Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Bjarki Ármannsson skrifar 11. ágúst 2014 08:30 Útgjöld Landspítala fóru alls 1.685 milljónir króna fram yfir heimildir fjárlaga. Vísir/GVA Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ákveðin atriði í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins koma á óvart. Um tíu stofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir króna fram yfir heimild.Vigdís Hauksdóttir.Vísir/PjeturGefa ekki afslátt á markmiðinu „Þetta eru vonbrigði, hvað sumar stofnanir eru að keyra fram úr,“ segir Vigdís. „En það eru fjórir mánuðir eftir af árinu og ég ætla ekki að fella neinn dóm. Það verður bara að sjá þegar upp er staðið hvernig þetta kemur út.“ Vigdís segir að með níu mánaða uppgjöri, sem út kemur í september, muni staðan skýrast betur. Sumar stofnanir geti þá verið búnar að laga rekstur sinn ef sértekjur eiga eftir að berast þeim á seinni hluta árs. „Annað sem kemur á óvart er að Rannsóknarnefnd Alþingis skuli fara fram úr,“ segir hún, en útgjöld nefndarinnar fyrri hluta árs námu alls 106 milljónum. „Þegar sparisjóðsskýrslan kom út var okkur sagt að það væri lokagreiðslan.“ Hún segir markmið ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið enn raunhæft, þó til þess þurfi sameiginlegt átak kerfisins alls. „Við gefum ekki afslátt á því,“ segir Vigdís. „Þetta er bara eins og fyrirtæki. Innkoman verður að vera meiri á þessu ári en útgjöldin.“Steingrímur Ari Arason.Vísir/GVARíkisstjórnin þurfi að taka af skarið Þó hefur fjárlaganefnd boðað til fundar í næstu og þar næstu viku vegna stöðunnar. „Við erum að fara að kalla til okkar ráðuneytin þar sem er áberandi mikil framúrkeyrsla,“ segir Vigdís. Hún nefnir Landspítala, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðina í þessu samhengi, en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði meira en nam heimild fyrri hluta árs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir stærstan hluta framúrkeyrslu stofnunarinnar hafa verið fyrirséðan í byrjun árs. „Almennt séð er tvennt til ráða. Það er að skerða réttindagreiðslurnar eða að hækka fjárveitinguna,“ segir Steingrímur. „Hvort heldur þú horfir á réttindin eða fjárveitinguna, þá er það ríkisstjórnarinnar að taka af skarið með það,“ segir Steingrímur. Tengdar fréttir Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Varaformaður fjárlaganefndar segir það ekki ógna áætlunum stjórnvalda um hallalaus fjárlög 8. ágúst 2014 20:00 Sjö milljarða halli hjá tólf ríkisstofnunum Rúmlega tugur ríkisstofnana hefur farið alls sjö milljarða framyfir leyfilega fjárveitingu á fyrri helmingi ársins. Fjárlaganefnd mun krefjast skýringa á þessu eftir helgi. 10. ágúst 2014 18:53 Sjúkratryggingar fara milljarða fram úr áætlun Það stefnir í að Sjúkratryggingar fari um 2,7 milljarða fram úr áætlun. Forstjóri stofnunarinnar segir að mikill kostnaður vegna nýs samnings við sérfræðilækna skýri framúrkeyrsluna. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að kalla eftir skýringum. 31. júlí 2014 07:00 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ákveðin atriði í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins koma á óvart. Um tíu stofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir króna fram yfir heimild.Vigdís Hauksdóttir.Vísir/PjeturGefa ekki afslátt á markmiðinu „Þetta eru vonbrigði, hvað sumar stofnanir eru að keyra fram úr,“ segir Vigdís. „En það eru fjórir mánuðir eftir af árinu og ég ætla ekki að fella neinn dóm. Það verður bara að sjá þegar upp er staðið hvernig þetta kemur út.“ Vigdís segir að með níu mánaða uppgjöri, sem út kemur í september, muni staðan skýrast betur. Sumar stofnanir geti þá verið búnar að laga rekstur sinn ef sértekjur eiga eftir að berast þeim á seinni hluta árs. „Annað sem kemur á óvart er að Rannsóknarnefnd Alþingis skuli fara fram úr,“ segir hún, en útgjöld nefndarinnar fyrri hluta árs námu alls 106 milljónum. „Þegar sparisjóðsskýrslan kom út var okkur sagt að það væri lokagreiðslan.“ Hún segir markmið ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið enn raunhæft, þó til þess þurfi sameiginlegt átak kerfisins alls. „Við gefum ekki afslátt á því,“ segir Vigdís. „Þetta er bara eins og fyrirtæki. Innkoman verður að vera meiri á þessu ári en útgjöldin.“Steingrímur Ari Arason.Vísir/GVARíkisstjórnin þurfi að taka af skarið Þó hefur fjárlaganefnd boðað til fundar í næstu og þar næstu viku vegna stöðunnar. „Við erum að fara að kalla til okkar ráðuneytin þar sem er áberandi mikil framúrkeyrsla,“ segir Vigdís. Hún nefnir Landspítala, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðina í þessu samhengi, en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði meira en nam heimild fyrri hluta árs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir stærstan hluta framúrkeyrslu stofnunarinnar hafa verið fyrirséðan í byrjun árs. „Almennt séð er tvennt til ráða. Það er að skerða réttindagreiðslurnar eða að hækka fjárveitinguna,“ segir Steingrímur. „Hvort heldur þú horfir á réttindin eða fjárveitinguna, þá er það ríkisstjórnarinnar að taka af skarið með það,“ segir Steingrímur.
Tengdar fréttir Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Varaformaður fjárlaganefndar segir það ekki ógna áætlunum stjórnvalda um hallalaus fjárlög 8. ágúst 2014 20:00 Sjö milljarða halli hjá tólf ríkisstofnunum Rúmlega tugur ríkisstofnana hefur farið alls sjö milljarða framyfir leyfilega fjárveitingu á fyrri helmingi ársins. Fjárlaganefnd mun krefjast skýringa á þessu eftir helgi. 10. ágúst 2014 18:53 Sjúkratryggingar fara milljarða fram úr áætlun Það stefnir í að Sjúkratryggingar fari um 2,7 milljarða fram úr áætlun. Forstjóri stofnunarinnar segir að mikill kostnaður vegna nýs samnings við sérfræðilækna skýri framúrkeyrsluna. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að kalla eftir skýringum. 31. júlí 2014 07:00 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Varaformaður fjárlaganefndar segir það ekki ógna áætlunum stjórnvalda um hallalaus fjárlög 8. ágúst 2014 20:00
Sjö milljarða halli hjá tólf ríkisstofnunum Rúmlega tugur ríkisstofnana hefur farið alls sjö milljarða framyfir leyfilega fjárveitingu á fyrri helmingi ársins. Fjárlaganefnd mun krefjast skýringa á þessu eftir helgi. 10. ágúst 2014 18:53
Sjúkratryggingar fara milljarða fram úr áætlun Það stefnir í að Sjúkratryggingar fari um 2,7 milljarða fram úr áætlun. Forstjóri stofnunarinnar segir að mikill kostnaður vegna nýs samnings við sérfræðilækna skýri framúrkeyrsluna. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að kalla eftir skýringum. 31. júlí 2014 07:00