan grun um að það eigi að hækka virðisaukaskatt á bækur samhliða því sem virðisaukaskattur á matvöru og öðru sem er í lægra þrepinu, verði hækkaður. Og af því höfum við verulegar áhyggjur því áhrif virðisaukaskattshækkunar á bækur geta orðið miklu meiri og verri en sem nemur einhverjum prósentutölum til eða frá,“ segir formaðurinn og það er þungt í honum hljóðið. Egill bendir á að almennt og nánast allstaðar eru bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi, sjö prósent eða með öllu undanþegnar virðisaukaskatti. „Þannig að hér er ríkisstjórnin á einhverri allt annarri vegferð en tíðkast í Evrópu.“ Bókaútgefendur tala um verulegan áróður stjórnarliða fyrir þessari breytingu. „Það sést mjög víða og það er þessi orðræða um einföldun virðisaukaskattskerfis. Sem við furðum okkur mjög á, þegar um er að ræða ekkert annað en hækkun á virðisaukaskatti á bækur og fjölmiðlun.“Menntamálaráðherra virðir bókafólk ekki svarsEgill Örn segir að bókaútgefendur hafi nú lengi og ítrekað farið fram á fund með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, sem ekki hefur virt þá svars. Hann segir þögn úr menntamálaráðuneytinu þrúgandi. „Við höfum síðan í sumar reynt ítrekað að ná eyrum menntamálaráðherra og fundi með honum en engin svör fengið. Og við neitum að trúa því fyrr en í fulla hnefana að þessi ríkisstjórn ætli að ganga milli bols og höfuðs á íslenskri bókaútgáfu með hækkun virðisaukaskatts á bækur," segir Egill Örn.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira