Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2014 18:57 Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Ráðherra leysti í kjölfarið Gísla frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ítrekar að hún hafi ekki haft neina vitneskju um að minnisblaðið hafi verið sent úr ráðuneytinu. „Nei, það hef ég ekki haft. Ég hef ítrekað sagt að ég hef rætt við alla starfsmenn mína, þar með talið aðstoðarmenn mína margsinnis og spurt hvort einhver hafi sent frá sér slíkt gagn og svarið hefur alltaf verið nei. Þannig að ég hef verið í góðri trú með að þannig sé það. Gísli hefur alltaf lýst yfir sakleysi sínu, og gerir það enn,” segir Hanna Birna. Trúir þú því að Gísli hafi ekki sent minnisblaðið? „Ég hef engar forsendur til annars en að trúa honum. Það liggja engar sannanir fyrir um að hann hafi gert þetta. Nú verður bara að fara yfir málið hjá dómstólum og ég virði það ferli og hvet aðra til að gera það. Og ég vona bara að hið sanna og rétta komi í ljós,“ segir Hanna Birna. Hún segir að það megi vel vera að hún hafi átt að bregðast við fyrr. Málið hafi þó tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. Hvernig metur þú stöðu þína sem ráðherra í dag? „Ég held að málið hafi veikt mig. Það hefur veikt mig pólitískt, það hefur veikt mig persónulega og verið mér erfitt og þungbært. Aðallega vegna þess að ég get ekki skýrt þetta, ég get ekki gert það sem mig langar til að gera sem stjórnmálamanni, sem er að svara skýrt almenningi, hvernig átti þetta sér stað. Ég get ekki svarað fyrir það,“ segir Hanna. Hún segir það skyldu sína við almenning að klára þau verkefni sem henni hafa verið falin. En ber ráðherra ekki ábyrgð á sínum aðstoðarmanni? „Ég ber pólitíska ábyrgð á honum, jú, og hans verkum og þess vegna lét ég hann fara í gær. Þegar að það liggur fyrir að hann er ákærður þá er hann látinn fara, það eru viðbrögðin,“ segir Hanna Birna. Lekamálið Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Ráðherra leysti í kjölfarið Gísla frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ítrekar að hún hafi ekki haft neina vitneskju um að minnisblaðið hafi verið sent úr ráðuneytinu. „Nei, það hef ég ekki haft. Ég hef ítrekað sagt að ég hef rætt við alla starfsmenn mína, þar með talið aðstoðarmenn mína margsinnis og spurt hvort einhver hafi sent frá sér slíkt gagn og svarið hefur alltaf verið nei. Þannig að ég hef verið í góðri trú með að þannig sé það. Gísli hefur alltaf lýst yfir sakleysi sínu, og gerir það enn,” segir Hanna Birna. Trúir þú því að Gísli hafi ekki sent minnisblaðið? „Ég hef engar forsendur til annars en að trúa honum. Það liggja engar sannanir fyrir um að hann hafi gert þetta. Nú verður bara að fara yfir málið hjá dómstólum og ég virði það ferli og hvet aðra til að gera það. Og ég vona bara að hið sanna og rétta komi í ljós,“ segir Hanna Birna. Hún segir að það megi vel vera að hún hafi átt að bregðast við fyrr. Málið hafi þó tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. Hvernig metur þú stöðu þína sem ráðherra í dag? „Ég held að málið hafi veikt mig. Það hefur veikt mig pólitískt, það hefur veikt mig persónulega og verið mér erfitt og þungbært. Aðallega vegna þess að ég get ekki skýrt þetta, ég get ekki gert það sem mig langar til að gera sem stjórnmálamanni, sem er að svara skýrt almenningi, hvernig átti þetta sér stað. Ég get ekki svarað fyrir það,“ segir Hanna. Hún segir það skyldu sína við almenning að klára þau verkefni sem henni hafa verið falin. En ber ráðherra ekki ábyrgð á sínum aðstoðarmanni? „Ég ber pólitíska ábyrgð á honum, jú, og hans verkum og þess vegna lét ég hann fara í gær. Þegar að það liggur fyrir að hann er ákærður þá er hann látinn fara, það eru viðbrögðin,“ segir Hanna Birna.
Lekamálið Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira