Spyr hvort forstöðumenn geti ekki fundið sér annað starf Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2014 14:15 VISIR/VILHELM Í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins kemur fram að tíu ríkisstofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir fram úr fjárheimildum sínum. Mest er framúrkeyrslan hjá Landspítalanum, Sjúkratryggingum Íslands og Vegagerðinni en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði króna meira en nam heimild fyrri hluta árs. Embætti sérstaks saksóknara fór 120 milljónir fram úr heimildum, en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í samtali við fréttastofu að skýringin á þessari framúrkeyrslu sé að hluta til sú að fjárveitingar til embættisins voru skornar niður í fjárlögum þessa árs og tíma hafi tekið að vinna úr þeirri stöðu. Hann muni skýra þetta nánar fyrir fjárlaganefnd en vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að agi í ríkisfjármálum sé ekkert annað en beiðni um að ekki verði verðbólga. „Það er mjög mikið kappsmál almennings í landinu að ekki verði verðbólga, bæði útaf neyslu og verðtryggðum lánum. Þessa vegna er verulega mikilvægt, ég undirstrika það, að ríkissjóður sé rekinn með afgangi og menn standi við þau fjárlög sem að Alþingi hefur samþykkt. Það eru lög eins og önnur lög í landinu, bara eins og umferðarlög og hegningarlög,“ segir Pétur. En hvernig er hægt að bregðast við svona framúrkeyrslu? „Mér finnst þurfa að sína meiri aga og það þarf að kalla forstöðumenn þessara ríkisstofnana á fund og spyrja hvernig þeir ætli að standa fjárlög, því nú er komið fram að margir eru komnir fram úr á fyrstu sex mánuðum ársins. Spyrja þá svo í leiðinni hvort þeir séu nokkuð að hætta.“ Hvort þeir séu að hætta í sínu starfi? „Já, hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal. Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins kemur fram að tíu ríkisstofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir fram úr fjárheimildum sínum. Mest er framúrkeyrslan hjá Landspítalanum, Sjúkratryggingum Íslands og Vegagerðinni en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði króna meira en nam heimild fyrri hluta árs. Embætti sérstaks saksóknara fór 120 milljónir fram úr heimildum, en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í samtali við fréttastofu að skýringin á þessari framúrkeyrslu sé að hluta til sú að fjárveitingar til embættisins voru skornar niður í fjárlögum þessa árs og tíma hafi tekið að vinna úr þeirri stöðu. Hann muni skýra þetta nánar fyrir fjárlaganefnd en vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að agi í ríkisfjármálum sé ekkert annað en beiðni um að ekki verði verðbólga. „Það er mjög mikið kappsmál almennings í landinu að ekki verði verðbólga, bæði útaf neyslu og verðtryggðum lánum. Þessa vegna er verulega mikilvægt, ég undirstrika það, að ríkissjóður sé rekinn með afgangi og menn standi við þau fjárlög sem að Alþingi hefur samþykkt. Það eru lög eins og önnur lög í landinu, bara eins og umferðarlög og hegningarlög,“ segir Pétur. En hvernig er hægt að bregðast við svona framúrkeyrslu? „Mér finnst þurfa að sína meiri aga og það þarf að kalla forstöðumenn þessara ríkisstofnana á fund og spyrja hvernig þeir ætli að standa fjárlög, því nú er komið fram að margir eru komnir fram úr á fyrstu sex mánuðum ársins. Spyrja þá svo í leiðinni hvort þeir séu nokkuð að hætta.“ Hvort þeir séu að hætta í sínu starfi? „Já, hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal.
Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent