Sættir takast hjá ungum rappkóngum Þórður Ingi Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 23:00 Spaceghostpurrp (t.v.) og A$AP Rocky árið 2011, þegar allir voru vinir í skóginum. Ekki liggur fyrir hvenær gulltennur verða stórt tískufyrirbæri hér á landi. Rappaðdáendur heimsins glöddust vafalaust í dag þegar tónlistarmaðurinn Spaceghostpurrp frá Miami átti samræður á Twitter við A$AP Yams, umboðsmann og hægri hönd rappstjörnunnar A$AP Rocky frá New York. A$AP Rocky og Spaceghostpurrp unnu mikið saman á sínum tíma en síðan slettist upp á vinskapinn hjá þeim köppum árið 2012. Eftir það var mikill rígur á milli rapphópa þeirra beggja, Raider Klan og A$AP Mob. Af Twitter-síðu Spaceghostpurrp má hins vegar álykta að deilunni sé lokið. „Var að rabba við A$AP Yams í símann. Klan og A$AP eru komnir aftur, skilurðu... ÁST OG FRIÐUR,“ segir Purrp á síðunni sinni, sérvitur að vana. Ágreiningurinn var oft grimmur á köflum og færðist stundum harka í leikinn. Samkvæmt A$AP Rocky voru þeir tveir hins vegar mjög nánir áður en það slitnaði upp úr milli þeirra. „Hann átti heima hjá mér á sínum tíma. Mamma mín sá um hann. Áður en ég var með plötusamning deildum við saman mat og læti,“ sagði Rocky í viðtali við hipp-hopp tímaritið Complex árið 2011. Spaceghostpurrp og A$AP Rocky hafa vakið mikla athygli seinustu ár í tónlistarheiminum. Spaceghost er taktsmiður og rappari sem býr til afar myrka og sveimkennt rapp með töktum sem eru oft mjög „lo-fi“ og kakófónískir. A$AP Rocky er helst þekktur fyrir að blanda saman sígildu New York rappi við hægt, afslappað rapp sem á uppruna sinn í Suðurríkjunum og er þekkt sem „chopped‘n‘screwed“ rapp. Hér fyrir neðan má heyra lag sem kapparnir gerðu saman þegar allt lék í lyndi árið 2012. Tónlist Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Rappaðdáendur heimsins glöddust vafalaust í dag þegar tónlistarmaðurinn Spaceghostpurrp frá Miami átti samræður á Twitter við A$AP Yams, umboðsmann og hægri hönd rappstjörnunnar A$AP Rocky frá New York. A$AP Rocky og Spaceghostpurrp unnu mikið saman á sínum tíma en síðan slettist upp á vinskapinn hjá þeim köppum árið 2012. Eftir það var mikill rígur á milli rapphópa þeirra beggja, Raider Klan og A$AP Mob. Af Twitter-síðu Spaceghostpurrp má hins vegar álykta að deilunni sé lokið. „Var að rabba við A$AP Yams í símann. Klan og A$AP eru komnir aftur, skilurðu... ÁST OG FRIÐUR,“ segir Purrp á síðunni sinni, sérvitur að vana. Ágreiningurinn var oft grimmur á köflum og færðist stundum harka í leikinn. Samkvæmt A$AP Rocky voru þeir tveir hins vegar mjög nánir áður en það slitnaði upp úr milli þeirra. „Hann átti heima hjá mér á sínum tíma. Mamma mín sá um hann. Áður en ég var með plötusamning deildum við saman mat og læti,“ sagði Rocky í viðtali við hipp-hopp tímaritið Complex árið 2011. Spaceghostpurrp og A$AP Rocky hafa vakið mikla athygli seinustu ár í tónlistarheiminum. Spaceghost er taktsmiður og rappari sem býr til afar myrka og sveimkennt rapp með töktum sem eru oft mjög „lo-fi“ og kakófónískir. A$AP Rocky er helst þekktur fyrir að blanda saman sígildu New York rappi við hægt, afslappað rapp sem á uppruna sinn í Suðurríkjunum og er þekkt sem „chopped‘n‘screwed“ rapp. Hér fyrir neðan má heyra lag sem kapparnir gerðu saman þegar allt lék í lyndi árið 2012.
Tónlist Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira