Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2014 20:14 Gísli Freyr Valdórsson hefur verið ákærður vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitenda. VÍSIR/STEFÁN „Ég hef frá upphafi lýst yfir sakleysi mínu í þessu máli,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla rétt í þessu og segist fullviss að hann verði sýknaður af þeim sökum sem á hann eru bornar. Ríkissaksóknari hefur tilkynnt Gísla Frey að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. „Samkvæmt rannsóknargögnum virðist grunur lögreglu byggja á framburði blaðamanns DV, sem sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að honum hefði borist það til eyrna að aðstoðarmaður ráðherra hefði sent frá sér trúnaðargögn úr tölvupósti (vinnupósti) ráðuneytisins. Þetta er rangt enda hefur ekkert komið fram við rannsókn málsins sem styður þessa fullyrðingu blaðamannsins,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segi hann að ákvörðun ríkissaksóknara valdi honum sárum vonbrigðum, því „Ítarleg rannsókn lögreglu, sem tók tæpt hálft ár, leiddi ekkert í ljós sem varpar sekt á mig í þessu máli,“ eins og þar stendur. „Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð. Auk þess er vert að benda á að í greinagerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt er á vef Hæstaréttar, kemur fram að leitað hafi verið allra leiða til að upplýsa málið en það teljist þó enn óupplýst,“ bætir hann við.Veitti aðgang að fjölskylduljósmyndum Hann segir rannsókn lögreglu hafa verið ítarlega, farsímanotkun hans yfir 10 mánaða tímabil hafi verið könnuð og að hann hafi veitt lögreglu aðganga að persónulegum tölvupósti sínum, „og utanáliggjandi tölvudrif þar sem meðal annars er að finna fjölskylduljósmyndir, heimilisbókhald og fleiri persónuleg gögn.“ „Ekkert kom fram við rannsókn á fyrrnefndum gögnum annað en að ég hefði lesið það gagn sem ég fékk sent um málið upphaflega og að ég hafi átt samtöl við starfsmenn fjölmiðla þá daga sem rannsóknin náði til,“ segir Gísli í yfirlýsingunni og bætir við að aðstoðarmenn ráðherra eiga, „eðli málsins samkvæmt,“ í nær daglegum samskiptum við hina ýmsu fjölmiðla af margvíslegu tilefni. „Ég hef frá upphafi lýst yfir sakleysi mínu í þessu máli. Það hef ég bæði gert við lögreglu og í samtölum við minn yfirmann, innanríkisráðherra, sem leitað hefur allra leiða sem henni eru færar til að upplýsa málið segir Gísli og bætir við: „Í ljósi niðurstöðu ríkissaksóknara hef ég verið leystur frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum og verð ekki við störf í ráðuneytinu á meðan. Ég er þess fullviss að ég verði sýknaður af þessum sökum.“ Yfirlýsingu Gísla Freys má lesa í heild sinni hér að neðan:„Í dag fékk ég þær upplýsingar að ríkissaksóknari hafi ákveðið að gefa út ákæru á hendur mér fyrir meint brot í starfi. Ég hef nú þegar tilkynnt innanríkisráðherra um málið og eðli málsins samkvæmt verið leystur frá störfum. Ákvörðun ríkissaksóknara veldur mér og mínum nánustu sárum vonbrigðum. Ítarleg rannsókn lögreglu, sem tók tæpt hálft ár, leiddi ekkert í ljós sem varpar sekt á mig í þessu máli. Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð. Auk þess er vert að benda á að í greinagerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt er á vef Hæstaréttar, kemur fram að leitað hafi verið allra leiða til að upplýsa málið en það teljist þó enn óupplýst. Samkvæmt rannsóknargögnum virðist grunur lögreglu byggja á framburði blaðamanns DV, sem sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að honum hefði borist það til eyrna að aðstoðarmaður ráðherra hefði sent frá sér trúnaðargögn úr tölvupósti (vinnupósti) ráðuneytisins. Þetta er rangt enda hefur ekkert komið fram við rannsókn málsins sem styður þessa fullyrðingu blaðamannsins. Auk þess staðfesti rannsókn lögreglu fyrri athugun rekstarfélags stjórnarráðsins um að hverfandi líkur væri á að umræddar upplýsingar hefðu verið sendar úr póstkerfi ráðuneytisins. Þar að auki leiddi rannsókn lögreglu í ljós að umrætt trúnaðargagn var vistað á opnu drifi ráðuneytisins. Rannsókn lögreglu var sem fyrr segir ítarleg. Lögreglan rannsakaði þannig farsímanotkun mína á 10 mánaða tímabili (og til þess tíma áður en ég hóf störf í ráðuneytinu), ég gaf lögreglunni aðgang að mínum persónulega tölvupósti auk þess að afhenda til rannsóknar tölvu mína og utanáliggjandi tölvudrif þar sem meðal annars er að finna fjölskylduljósmyndir, heimilisbókhald og fleiri persónuleg gögn. Ekkert kom fram við rannsókn á fyrrnefndum gögnum annað en að ég hefði lesið það gagn sem ég fékk sent um málið upphaflega og að ég hafi átt samtöl við starfsmenn fjölmiðla þá daga sem rannsóknin náði til. Því er til að svara að aðstoðarmenn ráðherra eiga, eðli málsins samkvæmt, í nær daglegum samskiptum við hina ýmsu fjölmiðla af margvíslegu tilefni. Þess utan, eftir að hafa starfað sjálfur sem blaðamaður í rúm fimm ár, á ég marga vini og kunningja á flestum fjölmiðlum landsins sem ég er í reglulegum samskiptum við, eins og á við í þessum tilvikum. Það gefur því auga leið að það eitt, að eiga í samskiptum við fjölmiðlamenn á tímabili sem nær yfir tvo daga, felur ekki í sér refsivert athæfi og getur ekki talist annað en eðlilegt í því starfi sem ég gegni. Þess utan skrifuðu þeir fréttamenn, sem ég var í samskiptum við umrædda daga, ekki fréttir um þetta tiltekna mál. Ég hef frá upphafi lýst yfir sakleysi mínu í þessu máli. Það hef ég bæði gert við lögreglu og í samtölum við minn yfirmann, innanríkisráðherra, sem leitað hefur allra leiða sem henni eru færar til að upplýsa málið. Því er við þetta að bæta að ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir störfum lögreglunnar í landinu og geri enn, þó ég telji að við rannsókn þessa tiltekna máls hafi lögreglan gengið fram af töluverðri hörku. Meðal annars var sagt við mig við yfirheyrslu að þetta mál „væri á oddinum“ hjá lögreglu. Án þess að gera lítið úr þessu máli og nauðsyn þess að leiða það til lykta, þá sitja þau orð enn í mér í ljósi alvarleika þeirra afbrota sem við lesum um í fjölmiðlum. Ég hef verið samvinnuþýður við rannsókn málsins og veitt allar þar upplýsingar sem ég hef verið beðinn um. Í ljósi niðurstöðu ríkissaksóknara hef ég verið leystur frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum og verð ekki við störf í ráðuneytinu á meðan. Ég er þess fullviss að ég verði sýknaður af þessum sökum, en vonast til þess að lausn mín frá störfum gefi ráðherra og því góða fólki sem í innanríkisráðuneytinu starfar frið til að vinna áfram að þeim mikilvægu verkefnum sem þar eru unnin." Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22 Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24 „Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 Lekamálið: Lögregla hefur sent málið til ríkissaksóknara Rannsakar nú ríkissaksóknari hvort að þörf sé á frekari rannsókn eða hvort henni sé lokið. Sé henni lokið verður tekin ákvörðun um ákæru. 20. júní 2014 16:38 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
„Ég hef frá upphafi lýst yfir sakleysi mínu í þessu máli,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla rétt í þessu og segist fullviss að hann verði sýknaður af þeim sökum sem á hann eru bornar. Ríkissaksóknari hefur tilkynnt Gísla Frey að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. „Samkvæmt rannsóknargögnum virðist grunur lögreglu byggja á framburði blaðamanns DV, sem sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að honum hefði borist það til eyrna að aðstoðarmaður ráðherra hefði sent frá sér trúnaðargögn úr tölvupósti (vinnupósti) ráðuneytisins. Þetta er rangt enda hefur ekkert komið fram við rannsókn málsins sem styður þessa fullyrðingu blaðamannsins,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segi hann að ákvörðun ríkissaksóknara valdi honum sárum vonbrigðum, því „Ítarleg rannsókn lögreglu, sem tók tæpt hálft ár, leiddi ekkert í ljós sem varpar sekt á mig í þessu máli,“ eins og þar stendur. „Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð. Auk þess er vert að benda á að í greinagerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt er á vef Hæstaréttar, kemur fram að leitað hafi verið allra leiða til að upplýsa málið en það teljist þó enn óupplýst,“ bætir hann við.Veitti aðgang að fjölskylduljósmyndum Hann segir rannsókn lögreglu hafa verið ítarlega, farsímanotkun hans yfir 10 mánaða tímabil hafi verið könnuð og að hann hafi veitt lögreglu aðganga að persónulegum tölvupósti sínum, „og utanáliggjandi tölvudrif þar sem meðal annars er að finna fjölskylduljósmyndir, heimilisbókhald og fleiri persónuleg gögn.“ „Ekkert kom fram við rannsókn á fyrrnefndum gögnum annað en að ég hefði lesið það gagn sem ég fékk sent um málið upphaflega og að ég hafi átt samtöl við starfsmenn fjölmiðla þá daga sem rannsóknin náði til,“ segir Gísli í yfirlýsingunni og bætir við að aðstoðarmenn ráðherra eiga, „eðli málsins samkvæmt,“ í nær daglegum samskiptum við hina ýmsu fjölmiðla af margvíslegu tilefni. „Ég hef frá upphafi lýst yfir sakleysi mínu í þessu máli. Það hef ég bæði gert við lögreglu og í samtölum við minn yfirmann, innanríkisráðherra, sem leitað hefur allra leiða sem henni eru færar til að upplýsa málið segir Gísli og bætir við: „Í ljósi niðurstöðu ríkissaksóknara hef ég verið leystur frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum og verð ekki við störf í ráðuneytinu á meðan. Ég er þess fullviss að ég verði sýknaður af þessum sökum.“ Yfirlýsingu Gísla Freys má lesa í heild sinni hér að neðan:„Í dag fékk ég þær upplýsingar að ríkissaksóknari hafi ákveðið að gefa út ákæru á hendur mér fyrir meint brot í starfi. Ég hef nú þegar tilkynnt innanríkisráðherra um málið og eðli málsins samkvæmt verið leystur frá störfum. Ákvörðun ríkissaksóknara veldur mér og mínum nánustu sárum vonbrigðum. Ítarleg rannsókn lögreglu, sem tók tæpt hálft ár, leiddi ekkert í ljós sem varpar sekt á mig í þessu máli. Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð. Auk þess er vert að benda á að í greinagerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem birt er á vef Hæstaréttar, kemur fram að leitað hafi verið allra leiða til að upplýsa málið en það teljist þó enn óupplýst. Samkvæmt rannsóknargögnum virðist grunur lögreglu byggja á framburði blaðamanns DV, sem sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að honum hefði borist það til eyrna að aðstoðarmaður ráðherra hefði sent frá sér trúnaðargögn úr tölvupósti (vinnupósti) ráðuneytisins. Þetta er rangt enda hefur ekkert komið fram við rannsókn málsins sem styður þessa fullyrðingu blaðamannsins. Auk þess staðfesti rannsókn lögreglu fyrri athugun rekstarfélags stjórnarráðsins um að hverfandi líkur væri á að umræddar upplýsingar hefðu verið sendar úr póstkerfi ráðuneytisins. Þar að auki leiddi rannsókn lögreglu í ljós að umrætt trúnaðargagn var vistað á opnu drifi ráðuneytisins. Rannsókn lögreglu var sem fyrr segir ítarleg. Lögreglan rannsakaði þannig farsímanotkun mína á 10 mánaða tímabili (og til þess tíma áður en ég hóf störf í ráðuneytinu), ég gaf lögreglunni aðgang að mínum persónulega tölvupósti auk þess að afhenda til rannsóknar tölvu mína og utanáliggjandi tölvudrif þar sem meðal annars er að finna fjölskylduljósmyndir, heimilisbókhald og fleiri persónuleg gögn. Ekkert kom fram við rannsókn á fyrrnefndum gögnum annað en að ég hefði lesið það gagn sem ég fékk sent um málið upphaflega og að ég hafi átt samtöl við starfsmenn fjölmiðla þá daga sem rannsóknin náði til. Því er til að svara að aðstoðarmenn ráðherra eiga, eðli málsins samkvæmt, í nær daglegum samskiptum við hina ýmsu fjölmiðla af margvíslegu tilefni. Þess utan, eftir að hafa starfað sjálfur sem blaðamaður í rúm fimm ár, á ég marga vini og kunningja á flestum fjölmiðlum landsins sem ég er í reglulegum samskiptum við, eins og á við í þessum tilvikum. Það gefur því auga leið að það eitt, að eiga í samskiptum við fjölmiðlamenn á tímabili sem nær yfir tvo daga, felur ekki í sér refsivert athæfi og getur ekki talist annað en eðlilegt í því starfi sem ég gegni. Þess utan skrifuðu þeir fréttamenn, sem ég var í samskiptum við umrædda daga, ekki fréttir um þetta tiltekna mál. Ég hef frá upphafi lýst yfir sakleysi mínu í þessu máli. Það hef ég bæði gert við lögreglu og í samtölum við minn yfirmann, innanríkisráðherra, sem leitað hefur allra leiða sem henni eru færar til að upplýsa málið. Því er við þetta að bæta að ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir störfum lögreglunnar í landinu og geri enn, þó ég telji að við rannsókn þessa tiltekna máls hafi lögreglan gengið fram af töluverðri hörku. Meðal annars var sagt við mig við yfirheyrslu að þetta mál „væri á oddinum“ hjá lögreglu. Án þess að gera lítið úr þessu máli og nauðsyn þess að leiða það til lykta, þá sitja þau orð enn í mér í ljósi alvarleika þeirra afbrota sem við lesum um í fjölmiðlum. Ég hef verið samvinnuþýður við rannsókn málsins og veitt allar þar upplýsingar sem ég hef verið beðinn um. Í ljósi niðurstöðu ríkissaksóknara hef ég verið leystur frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum og verð ekki við störf í ráðuneytinu á meðan. Ég er þess fullviss að ég verði sýknaður af þessum sökum, en vonast til þess að lausn mín frá störfum gefi ráðherra og því góða fólki sem í innanríkisráðuneytinu starfar frið til að vinna áfram að þeim mikilvægu verkefnum sem þar eru unnin."
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22 Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24 „Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 Lekamálið: Lögregla hefur sent málið til ríkissaksóknara Rannsakar nú ríkissaksóknari hvort að þörf sé á frekari rannsókn eða hvort henni sé lokið. Sé henni lokið verður tekin ákvörðun um ákæru. 20. júní 2014 16:38 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22
Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24
„Þetta er grafalvarlegt mál“ Formaður Samfylkingarinnar segir að það undirstriki mikilvægi lekamálsins að umboðsmaður vilji nánari skýringar. 7. ágúst 2014 00:01
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30
Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48
„Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15
Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00
Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32
Lekamálið: Lögregla hefur sent málið til ríkissaksóknara Rannsakar nú ríkissaksóknari hvort að þörf sé á frekari rannsókn eða hvort henni sé lokið. Sé henni lokið verður tekin ákvörðun um ákæru. 20. júní 2014 16:38
Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16