Nordsjælland undir stjórn ÓlafsKristjánssonar gerði markalaust jafntefli við nýliða Hobro í fimmtu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.
Bæði lið voru með níu stig eftir þrjá sigra í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn, en þau hafa nú bæði tíu stig. Hobo er sætinu fyrir ofan Nordsjælland á markatölu.
Hobro, sem kemur frá samnefndum smábæ á Jótlandi, hefur komið gríðarlega á óvart við upphaf úrvalsdeildarinnar í Danmörku, en það gerði sér lítið fyrir og vann FC Kaupmannahöfn á Parken, 3-0 í síðustu umferð.
Ólafur og lærisveinar hans fara líka vel af stað, en þeir eru búnir að vinna þrjá leiki af fimm og gera eitt jafntefli.
