Sættir takast hjá ungum rappkóngum Þórður Ingi Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 23:00 Spaceghostpurrp (t.v.) og A$AP Rocky árið 2011, þegar allir voru vinir í skóginum. Ekki liggur fyrir hvenær gulltennur verða stórt tískufyrirbæri hér á landi. Rappaðdáendur heimsins glöddust vafalaust í dag þegar tónlistarmaðurinn Spaceghostpurrp frá Miami átti samræður á Twitter við A$AP Yams, umboðsmann og hægri hönd rappstjörnunnar A$AP Rocky frá New York. A$AP Rocky og Spaceghostpurrp unnu mikið saman á sínum tíma en síðan slettist upp á vinskapinn hjá þeim köppum árið 2012. Eftir það var mikill rígur á milli rapphópa þeirra beggja, Raider Klan og A$AP Mob. Af Twitter-síðu Spaceghostpurrp má hins vegar álykta að deilunni sé lokið. „Var að rabba við A$AP Yams í símann. Klan og A$AP eru komnir aftur, skilurðu... ÁST OG FRIÐUR,“ segir Purrp á síðunni sinni, sérvitur að vana. Ágreiningurinn var oft grimmur á köflum og færðist stundum harka í leikinn. Samkvæmt A$AP Rocky voru þeir tveir hins vegar mjög nánir áður en það slitnaði upp úr milli þeirra. „Hann átti heima hjá mér á sínum tíma. Mamma mín sá um hann. Áður en ég var með plötusamning deildum við saman mat og læti,“ sagði Rocky í viðtali við hipp-hopp tímaritið Complex árið 2011. Spaceghostpurrp og A$AP Rocky hafa vakið mikla athygli seinustu ár í tónlistarheiminum. Spaceghost er taktsmiður og rappari sem býr til afar myrka og sveimkennt rapp með töktum sem eru oft mjög „lo-fi“ og kakófónískir. A$AP Rocky er helst þekktur fyrir að blanda saman sígildu New York rappi við hægt, afslappað rapp sem á uppruna sinn í Suðurríkjunum og er þekkt sem „chopped‘n‘screwed“ rapp. Hér fyrir neðan má heyra lag sem kapparnir gerðu saman þegar allt lék í lyndi árið 2012. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Rappaðdáendur heimsins glöddust vafalaust í dag þegar tónlistarmaðurinn Spaceghostpurrp frá Miami átti samræður á Twitter við A$AP Yams, umboðsmann og hægri hönd rappstjörnunnar A$AP Rocky frá New York. A$AP Rocky og Spaceghostpurrp unnu mikið saman á sínum tíma en síðan slettist upp á vinskapinn hjá þeim köppum árið 2012. Eftir það var mikill rígur á milli rapphópa þeirra beggja, Raider Klan og A$AP Mob. Af Twitter-síðu Spaceghostpurrp má hins vegar álykta að deilunni sé lokið. „Var að rabba við A$AP Yams í símann. Klan og A$AP eru komnir aftur, skilurðu... ÁST OG FRIÐUR,“ segir Purrp á síðunni sinni, sérvitur að vana. Ágreiningurinn var oft grimmur á köflum og færðist stundum harka í leikinn. Samkvæmt A$AP Rocky voru þeir tveir hins vegar mjög nánir áður en það slitnaði upp úr milli þeirra. „Hann átti heima hjá mér á sínum tíma. Mamma mín sá um hann. Áður en ég var með plötusamning deildum við saman mat og læti,“ sagði Rocky í viðtali við hipp-hopp tímaritið Complex árið 2011. Spaceghostpurrp og A$AP Rocky hafa vakið mikla athygli seinustu ár í tónlistarheiminum. Spaceghost er taktsmiður og rappari sem býr til afar myrka og sveimkennt rapp með töktum sem eru oft mjög „lo-fi“ og kakófónískir. A$AP Rocky er helst þekktur fyrir að blanda saman sígildu New York rappi við hægt, afslappað rapp sem á uppruna sinn í Suðurríkjunum og er þekkt sem „chopped‘n‘screwed“ rapp. Hér fyrir neðan má heyra lag sem kapparnir gerðu saman þegar allt lék í lyndi árið 2012.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp