Vilja fjármagna nýjan Landspítala með eignatryggðri fjármögnun Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. ágúst 2014 09:39 Áhugi er fyrir því meðal fagfjárfesta að taka þátt í byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þá myndi kostnaðurinn vegna spítalans ekki lenda á ríkisreikningi. Óvíst er hvort og hvenær ráðist verður í byggingu nýs Landspítala. Stjórn og starfsmenn Nýs Landspítala ohf. og byggingarnefnd um spítalann eru enn að störfum en óvissan snýst aðallega um fjármögnun. Ekki er sátt um það milli stjórnarflokkanna að hægt sé að ráðast í framkvæmdina á þessum tímapunkti en kostnaðaráætlun um nýbyggingar og tækjakaup hljóðar upp á samtals 80 milljarða króna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir: „Húsakostur Landspítala er óviðunandi. Leggja þarf áherslu á viðhald og endurbætur á núverandi húsa- og tækjakosti stofnunarinnar þar til varanleg lausn fæst.“ Gagnályktað hefur verið frá þessu á þann veg að ekki sé á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að ljúka byggingu nýs Landspítala. Þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn séu ekki hlynntir byggingu spítalans á þessum tímapunkti samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að „ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut“ með 56 atkvæðum gegn engu fyrir þingfrestun sl. vor. Það er til lausn á fjármögnunarvanda nýs Landspítala sem þarf ekki að fela í sér þungt högg fyrir fjárhag ríkissjóðs. Um er að ræða svokallaða eignatryggða fjármögnun (e. asset backed securitization). Það fæli í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaupum á skuldabréfum sem væru tryggð með framtíðar rekstrartekjum spítalans. Eignatryggð fjármögnun er eitt af því sem fellt hefur verið undir skuggabankastarfsemi (e. shadow banking) þ.e. fjármögnun annarra aðila en hefðbundinna viðskiptabanka utan hins hefðbundna eftirlitskerfis. Sjá umfjöllun um þetta fyrirbæri í Fjármálastöðugleika Seðlabankans (1/2014) á bls. 14-15. Hvalfjarðargöngin gott dæmi Dæmi um eignatryggða fjármögnun af þessu tagi er bygging Hvalfjarðarganga á sínum tíma. Þá voru skuldabréfin sem gefin voru út vegna framkvæmdarinnar tryggð með fargjöldum þeirra sem keyrðu í gegnum göngin. Jón Finnbogason forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni hf., einu stærsta sjóðsstýringarfyrirtæki landsins, segir áhuga hjá fagfjárfestum að taka þátt í verkefninu. „Þetta er verkefni sem væri hægt að fjármagna með eignatryggðri fjármögnun, svo dæmi sé tekið,“ segir Jón í nýjasta þætti Klinksins.Hefur það verið skoðað? „Ég er sjálfur í nefnd sem er að skoða þetta sem er á vegum samtakanna Spítalinn okkar og ég hef komið þessum sjónarmiðum inn í þá umræðu.“ Jón segir að ef þessi leið yrði farin yrði skuldabréf vegna byggingar spítalans til dæmis tryggt með rekstrartekjum spítalans. Hann segir að þessar hugmyndir hafi fengið ágætis hljómgrunn hjá stjórnvöldum án þess að tæknilegar útfærslur hafi verið ræddar. Umræðan sé á frumstigi. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði í samtali við Stöð 2 að breyta þyrfti lögum um fjárreiður ríkisins ef fara ætti þessa leið við fjármögnun nýs Landspítala. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnendur Fjársýslu ríkisins einnig verið þeirrar skoðunar. Sveinn sagðist hins vegar telja að verði frumvarp til nýrra laga um opinber fjármál, sem lagt var fram til kynningar síðastliðið vor, að lögum í fyllingu tímans ætti það að duga því það myndi liðka fyrir fjármögnun stofnana eins og Landspítalans í A-hluta ríkissjóðs. Klinkið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Áhugi er fyrir því meðal fagfjárfesta að taka þátt í byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þá myndi kostnaðurinn vegna spítalans ekki lenda á ríkisreikningi. Óvíst er hvort og hvenær ráðist verður í byggingu nýs Landspítala. Stjórn og starfsmenn Nýs Landspítala ohf. og byggingarnefnd um spítalann eru enn að störfum en óvissan snýst aðallega um fjármögnun. Ekki er sátt um það milli stjórnarflokkanna að hægt sé að ráðast í framkvæmdina á þessum tímapunkti en kostnaðaráætlun um nýbyggingar og tækjakaup hljóðar upp á samtals 80 milljarða króna. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir: „Húsakostur Landspítala er óviðunandi. Leggja þarf áherslu á viðhald og endurbætur á núverandi húsa- og tækjakosti stofnunarinnar þar til varanleg lausn fæst.“ Gagnályktað hefur verið frá þessu á þann veg að ekki sé á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að ljúka byggingu nýs Landspítala. Þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn séu ekki hlynntir byggingu spítalans á þessum tímapunkti samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að „ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut“ með 56 atkvæðum gegn engu fyrir þingfrestun sl. vor. Það er til lausn á fjármögnunarvanda nýs Landspítala sem þarf ekki að fela í sér þungt högg fyrir fjárhag ríkissjóðs. Um er að ræða svokallaða eignatryggða fjármögnun (e. asset backed securitization). Það fæli í sér að fjárfestar myndu tryggja byggingu spítalans með kaupum á skuldabréfum sem væru tryggð með framtíðar rekstrartekjum spítalans. Eignatryggð fjármögnun er eitt af því sem fellt hefur verið undir skuggabankastarfsemi (e. shadow banking) þ.e. fjármögnun annarra aðila en hefðbundinna viðskiptabanka utan hins hefðbundna eftirlitskerfis. Sjá umfjöllun um þetta fyrirbæri í Fjármálastöðugleika Seðlabankans (1/2014) á bls. 14-15. Hvalfjarðargöngin gott dæmi Dæmi um eignatryggða fjármögnun af þessu tagi er bygging Hvalfjarðarganga á sínum tíma. Þá voru skuldabréfin sem gefin voru út vegna framkvæmdarinnar tryggð með fargjöldum þeirra sem keyrðu í gegnum göngin. Jón Finnbogason forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni hf., einu stærsta sjóðsstýringarfyrirtæki landsins, segir áhuga hjá fagfjárfestum að taka þátt í verkefninu. „Þetta er verkefni sem væri hægt að fjármagna með eignatryggðri fjármögnun, svo dæmi sé tekið,“ segir Jón í nýjasta þætti Klinksins.Hefur það verið skoðað? „Ég er sjálfur í nefnd sem er að skoða þetta sem er á vegum samtakanna Spítalinn okkar og ég hef komið þessum sjónarmiðum inn í þá umræðu.“ Jón segir að ef þessi leið yrði farin yrði skuldabréf vegna byggingar spítalans til dæmis tryggt með rekstrartekjum spítalans. Hann segir að þessar hugmyndir hafi fengið ágætis hljómgrunn hjá stjórnvöldum án þess að tæknilegar útfærslur hafi verið ræddar. Umræðan sé á frumstigi. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði í samtali við Stöð 2 að breyta þyrfti lögum um fjárreiður ríkisins ef fara ætti þessa leið við fjármögnun nýs Landspítala. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnendur Fjársýslu ríkisins einnig verið þeirrar skoðunar. Sveinn sagðist hins vegar telja að verði frumvarp til nýrra laga um opinber fjármál, sem lagt var fram til kynningar síðastliðið vor, að lögum í fyllingu tímans ætti það að duga því það myndi liðka fyrir fjármögnun stofnana eins og Landspítalans í A-hluta ríkissjóðs.
Klinkið Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira