Fjórir látnir eftir jarðskjálfta í höfuðborg Ekvadors Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2014 22:20 Þriggja er enn saknað. Vísir/AFP Fjórir eru látnir eftir að jarðskjálfti skók höfuðborg Ekvador, Quito, í gær og talið er að átta hafi slasast í aurskriðu sem féll í kjölfar skjálftans. Björgunarsveitir vinna nú að því að bjarga fólki úr húsarústum en þriggja er enn saknað. Skjálftinn var af stærðinni 5.1 sem Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna hefur lýst sem „miðlungsstórum“. „Augljóst er að jarðskjálftinn olli aurskriðunni, en ákveðinn veikleiki var þó til staðar í fjallinu eftir ólöglega námastarfsemi og grjótnámur sem hagnýttar voru með ótilhlýðlegum hætti,“ sagði forseti Ekvador, Rafael Correa, í samtali við þarlenda fjölmiðla. Borgarstjóri Quito tilkynnti fjölmiðlamönnum að einn þeirra sem lét lífið í skjálftanum hafi verið fjögurra ára strákur sem varð undir hrísgrjónasekkjum. Aðalflugvelli borgarinnar var lokað í kjölfar skjálftans til að meta hugsanlegar skemmdir á innviðum vallarins en hann hefur nú verið opnaður aftur. Skjálftinn fannst vel í höfuðborginni og þustu skrifstofustarfsmenn út á götur borgarinnar þegar þeir urðu hans varir. Bílaumferð var lengi í lamasessi eftir titringinn. Alls búa um 1.6 milljón manns í Quinto en skjálftin átti upptök sín á um 7.7 kílómetra dýpi, rúma 22 kílómetra norðaustur af höfuðborginni. Jarðskjálftar eru tíðir í Ekvador en landið er í hinum svokallað Eldhring sem umlykur Kyrrahafsflekann. Eldhringurinn er í raun hálfhringur, 40.000 km langur, þar sem 90 prósent af öllum jarðskjálftum heims og 81% af stærstu jarðskjálftum heims eiga sér stað.Skrifstofufólk þusti út á götur Quito er það fann skjálftann.Vísir/AFPHér að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi hamfaranna. Post by Cesitar Egas. Post by Marco Pérez Torres. Post by Cristian Javier Rodriguez. Bárðarbunga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Fjórir eru látnir eftir að jarðskjálfti skók höfuðborg Ekvador, Quito, í gær og talið er að átta hafi slasast í aurskriðu sem féll í kjölfar skjálftans. Björgunarsveitir vinna nú að því að bjarga fólki úr húsarústum en þriggja er enn saknað. Skjálftinn var af stærðinni 5.1 sem Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna hefur lýst sem „miðlungsstórum“. „Augljóst er að jarðskjálftinn olli aurskriðunni, en ákveðinn veikleiki var þó til staðar í fjallinu eftir ólöglega námastarfsemi og grjótnámur sem hagnýttar voru með ótilhlýðlegum hætti,“ sagði forseti Ekvador, Rafael Correa, í samtali við þarlenda fjölmiðla. Borgarstjóri Quito tilkynnti fjölmiðlamönnum að einn þeirra sem lét lífið í skjálftanum hafi verið fjögurra ára strákur sem varð undir hrísgrjónasekkjum. Aðalflugvelli borgarinnar var lokað í kjölfar skjálftans til að meta hugsanlegar skemmdir á innviðum vallarins en hann hefur nú verið opnaður aftur. Skjálftinn fannst vel í höfuðborginni og þustu skrifstofustarfsmenn út á götur borgarinnar þegar þeir urðu hans varir. Bílaumferð var lengi í lamasessi eftir titringinn. Alls búa um 1.6 milljón manns í Quinto en skjálftin átti upptök sín á um 7.7 kílómetra dýpi, rúma 22 kílómetra norðaustur af höfuðborginni. Jarðskjálftar eru tíðir í Ekvador en landið er í hinum svokallað Eldhring sem umlykur Kyrrahafsflekann. Eldhringurinn er í raun hálfhringur, 40.000 km langur, þar sem 90 prósent af öllum jarðskjálftum heims og 81% af stærstu jarðskjálftum heims eiga sér stað.Skrifstofufólk þusti út á götur Quito er það fann skjálftann.Vísir/AFPHér að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi hamfaranna. Post by Cesitar Egas. Post by Marco Pérez Torres. Post by Cristian Javier Rodriguez.
Bárðarbunga Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira