Saka Ísraelsher um að hindra för slasaðra á sjúkrahús Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2014 19:10 Börn á Gaza komust í fyrsta sinn í margar vikur á strönd til að leika sér þegar boðað þriggja sólarhringa vopnahlé hófst kl. 8 í gærmorgun. „Það er mánuður síðan ég kom síðast á ströndina að synda. Í síðasta vopnahléi þorði ég ekki að koma og synda hér. Fyrir nokkrum dögum stalst frændi minn á ströndina til að synda en hann fórst í sprengjuárás Ísraelsmanna. Því kom ég ekki hingað fyrr en í vopnahléinu,“ sagði Ahmad Baker, ungur drengur á ströndinni á Gaza í samtali við Reuters. Veran á ströndinni varð hins vegar skammvinn því vopnahléð varði aðeins í eina og hálfa klukkustund. Á meðan á því stóð nýttu íbúar á Gaza tækifærið til að kaupa mat og helstu nauðsynjar en verð á mat hefur rokið upp vegna stríðsins. „Við erum afar þakklát palestínsku bændunum því þeir komu með ávexti og grænmeti á markaðinn. Þeir geta ekki lengur unnið við uppskeru á ökrum sínum. Þótt verðið sé mjög hátt erum við reiðubúin að greiða mjög hátt verð fyrir þessar vörur því bændurnir hafa hætt lífi sínu til að koma með uppskeruna hingað,“ sagði Farouq Hasan, íbúi á Gaza við Reuters.Saka setuliðið um stríðsglæpi Liðsmenn Hamas felldu tvo hermenn Ísraels í fyrirsát nálægt Rafah við landamæri Gaza og Egyptalands í gær. Ísraelsher svaraði þessu af fullum þunga í dag og að minsta kosti hundrað og fimmtíu Palestínumenn létust í loftskeytaárásum Ísraels á Rafah í dag. Hamas samtökin ásökuðu í dag Ísrael um að hafa framið stríðsglæpi. „Hamas sakar setulið Ísraela um að fremja stríðsglæpi með því að hindra að særðir komist á sjúkrahús. Fjölmargir hinna særðu létust af sárum sínum sökum þess að þeir voru ekki fluttir brott. Þetta gerðist í Rafah og einnig í Beit Hanoun, Shejaia og Kuza'a. Við sökum líka Rauða krossinn um að vanrækja skyldur sínarum að flytja særða í öruggt skjól,“ sagði Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas. Viðræður um vopnahlé héldu áfram í Kaíró í Egyptalandi í dag án niðurstöðu. Gasa Tengdar fréttir Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 „Ekkert stríð er réttmætara en þetta“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að Ísraelsmenn þyrftu að vera undirbúnir fyrir langvarandi átök á Gaza 28. júlí 2014 19:22 Yfir þúsund látnir í átökunum á Gasa Hátt í hundrað lík hafa fundist í húsarústum á Gasasvæðinu í dag eftir að tólf klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísrael tók gildi klukkan fimm í morgun. 26. júlí 2014 16:02 Ísraelsher sleppir sprengjum á palestínskan háskóla Um 35 Palestínumenn hafa látið lífið í átökum morgunsins. 2. ágúst 2014 11:22 Samþykkja ekki vopnahlé nema herkví á Gasa verði aflétt „Við getum ekki farið aftur á bak, til hægfara dauða,“ segir leiðtogi Hamas. 22. júlí 2014 20:37 Aukinn þungi settur í árásir á Gasa Um 425 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi vegna átakanna á Gaza, eða um fjórðungur allra íbúa á svæðinu. 31. júlí 2014 19:00 Bandaríkin fordæma árás Ísraela á skóla Þetta er harðasta gagnrýni stjórnvalda í Washington á Ísrael, síðan átökin hófust fyrir þremur vikum. 30. júlí 2014 17:40 Hamasmenn þess albúnir að deyja fyrir málstaðinn Herforingi innan Hamas hefur vísað á bug öllu tali þess efnis að Palestínskir hermenn séu fáanlegir til að leggja niður vopn í átökum við Ísrael, ef það megi verða til að stöðva blóðbaðið í Gasa. 30. júlí 2014 07:28 Ísraelar réðust á skóla á Gasa Fimmtán fórust í loftárás Ísraelshers á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa í nótt. 30. júlí 2014 10:52 Fjörutíu fallið á Gasa í dag Árásin átti sér stað stuttu eftir að Ísraelsmenn sökuðu Hamas-liða um að rjúfa vopnahléið á svæðinu. Miklar vonir voru bundnar við vopnahléið sem átti að gilda í þrjá sólarhringa og gefa deiluaðilum tíma til að hefja friðarumleitanir. 1. ágúst 2014 14:23 Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10 Fjölmörg börn látin í árásum á Gaza Að minnsta kosti tólf börn féllu í árás á leikvöll og á sjúkrahús í Gazaborg fyrr í dag. 28. júlí 2014 14:52 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Börn á Gaza komust í fyrsta sinn í margar vikur á strönd til að leika sér þegar boðað þriggja sólarhringa vopnahlé hófst kl. 8 í gærmorgun. „Það er mánuður síðan ég kom síðast á ströndina að synda. Í síðasta vopnahléi þorði ég ekki að koma og synda hér. Fyrir nokkrum dögum stalst frændi minn á ströndina til að synda en hann fórst í sprengjuárás Ísraelsmanna. Því kom ég ekki hingað fyrr en í vopnahléinu,“ sagði Ahmad Baker, ungur drengur á ströndinni á Gaza í samtali við Reuters. Veran á ströndinni varð hins vegar skammvinn því vopnahléð varði aðeins í eina og hálfa klukkustund. Á meðan á því stóð nýttu íbúar á Gaza tækifærið til að kaupa mat og helstu nauðsynjar en verð á mat hefur rokið upp vegna stríðsins. „Við erum afar þakklát palestínsku bændunum því þeir komu með ávexti og grænmeti á markaðinn. Þeir geta ekki lengur unnið við uppskeru á ökrum sínum. Þótt verðið sé mjög hátt erum við reiðubúin að greiða mjög hátt verð fyrir þessar vörur því bændurnir hafa hætt lífi sínu til að koma með uppskeruna hingað,“ sagði Farouq Hasan, íbúi á Gaza við Reuters.Saka setuliðið um stríðsglæpi Liðsmenn Hamas felldu tvo hermenn Ísraels í fyrirsát nálægt Rafah við landamæri Gaza og Egyptalands í gær. Ísraelsher svaraði þessu af fullum þunga í dag og að minsta kosti hundrað og fimmtíu Palestínumenn létust í loftskeytaárásum Ísraels á Rafah í dag. Hamas samtökin ásökuðu í dag Ísrael um að hafa framið stríðsglæpi. „Hamas sakar setulið Ísraela um að fremja stríðsglæpi með því að hindra að særðir komist á sjúkrahús. Fjölmargir hinna særðu létust af sárum sínum sökum þess að þeir voru ekki fluttir brott. Þetta gerðist í Rafah og einnig í Beit Hanoun, Shejaia og Kuza'a. Við sökum líka Rauða krossinn um að vanrækja skyldur sínarum að flytja særða í öruggt skjól,“ sagði Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas. Viðræður um vopnahlé héldu áfram í Kaíró í Egyptalandi í dag án niðurstöðu.
Gasa Tengdar fréttir Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 „Ekkert stríð er réttmætara en þetta“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að Ísraelsmenn þyrftu að vera undirbúnir fyrir langvarandi átök á Gaza 28. júlí 2014 19:22 Yfir þúsund látnir í átökunum á Gasa Hátt í hundrað lík hafa fundist í húsarústum á Gasasvæðinu í dag eftir að tólf klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísrael tók gildi klukkan fimm í morgun. 26. júlí 2014 16:02 Ísraelsher sleppir sprengjum á palestínskan háskóla Um 35 Palestínumenn hafa látið lífið í átökum morgunsins. 2. ágúst 2014 11:22 Samþykkja ekki vopnahlé nema herkví á Gasa verði aflétt „Við getum ekki farið aftur á bak, til hægfara dauða,“ segir leiðtogi Hamas. 22. júlí 2014 20:37 Aukinn þungi settur í árásir á Gasa Um 425 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi vegna átakanna á Gaza, eða um fjórðungur allra íbúa á svæðinu. 31. júlí 2014 19:00 Bandaríkin fordæma árás Ísraela á skóla Þetta er harðasta gagnrýni stjórnvalda í Washington á Ísrael, síðan átökin hófust fyrir þremur vikum. 30. júlí 2014 17:40 Hamasmenn þess albúnir að deyja fyrir málstaðinn Herforingi innan Hamas hefur vísað á bug öllu tali þess efnis að Palestínskir hermenn séu fáanlegir til að leggja niður vopn í átökum við Ísrael, ef það megi verða til að stöðva blóðbaðið í Gasa. 30. júlí 2014 07:28 Ísraelar réðust á skóla á Gasa Fimmtán fórust í loftárás Ísraelshers á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa í nótt. 30. júlí 2014 10:52 Fjörutíu fallið á Gasa í dag Árásin átti sér stað stuttu eftir að Ísraelsmenn sökuðu Hamas-liða um að rjúfa vopnahléið á svæðinu. Miklar vonir voru bundnar við vopnahléið sem átti að gilda í þrjá sólarhringa og gefa deiluaðilum tíma til að hefja friðarumleitanir. 1. ágúst 2014 14:23 Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10 Fjölmörg börn látin í árásum á Gaza Að minnsta kosti tólf börn féllu í árás á leikvöll og á sjúkrahús í Gazaborg fyrr í dag. 28. júlí 2014 14:52 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30
„Ekkert stríð er réttmætara en þetta“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að Ísraelsmenn þyrftu að vera undirbúnir fyrir langvarandi átök á Gaza 28. júlí 2014 19:22
Yfir þúsund látnir í átökunum á Gasa Hátt í hundrað lík hafa fundist í húsarústum á Gasasvæðinu í dag eftir að tólf klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísrael tók gildi klukkan fimm í morgun. 26. júlí 2014 16:02
Ísraelsher sleppir sprengjum á palestínskan háskóla Um 35 Palestínumenn hafa látið lífið í átökum morgunsins. 2. ágúst 2014 11:22
Samþykkja ekki vopnahlé nema herkví á Gasa verði aflétt „Við getum ekki farið aftur á bak, til hægfara dauða,“ segir leiðtogi Hamas. 22. júlí 2014 20:37
Aukinn þungi settur í árásir á Gasa Um 425 þúsund Palestínumenn eru nú á vergangi vegna átakanna á Gaza, eða um fjórðungur allra íbúa á svæðinu. 31. júlí 2014 19:00
Bandaríkin fordæma árás Ísraela á skóla Þetta er harðasta gagnrýni stjórnvalda í Washington á Ísrael, síðan átökin hófust fyrir þremur vikum. 30. júlí 2014 17:40
Hamasmenn þess albúnir að deyja fyrir málstaðinn Herforingi innan Hamas hefur vísað á bug öllu tali þess efnis að Palestínskir hermenn séu fáanlegir til að leggja niður vopn í átökum við Ísrael, ef það megi verða til að stöðva blóðbaðið í Gasa. 30. júlí 2014 07:28
Ísraelar réðust á skóla á Gasa Fimmtán fórust í loftárás Ísraelshers á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa í nótt. 30. júlí 2014 10:52
Fjörutíu fallið á Gasa í dag Árásin átti sér stað stuttu eftir að Ísraelsmenn sökuðu Hamas-liða um að rjúfa vopnahléið á svæðinu. Miklar vonir voru bundnar við vopnahléið sem átti að gilda í þrjá sólarhringa og gefa deiluaðilum tíma til að hefja friðarumleitanir. 1. ágúst 2014 14:23
Vopnahlé rofið á Gasa Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi. 1. ágúst 2014 10:10
Fjölmörg börn látin í árásum á Gaza Að minnsta kosti tólf börn féllu í árás á leikvöll og á sjúkrahús í Gazaborg fyrr í dag. 28. júlí 2014 14:52