Eiginkona og barn leiðtoga Hamas drepin í sprengingu Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2014 07:17 Ættingjar sjö mánaða gamals drengs frá Palestínu halda á líki hans. Vísir/Getty Eiginkona og tveggja ára dóttir Mohammed Deif, eins leiðtoga Hamas, fórust í loftárás Ísraelshers á Gasa í gær. Að minnsta kosti nítján Palestínumenn hafa látið lífið í loftárásum Ísraela sem hófust á ný síðdegis í gær eftir að vopnahlé sem samið hafði verið um fór út um þúfur. Rúmlega hundrað eru sárir.Fréttaskýrandi BBC segir líklegt að ætlunin hafi verið að drepa Deif sjálfan í árásinni. Talsmaður Hamas sagði Deif hins vegar enn vera á lífi og stjórni áfram hernaðaraðgerðum samtakanna.Ísraelar fullyrða að um 137 eldflaugum hafi verið skotið í átt að Ísrael frá því á þriðjudag en ekkert tjón virðist þó hafa hlotist af þeim. Ísraelsher hafi hins vegar framkvæmt 92 loftárásir á ákveðin skotmörk á Gasa. Friðarviðræðunum sem staðið hafa yfir í Kaíró í Egyptalandi hefur nú verið slitið og samninganefndirnar sendar til síns heima. Deiluaðilar kenna hvor annarri um að viðræðurnar hafi farið út um þúfur. Egypsk stjórnvöld harma það mjög að tíu daga vopnahlé sé nú á enda, en að áfram verði unnið að því að tryggja varanlegan frið. 2.103 hafa látið lífið í árásum síðustu sex vikna.Palestínumaður hleypur með slasaða stúlku á spítalann í Shifa á Gasasvæðinu.Vísir/AP Gasa Tengdar fréttir Vopnahlé framlengt á Gasa Vopnahléið á Gasa var framlengt í gærkvöldi um einn sólarhring. Það hefði átt að renna út klukkan níu að íslenskum tíma í gærkvöld en menn sættust á að framlengja það til þess að geta rætt málin í sólarhring til viðbótar. 19. ágúst 2014 07:03 Netanyahu fyrirskipar nýjar loftárásir Þremur eldflaugum var skotið á bæinn Beersheva í Ísrael fyrr í dag. 19. ágúst 2014 13:30 Viðræður og vopnahlé út um þúfur Ísraelar gengu út af fundum og byrjuðu að varpa sprengjum á Gasa í gær, strax og sprengjuflaugum var skotið yfir til Ísraels. 20. ágúst 2014 06:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Eiginkona og tveggja ára dóttir Mohammed Deif, eins leiðtoga Hamas, fórust í loftárás Ísraelshers á Gasa í gær. Að minnsta kosti nítján Palestínumenn hafa látið lífið í loftárásum Ísraela sem hófust á ný síðdegis í gær eftir að vopnahlé sem samið hafði verið um fór út um þúfur. Rúmlega hundrað eru sárir.Fréttaskýrandi BBC segir líklegt að ætlunin hafi verið að drepa Deif sjálfan í árásinni. Talsmaður Hamas sagði Deif hins vegar enn vera á lífi og stjórni áfram hernaðaraðgerðum samtakanna.Ísraelar fullyrða að um 137 eldflaugum hafi verið skotið í átt að Ísrael frá því á þriðjudag en ekkert tjón virðist þó hafa hlotist af þeim. Ísraelsher hafi hins vegar framkvæmt 92 loftárásir á ákveðin skotmörk á Gasa. Friðarviðræðunum sem staðið hafa yfir í Kaíró í Egyptalandi hefur nú verið slitið og samninganefndirnar sendar til síns heima. Deiluaðilar kenna hvor annarri um að viðræðurnar hafi farið út um þúfur. Egypsk stjórnvöld harma það mjög að tíu daga vopnahlé sé nú á enda, en að áfram verði unnið að því að tryggja varanlegan frið. 2.103 hafa látið lífið í árásum síðustu sex vikna.Palestínumaður hleypur með slasaða stúlku á spítalann í Shifa á Gasasvæðinu.Vísir/AP
Gasa Tengdar fréttir Vopnahlé framlengt á Gasa Vopnahléið á Gasa var framlengt í gærkvöldi um einn sólarhring. Það hefði átt að renna út klukkan níu að íslenskum tíma í gærkvöld en menn sættust á að framlengja það til þess að geta rætt málin í sólarhring til viðbótar. 19. ágúst 2014 07:03 Netanyahu fyrirskipar nýjar loftárásir Þremur eldflaugum var skotið á bæinn Beersheva í Ísrael fyrr í dag. 19. ágúst 2014 13:30 Viðræður og vopnahlé út um þúfur Ísraelar gengu út af fundum og byrjuðu að varpa sprengjum á Gasa í gær, strax og sprengjuflaugum var skotið yfir til Ísraels. 20. ágúst 2014 06:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Vopnahlé framlengt á Gasa Vopnahléið á Gasa var framlengt í gærkvöldi um einn sólarhring. Það hefði átt að renna út klukkan níu að íslenskum tíma í gærkvöld en menn sættust á að framlengja það til þess að geta rætt málin í sólarhring til viðbótar. 19. ágúst 2014 07:03
Netanyahu fyrirskipar nýjar loftárásir Þremur eldflaugum var skotið á bæinn Beersheva í Ísrael fyrr í dag. 19. ágúst 2014 13:30
Viðræður og vopnahlé út um þúfur Ísraelar gengu út af fundum og byrjuðu að varpa sprengjum á Gasa í gær, strax og sprengjuflaugum var skotið yfir til Ísraels. 20. ágúst 2014 06:00