Í frétt NRK segir að lögregla vilji ekki upplýsa um hvern ræði. Upplýsingafulltrúi mótsins hefur þó staðfest að maðurinn tengist mótinu. Ekki er vitað um aldur, kyn eða þjóðerni hins látna að svo stöddu.
Á fimmtudagskvöldinu lést seychelles-eyskur þátttakandi á mótinu eftir að hann hné niður í keppnissalnum. Hann var úrskurðaður látinn síðar um kvöldið og var mínútu þögn á lokahátíð keppninnar í gærkvöldi til að heiðra hinn látna.
TROMSØ: Ang. dødsfall under Sjakk-OL: Intet kriminelt bak disse dødsfallene, ytterligere info håndteres videre av ledelsen i Sjakk-OL.
— Troms politidistrikt (@polititroms) August 15, 2014