Vilt þú „remixa“ Rökkurró? Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. ágúst 2014 17:00 Hljómsveitin Rökkurró auglýsir eftir fólki til þess að endurhljóðblanda nýtt lag. Mynd/Héðinn Eiríksson „Við erum að gera þetta í annað sinn, það er svo margt skemmtilegt sem getur komið út úr þessu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Rökkurró en sveitin hefur á facebook-síðu sinni síðu sinni hvatt fólk til að prófa að „remixa“, eða endurhljóðblanda nýjasta lag sveitarinnar. Lagið heitir The Backbone og er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér af væntanlegir plötu. Hljómsveitin hefur sett inn á facebook-síðu sína tengil þar sem fólk getur nálgast lagið, en þó hafa hljóðfæri og raddir verið aðgreind, þannig að fólk getur unnið lagið nánast frá grunni í hinum ýmsu tónlistarforritum. „Þetta er allt í sitt hvoru lagi, þannig að fólk getur gert hvað sem er við hljóðbútana. Það er alltaf gaman að heyra fólk sem er að breyta röddinni minni og gera eitthvað flippað,“ bætir Hildur Kristín við. Sveitin hefur eins og fyrr segir leikið þennan leik áður og urðu til hinar ýmsu útgáfur. „Við gerðum þetta á síðasta ári og fengum allt frá mega diskó útgáfum yfir í post rokk útgáfur.“ Hljóðskrárnar verða aðgengilegar á netinu í um tvær vikur. „Ég er ótrúlega spennt að heyra skemmtilegar útgáfur af laginu.“ En hvað ef einhver útgáfan verður jafnvel flottari en upphaflega útgáfan? „Er það er ekki bara hvatning? Platan kemur einnig út í Japan og þá þarf að hafa aukalag á plötunni svo að gott remix gæti alveg endað þar,“ segir Hildur Kristín og hlær. Hljómsveitin Rökkurró hefur nú lagt lokahönd á nýja plötu en sveitin kemur næst fram á Iceland Airwaves hátíðinni. „Við ætlum að frumflytja slatta af efni á Airwaves en við höfum samt ekki komið fram síðan á síðustu Airwaves hátíð því við höfum verið á fullu að taka upp plötuna síðan þá.“ Airwaves Tónlist Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum að gera þetta í annað sinn, það er svo margt skemmtilegt sem getur komið út úr þessu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Rökkurró en sveitin hefur á facebook-síðu sinni síðu sinni hvatt fólk til að prófa að „remixa“, eða endurhljóðblanda nýjasta lag sveitarinnar. Lagið heitir The Backbone og er annað smáskífulagið sem sveitin sendir frá sér af væntanlegir plötu. Hljómsveitin hefur sett inn á facebook-síðu sína tengil þar sem fólk getur nálgast lagið, en þó hafa hljóðfæri og raddir verið aðgreind, þannig að fólk getur unnið lagið nánast frá grunni í hinum ýmsu tónlistarforritum. „Þetta er allt í sitt hvoru lagi, þannig að fólk getur gert hvað sem er við hljóðbútana. Það er alltaf gaman að heyra fólk sem er að breyta röddinni minni og gera eitthvað flippað,“ bætir Hildur Kristín við. Sveitin hefur eins og fyrr segir leikið þennan leik áður og urðu til hinar ýmsu útgáfur. „Við gerðum þetta á síðasta ári og fengum allt frá mega diskó útgáfum yfir í post rokk útgáfur.“ Hljóðskrárnar verða aðgengilegar á netinu í um tvær vikur. „Ég er ótrúlega spennt að heyra skemmtilegar útgáfur af laginu.“ En hvað ef einhver útgáfan verður jafnvel flottari en upphaflega útgáfan? „Er það er ekki bara hvatning? Platan kemur einnig út í Japan og þá þarf að hafa aukalag á plötunni svo að gott remix gæti alveg endað þar,“ segir Hildur Kristín og hlær. Hljómsveitin Rökkurró hefur nú lagt lokahönd á nýja plötu en sveitin kemur næst fram á Iceland Airwaves hátíðinni. „Við ætlum að frumflytja slatta af efni á Airwaves en við höfum samt ekki komið fram síðan á síðustu Airwaves hátíð því við höfum verið á fullu að taka upp plötuna síðan þá.“
Airwaves Tónlist Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“