Formaður VG segir lekamálið stöðugt alvarlegra Heimir Már Pétursson skrifar 18. ágúst 2014 14:28 Formaður Vinstri grænna segir að innanríkisráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé fyrr. Breyting á ráðuneytum firri menn ekki pólitískri ábyrgð. vísir/stefán/daníel Formaður Vinstri grænna segir lekamálið stöðugt verða alvarlegra og staða innanríkisráðherra sé þung. Þá virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og ráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé mun fyrr. Ekki liggur fyrir hver tekur við dómsmálunum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eftir að hún óskaði eftir því á föstudag að verða leyst undan þeim málaflokki. Formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að koma sér saman um hvort þau mál fari til einhvers af núverandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eða hvort jafnvel nýr ráðherra verði tekinn inn í ríkisstjórnina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir málið hafa verið alvarlegt frá upphafi en málið hafi breyst við það að ákæra hafi verið boðuð á hendur aðstoðarmanns innanríkisráðherra. „Lekinn sjálfur er auðvitað alvarlegt mál. Í kjölfarið virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og síðan á ráðherra óbókaða fundi með lögreglustjóranum. Þannig að þetta er svona heldur orðið alvarlegra eftir því sem fram hefur liðið. Þannig að staðan er auðvitað þung fyrir ráðherrann," segir Katrín. Ráðherrann beri ábyrgð á aðstoðarmanninum, bæði stjórnskipunarlega og pólitískt. „Ég hefði líklega talið hyggilegast fyrir að víkja eða stíga til hliðar alfarið úr embætti, að minnsta kosti á meðan á þessu máli stendur,“ segir Katrín. Hún segir þingflokk Vinstri grænna taka afstöðu til boðaðrar vantrauststillögu Pírata þegar þing komi saman eftir um þrjár vikur. Stóra áhyggjuefnið sé að traust á innanríkisráðuneytinu sem sinni mörgum mjög mikilvægum málum hafi dvínað. Það leysi ekki málið að dómsmálin verði varanlega flutt frá innanríkisráðuneytinu og dómsmálaráðuneyti stofnað á nýjan leik eins og fram hafi komið í umræðunni. „Mér finnst umræða um það að breyta skipan ráðuneyta ekki í raun snúast um pólitíska ábyrgð í þessu máli. Hún er bara allt önnur og leysir fólk ekkert undan þeirri ábyrgð. Það er ríkisstjórninni auðvitað í sjálfsvald sett að óska eftir því að málaflokkum sé háttað með ólíkum hætti. En mér finnst það bara vera önnur umræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Lekamálið Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir lekamálið stöðugt verða alvarlegra og staða innanríkisráðherra sé þung. Þá virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og ráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé mun fyrr. Ekki liggur fyrir hver tekur við dómsmálunum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eftir að hún óskaði eftir því á föstudag að verða leyst undan þeim málaflokki. Formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að koma sér saman um hvort þau mál fari til einhvers af núverandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eða hvort jafnvel nýr ráðherra verði tekinn inn í ríkisstjórnina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir málið hafa verið alvarlegt frá upphafi en málið hafi breyst við það að ákæra hafi verið boðuð á hendur aðstoðarmanns innanríkisráðherra. „Lekinn sjálfur er auðvitað alvarlegt mál. Í kjölfarið virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og síðan á ráðherra óbókaða fundi með lögreglustjóranum. Þannig að þetta er svona heldur orðið alvarlegra eftir því sem fram hefur liðið. Þannig að staðan er auðvitað þung fyrir ráðherrann," segir Katrín. Ráðherrann beri ábyrgð á aðstoðarmanninum, bæði stjórnskipunarlega og pólitískt. „Ég hefði líklega talið hyggilegast fyrir að víkja eða stíga til hliðar alfarið úr embætti, að minnsta kosti á meðan á þessu máli stendur,“ segir Katrín. Hún segir þingflokk Vinstri grænna taka afstöðu til boðaðrar vantrauststillögu Pírata þegar þing komi saman eftir um þrjár vikur. Stóra áhyggjuefnið sé að traust á innanríkisráðuneytinu sem sinni mörgum mjög mikilvægum málum hafi dvínað. Það leysi ekki málið að dómsmálin verði varanlega flutt frá innanríkisráðuneytinu og dómsmálaráðuneyti stofnað á nýjan leik eins og fram hafi komið í umræðunni. „Mér finnst umræða um það að breyta skipan ráðuneyta ekki í raun snúast um pólitíska ábyrgð í þessu máli. Hún er bara allt önnur og leysir fólk ekkert undan þeirri ábyrgð. Það er ríkisstjórninni auðvitað í sjálfsvald sett að óska eftir því að málaflokkum sé háttað með ólíkum hætti. En mér finnst það bara vera önnur umræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Lekamálið Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58
„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00