Illugi hunsar bókaútgefendur Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2014 13:06 Mjög þungt hljóð er í bókaútgefendum, meðan Illugi snýr í þá baki óttast þeir hrun í íslenskri bókaútgáfu. Bókaútgefendur eru uggandi, svo vægt sé til orða tekið, vegna fjárlagafrumvarps sem kynnt verður í dag. Þeir óttast að virðisaukaskattur á bækur verði hækkaður, sem mun að þeirra sögn leiða til hruns í bókaútgáfu.Egill Örn Jóhannsson er formaður félags Íslenskra bókaútgefenda. Hann er ómyrkur í máli, segir útgefendur hafa fyrir því rökstuddan grun að breytingar á virðisaukaskattskerfinu muni leiða til þess að virðisaukaskattur á bækur muni hækka. Egill Örn vísar til orða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins að menningin nyti engrar undanþágu og yrði að bera sína bagga í niðurskurði og fjáröflun ríkissjóðs.Bókaútgefendur uggandi „Já, við teljum okkur hafa rökstuddan grun um að það eigi að hækka virðisaukaskatt á bækur samhliða því sem virðisaukaskattur á matvöru og öðru sem er í lægra þrepinu, verði hækkaður. Og af því höfum við verulegar áhyggjur því áhrif virðisaukaskattshækkunar á bækur geta orðið miklu meiri og verri en sem nemur einhverjum prósentutölum til eða frá,“ segir formaðurinn og það er þungt í honum hljóðið. Egill bendir á að almennt og nánast allstaðar eru bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi, sjö prósent eða með öllu undanþegnar virðisaukaskatti. „Þannig að hér er ríkisstjórnin á einhverri allt annarri vegferð en tíðkast í Evrópu.“ Bókaútgefendur tala um verulegan áróður stjórnarliða fyrir þessari breytingu. „Það sést mjög víða og það er þessi orðræða um einföldun virðisaukaskattskerfis. Sem við furðum okkur mjög á, þegar um er að ræða ekkert annað en hækkun á virðisaukaskatti á bækur og fjölmiðlun.“Menntamálaráðherra virðir bókafólk ekki svarsEgill Örn segir að bókaútgefendur hafi nú lengi og ítrekað farið fram á fund með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, sem ekki hefur virt þá svars. Hann segir þögn úr menntamálaráðuneytinu þrúgandi. „Við höfum síðan í sumar reynt ítrekað að ná eyrum menntamálaráðherra og fundi með honum en engin svör fengið. Og við neitum að trúa því fyrr en í fulla hnefana að þessi ríkisstjórn ætli að ganga milli bols og höfuðs á íslenskri bókaútgáfu með hækkun virðisaukaskatts á bækur," segir Egill Örn. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Bókaútgefendur eru uggandi, svo vægt sé til orða tekið, vegna fjárlagafrumvarps sem kynnt verður í dag. Þeir óttast að virðisaukaskattur á bækur verði hækkaður, sem mun að þeirra sögn leiða til hruns í bókaútgáfu.Egill Örn Jóhannsson er formaður félags Íslenskra bókaútgefenda. Hann er ómyrkur í máli, segir útgefendur hafa fyrir því rökstuddan grun að breytingar á virðisaukaskattskerfinu muni leiða til þess að virðisaukaskattur á bækur muni hækka. Egill Örn vísar til orða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins að menningin nyti engrar undanþágu og yrði að bera sína bagga í niðurskurði og fjáröflun ríkissjóðs.Bókaútgefendur uggandi „Já, við teljum okkur hafa rökstuddan grun um að það eigi að hækka virðisaukaskatt á bækur samhliða því sem virðisaukaskattur á matvöru og öðru sem er í lægra þrepinu, verði hækkaður. Og af því höfum við verulegar áhyggjur því áhrif virðisaukaskattshækkunar á bækur geta orðið miklu meiri og verri en sem nemur einhverjum prósentutölum til eða frá,“ segir formaðurinn og það er þungt í honum hljóðið. Egill bendir á að almennt og nánast allstaðar eru bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi, sjö prósent eða með öllu undanþegnar virðisaukaskatti. „Þannig að hér er ríkisstjórnin á einhverri allt annarri vegferð en tíðkast í Evrópu.“ Bókaútgefendur tala um verulegan áróður stjórnarliða fyrir þessari breytingu. „Það sést mjög víða og það er þessi orðræða um einföldun virðisaukaskattskerfis. Sem við furðum okkur mjög á, þegar um er að ræða ekkert annað en hækkun á virðisaukaskatti á bækur og fjölmiðlun.“Menntamálaráðherra virðir bókafólk ekki svarsEgill Örn segir að bókaútgefendur hafi nú lengi og ítrekað farið fram á fund með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, sem ekki hefur virt þá svars. Hann segir þögn úr menntamálaráðuneytinu þrúgandi. „Við höfum síðan í sumar reynt ítrekað að ná eyrum menntamálaráðherra og fundi með honum en engin svör fengið. Og við neitum að trúa því fyrr en í fulla hnefana að þessi ríkisstjórn ætli að ganga milli bols og höfuðs á íslenskri bókaútgáfu með hækkun virðisaukaskatts á bækur," segir Egill Örn.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira