Spyr hvort forstöðumenn geti ekki fundið sér annað starf Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2014 14:15 VISIR/VILHELM Í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins kemur fram að tíu ríkisstofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir fram úr fjárheimildum sínum. Mest er framúrkeyrslan hjá Landspítalanum, Sjúkratryggingum Íslands og Vegagerðinni en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði króna meira en nam heimild fyrri hluta árs. Embætti sérstaks saksóknara fór 120 milljónir fram úr heimildum, en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í samtali við fréttastofu að skýringin á þessari framúrkeyrslu sé að hluta til sú að fjárveitingar til embættisins voru skornar niður í fjárlögum þessa árs og tíma hafi tekið að vinna úr þeirri stöðu. Hann muni skýra þetta nánar fyrir fjárlaganefnd en vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að agi í ríkisfjármálum sé ekkert annað en beiðni um að ekki verði verðbólga. „Það er mjög mikið kappsmál almennings í landinu að ekki verði verðbólga, bæði útaf neyslu og verðtryggðum lánum. Þessa vegna er verulega mikilvægt, ég undirstrika það, að ríkissjóður sé rekinn með afgangi og menn standi við þau fjárlög sem að Alþingi hefur samþykkt. Það eru lög eins og önnur lög í landinu, bara eins og umferðarlög og hegningarlög,“ segir Pétur. En hvernig er hægt að bregðast við svona framúrkeyrslu? „Mér finnst þurfa að sína meiri aga og það þarf að kalla forstöðumenn þessara ríkisstofnana á fund og spyrja hvernig þeir ætli að standa fjárlög, því nú er komið fram að margir eru komnir fram úr á fyrstu sex mánuðum ársins. Spyrja þá svo í leiðinni hvort þeir séu nokkuð að hætta.“ Hvort þeir séu að hætta í sínu starfi? „Já, hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal. Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins kemur fram að tíu ríkisstofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir fram úr fjárheimildum sínum. Mest er framúrkeyrslan hjá Landspítalanum, Sjúkratryggingum Íslands og Vegagerðinni en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði króna meira en nam heimild fyrri hluta árs. Embætti sérstaks saksóknara fór 120 milljónir fram úr heimildum, en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í samtali við fréttastofu að skýringin á þessari framúrkeyrslu sé að hluta til sú að fjárveitingar til embættisins voru skornar niður í fjárlögum þessa árs og tíma hafi tekið að vinna úr þeirri stöðu. Hann muni skýra þetta nánar fyrir fjárlaganefnd en vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að agi í ríkisfjármálum sé ekkert annað en beiðni um að ekki verði verðbólga. „Það er mjög mikið kappsmál almennings í landinu að ekki verði verðbólga, bæði útaf neyslu og verðtryggðum lánum. Þessa vegna er verulega mikilvægt, ég undirstrika það, að ríkissjóður sé rekinn með afgangi og menn standi við þau fjárlög sem að Alþingi hefur samþykkt. Það eru lög eins og önnur lög í landinu, bara eins og umferðarlög og hegningarlög,“ segir Pétur. En hvernig er hægt að bregðast við svona framúrkeyrslu? „Mér finnst þurfa að sína meiri aga og það þarf að kalla forstöðumenn þessara ríkisstofnana á fund og spyrja hvernig þeir ætli að standa fjárlög, því nú er komið fram að margir eru komnir fram úr á fyrstu sex mánuðum ársins. Spyrja þá svo í leiðinni hvort þeir séu nokkuð að hætta.“ Hvort þeir séu að hætta í sínu starfi? „Já, hvort þeir geti ekki fundið sér annað starf sem þeir ráða við,“ segir Pétur Blöndal.
Tengdar fréttir Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið. 11. ágúst 2014 08:30