Í B2B eru þeir Alex Þór Jónsson og Cody Shaw, sem er frá Bandaríkjunum. Auk þeirra gefur Róbert Freyr Ingvason út lög undir merkjum B2B, en hann rappar á íslensku.
Í snörpu spjalli við Vísi segja strákarnir að plata sé á leiðinni með sveitinni. Þegar þeir voru spurðir af því svaraði Cody því á ensku: „YES, something dangerous,“ svarar hann.
Þeir félagar ætla sér að gefa út efni bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þegar þeir eru spurðir hvort að þetta sé það sem koma skal frá sveitinni; einkaþotur, þyrlur og dýrir bílar svara þeir:
„Þið verðið bara að bíða og sjá.“
Hér að neðan má sjá myndband sveitarinnar við lagið No Love.