Bjarki Ómarsson setur stefnuna hátt Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 07:30 Bjarki Ómarsson. Jón Viðar Arnþórsson Bjarki Ómarsson er 19 ára bardagamaður úr Mjölni. Hann þykir einn allra efnilegasti bardagamaður landsins en hann keppir sinn þriðja MMA bardaga í október. Bjarki tapaði sínum fyrsta MMA bardaga en sigraði þann seinni með miklum yfirburðum fyrir um það bil ári síðan. Hann snýr aftur í búrið þann 19. október þar sem hann berst áhugamannabardaga í Englandi. Þrátt fyrir ungan aldur setur hann stefnuna hátt. „Draumurinn er auðvitað komast í UFC og að geta lifað á þessu,“ segir Bjarki en hann hefur stundað íþróttina í tæp fjögur ár. Bjarki berst í fjaðurvigt (66 kg flokkur) og hefur hug á að fara út til Dublin og Kaliforníu að æfa þar. „Ég hef verið að hugsa um að fara til Kaliforníu næsta sumar og fá að æfa með Team Alpha Male í mánuð eða svo,” en hjá Team Alpha Male æfa margir af bestu bardagamönnum heims í léttari þyngdarflokkunum. Í Dublin mun hann æfa með SBG sem er vinaklúbbur Mjölnis. Bjarki er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en eins og kunnugt er æfði írska stórstjarnan Conor McGregor með þeim hér á landi fyrr í sumar. Hvernig er það fyrir Bjarka að æfa með mönnum eins og Conor og Gunnari Nelson? „Það er mjög gaman að sparra við Gunna, skemmtilegra heldur en á móti Conor. Conor fer aðeins fastar á meðan Gunni er ekki að reyna að rota mann. Það er samt frábær reynsla að æfa með Conor, þú færð ekki betri æfingarfélaga,” segir Bjarki en hann telur að bæði Gunnar og Conor fari alla leið og taki UFC-titil. Bjarki Ómarsson er nafn sem Íslendingar ættu að leggja á minnið en hann hefur alla burði til að fara langt í íþróttinni. Ítarlegri viðtal við Bjarka má lesa á vef MMA Frétta hér. MMA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Sjá meira
Bjarki Ómarsson er 19 ára bardagamaður úr Mjölni. Hann þykir einn allra efnilegasti bardagamaður landsins en hann keppir sinn þriðja MMA bardaga í október. Bjarki tapaði sínum fyrsta MMA bardaga en sigraði þann seinni með miklum yfirburðum fyrir um það bil ári síðan. Hann snýr aftur í búrið þann 19. október þar sem hann berst áhugamannabardaga í Englandi. Þrátt fyrir ungan aldur setur hann stefnuna hátt. „Draumurinn er auðvitað komast í UFC og að geta lifað á þessu,“ segir Bjarki en hann hefur stundað íþróttina í tæp fjögur ár. Bjarki berst í fjaðurvigt (66 kg flokkur) og hefur hug á að fara út til Dublin og Kaliforníu að æfa þar. „Ég hef verið að hugsa um að fara til Kaliforníu næsta sumar og fá að æfa með Team Alpha Male í mánuð eða svo,” en hjá Team Alpha Male æfa margir af bestu bardagamönnum heims í léttari þyngdarflokkunum. Í Dublin mun hann æfa með SBG sem er vinaklúbbur Mjölnis. Bjarki er meðlimur í Keppnisliði Mjölnis en eins og kunnugt er æfði írska stórstjarnan Conor McGregor með þeim hér á landi fyrr í sumar. Hvernig er það fyrir Bjarka að æfa með mönnum eins og Conor og Gunnari Nelson? „Það er mjög gaman að sparra við Gunna, skemmtilegra heldur en á móti Conor. Conor fer aðeins fastar á meðan Gunni er ekki að reyna að rota mann. Það er samt frábær reynsla að æfa með Conor, þú færð ekki betri æfingarfélaga,” segir Bjarki en hann telur að bæði Gunnar og Conor fari alla leið og taki UFC-titil. Bjarki Ómarsson er nafn sem Íslendingar ættu að leggja á minnið en hann hefur alla burði til að fara langt í íþróttinni. Ítarlegri viðtal við Bjarka má lesa á vef MMA Frétta hér.
MMA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Sjá meira